Freyr - 01.05.1999, Page 47
Afkvœmarannsóknir
á hrútum 1997 og 1998
Allt íxá því að afkvæmarann-
sóknir á hrútum fyrir bættu
vaxtarlagi og meiri kjöt-
gæðum hófust á Fjárræktarbúinu á
Hesti árið 1957, hafa útvortismæl-
ingar á föllunum, þ.e. lengd lang-
leggs (T-mál), klofdýpt (F-mál),
vídd (V-mál) og dýpt (Th-mál)
brjóstkassa, ásamt lengd, þyngd og
minnsta ummáli vinstri framfótar-
leggjar, verið notuð til þess að meta
vaxtarlag afkvæmanna, en þver-
skurðarmælingar á vöðva- og fitu-
þykkt, mældar á sundurskornum
skrokkum milli 12. og 13. rifs, þ.e.
vídd og þykkt (A-og B-mál)
bakvöðvans, og fítuþykktarmál of-
an á bakvöðva (C-mál) og á síðu 11
cm frá miðri hryggsúlu (síðufita J-
mál), verið mælikvarði á vöðva- og
fituþroska þeirra.
Þessar mælingar, og þó einkum
þverskurðarmælingamar, em tima-
frekar og dýrar, auk þess sem sund-
urskurður skrokksins skerðir verð-
mæti hans. Því var ráðist í að þróa
aðferð til að meta vefjasamsetningu
skrokksins út ffá mælingum, sem
kröfðust ekki sundurskurðar
skrokksins, en tengdust sem best
heildarfitu- og vöðvamagni hans.
Til þessa verks vom notuð gögn úr
eftir
Stefán Sch.
Thorsteinson
Rannsókna-
stofnun
landbún-
aðarins
krafiiingum af 168 lambaföllum,
sem öll höfðu ofangreind mál, að
viðbættum ómsjármælingingum,
og jafnframt þekkt heildarvöðva-
og fitumagn úr krufhingum. Línu-
legt fjölbreytuaðhvarf (linear mult-
iple regression) var notað við mat á
aðhvarfsstuðlum og þeir stuðlar,
sem marktækir reyndust, valdir í
líkingu til mats á vefjasamsetningu
(vöðva og fitu) fallsins.
Niðurstöður aðhvarfsgreiningar-
innar gáfu eftirfarandi líkingu til
mats á heildar vöðvamagni
skrokksins í kg:
Metinn vöðvi, kg = -0,949 +
(0,564*fallþungi) + (-0,133*síðu-
fita) + (0,197 * lærastig) + (0,082
* ómvöðvi).
Likingin skýrir 93,9% af breyti-
leika vöðvamagns skrokksins og
samkvæmt aðhvarfsgreiningunni er
spágildi hennar (hæfni líkingarinn-
ar til að spá fyrir um vöðvamagnið
innan þess breytileika sem likingin
skýrir) mjög hátt, eða 93,5%. Stuðl-
amir sýna þær breytingar í vöðva-
magni, sem verða við breytingu í
einum þætti (t.d. fallþunga) meðan
hinum þáttunum (síðufitu, lærastig-
um og ómvöðva) er haldið stöðug-
um.
Fyrir mat á fitumagni í kg fékkst
eftirfarandi líking:
Metin fita, kg = -0,255 + (0,268
* faliþungi) + (0,154 * síðufita) +
(-0,077* ómvöðvi) + (0,108 * óm-
fita).
Líkingin skýrir 86% af breyti-
leika í fitumagni skrokksins, sem er
nokkuð minna en í vöðvalíking-
unni, enda vart við öðm að búast,
þar sem fitumagn skrokksins er æv-
inlega breytilegra en vöðvamagnið.
Spágildi likingarinnar er einnig
hátt, eða 85,7%.
Þessar líkingar, eins og þær birt-
ast hér, voru fyrst notaðar í af-
kvæmarannsóknunum á Hesti og á
sæðingarhrútum á Sæðingarstöð
Suðurland 1997.
Afkvæmarannsóknir
á Hesti 1997
í afkvæmarannsókninni voru
prófaðir 12 hrútar af heimastofni og
1 hrútur frá Sæðingarstöð Norður-
lands (SN). Reyndar átti að prófa 2
hrúta frá SN, Hnykk 91-958 og
Frama 94-996, en þar sem aðeins 2
ær af 25 festu fang við Hnykk (18
gengu upp, 5 misstu svampa) var
hann felldur úr rannsókninni. Hins
vegar héldu 14 af 24 ám (9 gengu
upp og 1 missti svamp), sem sædd-
ar vom við Frama og var hann því
tekinn með í rannsóknina. Ekki er á
takteinum nokkur viðhlítandi skýr-
ing á þessum mikla mun í fanghlut-
falli milli þessara hrúta, en nærtæk-
Tafla 1 . Ættarskrá hrúta í afkvæmarannsókn 1997.
Hrútur Faðir Föðurfaðir Móðir Móðurfaðir
Nafn Nr. Nafn Nr. Nafn Nr. Nr. Nafn Nr.
Steðji 24 Svaði 3 Hörvi 973 5283 Drísill 891
Stólpi 25 Svaði 3 Hörvi 973 5723 Kúfur 888
Staur 26 Svaði 3 Hörvi 973 6123 Bútur 986
Murti 27 Snorri 969 Galsi 907 5420 Galsi 907
Órækja 28 Snorri 969 Galsi 907 5420 Galsi 907
Sturli 29 Snorri 969 Galsi 907 6077 Hörvi 973
Drussi 30 Hörvi 973 Krappur 885 6029 Iði 976
Durtur 31 Hörvi 973 Krappur 885 6091 Iði 976
Posi 32 Kyllir 991 Gosi 967 5788 Oddi 85922
Pjási 33 Kyllir 991 Gosi 967 5988 Sörvi 972
Drangur 34 Klettur 89930 5971 Gosi 967
Standur 35 Klettur 89930 6089 Iði 976
FREYR 5-6/99 - 47