Freyr

Volume

Freyr - 01.05.1999, Page 45

Freyr - 01.05.1999, Page 45
rhusiopathiae). Sjúkdóms þessa hefur orðið vart á einstöku bæjum víða um land og hefur tjón af hans völdum stundum orðið mikið. Ekki er að fullu kunnugt um smitferli þessa sjúkdóms en vitað er sýkill- inn er algengur sjúkdómsvaldur í svínum og hefur fundist í villtum fuglum, enda vitað að sýkillinn get- ur lifað og tímgast í jarðvegi og vatni. Venjulega eru lömbin 1-2 vikna þegar tekið er eftir sjúk- dómnum en þó stundum ekki fyrr en að hausti. Lömbin verða dauf, stirð í gangi, síðar hölt og bera höf- uðið lágt. Oft verður stirðleika fyrst vart á framfótum, síðar afturfótum. Smám saman fer að sjást að liðir gildna, einkum hné og hækilliðir. Þó eru eymsli ekki áberandi séu lið- imir þuklaðir. í liðpokanum sést að liðvökvinn er ljósrauður, þunnur en ekki graftarkenndur og í honum er urmull af sýklum. Liðköstin stækka svo að gildleik- inn gemr orðið tvöfalt til þrefalt meiri en á eðlilegum lið. Venjulega dregur sjúkdómurinn lömbin ekki til dauða, en þau eiga erfitt með gang og þroskast lítið, em vöðva- dregin og vesöl er þau koma af fjalli. Fúkalyf, einkum langverk- andi, hafa komið að verulegu gagni, ef hafíst er handa uin lækn- ingu nógu snemma. Eftir að varan- legar skemmdir, eða jafhvel staur- fótur hafa myndast, em læknisað- gerðir tilgangslitlar. Mikilvægt virðist að viðhafa sér- stakt hreinlæti við mörkun og merkingu lamba, baða naflastreng í joði, láta bera úti, ef því verður við komið, og hamla á þann hátt gegn smitdreifngu. Liðabólgur ígerðarsýklar (klasa- og keðju- gerlar) valda stundum bólgum með ígerðum í einum eða fleiri liðum. Sýklamir koma oftast inn í líkam- ann um naflastreng eða um sár, t.d. við mörkun með óhreinum hníf eða töng og við ísetningu eymamerkja, einkum þegar umhverfið er mjög sýklamengað. Spillt mjólk virðist líka stundum völd að veikinni. Oft- ast veikjast einstök lömb í hjörð- inni, en stundum lýsir sjúkdómur- inn sér sem faraldur, mörg lömb veikjast á skömmum tíma. Sjúk- dómurinn lýsir sér fyrst og fremst sem helti á einum eða fleiri fótum og má stundum finna þrota um lið- og sinaslíður. Jafnframt verða lömbin dauf, fá hita, missa lyst, leggja mikið af og hætta að fylgja móðurinni. í liðpokum og sina- slíðrum fínnst graftarkennd vilsa. Stundum setjast sýklamir að, t.d. í miðtaugakerfi, svo að lömbin verða blind. Mörg lömb drepast, ef ekkert er að gert. í byrjun veikinn- ar má lækna lömbin með tafarlausri og markvissri lyfjagjöf. Ef veikin er komin á hátt stig ná lömbin venjulega ekki fullum bata, verða rýr og oft bækluð. Tryggið að lömbin fái nógan brodd sem fyrst (magaslanga ef þarf), baðið naflastrenginn í joð- upplausn, látið tæki og merki liggja í joðupplausn. Naflasýking Sýking um naflastreng er algeng þar sem aðstæður eru slæmar. Hún getur verið bundin við naflann og valdið þar afmarkaðri bólgu, en oft leiðir hún til blóðsýkingar með ígerðum eða drepi í lifur og fleiri líffærum og bólgu í einum eða fleiri liðamótum og jafhvel ígerðum við mænu, sem leiða til lömunar í aftur- hluta lambsins. Lömbin verða dauf og lystarlítil, bólga og eymsli eru um naflann og stundum sést gröftur undir hrúðrinu þar. Sömu ráð gilda og áður eru nefnd. Lambakregða Lambakregða er hægfara lungnabólga í unglömbum. Úr hinum bólgnu lungnablöðum má oftast rækta stutta staflaga sýkla, sem svipar til lungnapestarsýkla, og aðra örsmáa sýkla, myko- plasma. Sjúkdómur þessi hefur breiðst nokkuð út um landið á síð- ustu árum. Þó að sjúkdómur þessi dragi lömbin sjaldnast til dauða, veldur hann rýrð svo að slátur- lömb, sem haldin eru þessum sjúk- dómi, verða ósöluhæf. Lömbin smitast ung af fullorðnu fé, sem oft er smitberar. Þau verða dauf, fylgja móðurinni illa, mæðast óeðlilega og fá hryglu við áreynslu. Einstöku lambi batnar að mestu, önnur sýna einkenni lungnabólgu er þau koma af fjalli. Þau hósta og gráleitt slím er í vit- um. Við krufningu sjást mismun- andi útbreiddar bólguskemmdir í framblöðum lungna, en yfirleitt ekki skemmdir í öðrum líffærum. Mjög hefur reynst erfitt að hamla gegn þessum sjúkdómi þar sem hann hefur náð fótfestu. Ættu Stálpuð lömb með liðastirðnun. (Ljósm. S.S.). FREYR 5-6/99 - 45

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.