Freyr - 01.05.1999, Blaðsíða 55
Tafla 3. Fæðingarþungi lamba.
Einl. hrútar Einl. aimbrar Tvíl. hrútar Tvíl. aimbrar Meðaltal
Flokkar Tala Tala Kq Tala Kfl Tala Kq Tala Kq
Þurrey 47 3,71 45 3,70 40 2,81 35 2,88 167 3,27
Rúllur 53 3,64 38 3,55 33 2,53 47 2,56 171 3,07
áður segir var jafnað í flokkana eftir
októberþunga lambanna og, þar
sem áhrif hans reyndust raunhæf á
eftirkomandi vigtanir, ber að taka
tillit til þess við uppgjör og eru þær
því leiðréttar fyrir honum. Meðal-
þungi allra lambanna, 323, í októ-
ber var 38,6 kg.
Ohætt er að segja í heild að þungi
og holdastig gemlinganna yfir gjaf-
artímann endurspegli vel fóðrun-
ina. Fyrrihluta vetrar til febrúar-
byrjunar þyngjast gemlingarnir á
þurrheyinu umtalsvert meira en
þeir á rúlluheyinu og er munurinn á
þunga flokkanna í desember, janúar
og febrúar marktækur, en verður
ómarktækur við mars- og aprílvigt-
unina og eru þessar niðurstöður í
afar góðu samræmi við orkuát hóp-
anna.
Sé litið til þunga gemlinganna
eftir fósturijölda þeirra, má segja að
óverulegur flokkamunur sé á þrif-
um þeirra, sem geldir urðu eða
gengu með einu fóstri. Hins vegar
kemur fram umtalsverður flokka-
munur á þrifum þeirra, sem gengu
með tveimur fóstrum og er þunga-
munur flokkanna marktækur við
allar vigtanir að undanskildum
vigtununum í nóvember og mars.
Yfir tilraunaskeiðið nemur hann 2,9
kg til jafnaðar. Ekki er hægt að
skýra þennan mun með neinni
vissu, en nærtækast er að álykta að
próteinþörfúnum til vaxtar og fóst-
urmyndunar hafi ekki verið full-
nægt hjá tvílembdu gemlingunum á
rúlluheyinu, enda þótt ekki væri um
neinn mun á próteininnihaldi í þurr-
heyinu og rúllunum að ræða. Það
er vel þekkt að prótein í votheyi
brotnar auðveldar niður í vömbinni
en í þurrheyi og nýtist því verr til
vaxtar og viðhalds, þar sem stærri
hluti þess breytist í ammóníak og
skilst út sem þvagefni, og kann það
að vera orsökin að hinum misjöfnu
þrifúm og er vísað til greinar Braga
L. Olafssonar og Páls E. Reynis-
sonar í hefti frá Ráðunautafundi BÍ
og RALA 1998 varðandi þetta efni.
Fæðingarþungi lambanna styrkir
þessa tilgátu en hann er sýndur í
töflu 3 eftir flokkum og lambateg-
undum.
Öll lömb, og þar með talin dauð-
fædd, eru vegin og fæðingarþungi
skráður. Heldur meiri lambavan-
höld urðu hjá gemlingunum á þurr-
heyinu og námu þau í heildina
12,6% en 11,1% hjá þeim á rúllu-
heyinu, og stafar mismunurinn fyrst
og ffemst af því að fyrsta árið fædd-
ust til muna fleiri dauðfæddir tví-
lembingar hjá þurrheysflokknum,
sem ekki átti sér stað síðari tvö árin
nema síður væri. Ekki er ljóst hvað
olli þessum lambadauða þetta eina
vor og verður ekki reynt að skýra
það hér.
Eins og taflan sýnir er fæðingar-
þungi lambanna í góðu samræmi
við fóðrun gemlinganna og þyngd-
arbreytingar þeirra yfir veturinn.
Þannig er ekki marktækur flokka-
munur á fæðingarþunga einlemb-
inga, hvorki hrúta né gimbra, en á
hinn bóginn er hámarktækur
flokkamunur á fæðingarþunga tví-
lembinganna, bæði hrúta og
gimbra, enda eru hrútarnir í þurr-
heysflokknum fæddir 280 g þyngri
og gimbramar 302 g þyngri en hjá
gemlingunum á rúlluheyinu.
Fróðlegt er að athuga hvemig
áhrif fóðmnarinnar koma fram í
mjólkurgetu gemlinganna og afurð-
um þeirra að hausti.
I A-hluta töflu 4 er sýndur meðal-
þungi 234 lamba sem gengu heil-
brigð undir (18 vom vanin undir ær
og 5 vom undanvillt og er þeim
sleppt úr uppgjörinu) og náðust til
vigtunar um mánaðamótin júní-júlí,
er lömbin voru að jafnaði 54 daga
gömul, og í B-hluta hennar, þungi
Framhald á bls. 59.
Tafla 4. Þungi lamba á fæti oq fallbunqi.
A-hluti. Um mánaðamótin iúní-iúlí við 54 daaa meðalaldur.
Þurrhev Rúllur
Kyn Tala Þungi á Tala Þungi á
fæti, kq fæti.kq
Hrútar 57 18,93 64 17,89
Gimbrar 60 18,40 53 16,81
Ganga undir sem: Einlembingar 98 20,61 94 19,29
Tvílembinqar 19 16,72 27 15,43
Meðaltal 117 18,66 117 17,35
B-hluti. Að hausti við 138 daaa meðalaldur
Þurrhev Rúllur
Kyn Tala Þungi á Fall.kg Tala Þungi á Fall.kg
fæti, kq fæti, kq
Hrútar 60 37,57 15,48 60 35,82 15,28
Gimbrar 64 35,08 14,90 57 32,69 14,12
Ganga undir sem: Einlembingar 102 39,09 16,58 93 36,90 15,94
Tvílembinqar 22 33,55 13,80 24 31,62 13,45
Meðaltal 124 36,32 15,19 117 34,26 14,70
FREYR 5-6/99 - 55