Freyr - 01.05.1999, Qupperneq 56
Kynbœtur
til varnar riðu
Rannsókn á arfgerðum príongensins
í íslensku sauðfé m.t.t. riöusmits
Undanfarin þrjú ár hafa farið
fram á Rannsóknastofu í
sameindalíffræði á Til-
raunastöðinni að Keldurn rann-
sóknir á breytileika príongensins í
íslensku sauðfé og hugsanleg áhrif
hans á næmi sauðfjár fyrir riðu.
Niðurstöðumar benda til að hægt sé
að kynbæta fé til að minnka líkum-
ar á að það veikist af riðu. Það hef-
ur löngum verið þekkt meðal sauð-
ijárbænda að fé af ákveðnum ætt-
um, t.d. undan ákveðnum hrút, fái
frekar riðu en annað fé. Hér er því
að öllum líkindum kornin erfða-
fræðileg skýring á þvi af hverju fé
er misnæmt fyrir því að smitast af
þessum sjúkdómi.
Príonsjúkdómar
Riða í sauðfé er einn af svoköll-
uðum príonsjúkdómum, en aðrir
þekktir sjúkdómar eru Creutzfeldt-
Jakob og Kum í mönnum, kúariða
(BSE) í nautgripum og svipaðir
sjúkdómar, sem fínnast í minkum
og hjartardýrum. Þessir sjúkdómar
eru ólæknandi en einkennandi fyrir
þá eru skemmdir á taugakerfi, sem
verða vegna uppsöfnunar á smit-
efninu í heila sjúklinganna. Akveð-
ið gen, sem finnst í erfðamengi
allra spendýra og nokkurra lægri
dýrategunda, svokallað príongen,
ber forskrift þess próteins (príon-
próteins) sem á umbreyttu formi er
talið valda sjúkdómnum. Orsaka-
valdurinn er því nú talinn vera
smitandi prótein, en ekki veira eða
baktería, því að ekkert erfðaefni
hefur fundist í smitefninu. Þegar
einstaklingur verður fyrir smiti
kemur hið umbreytta prótein af stað
keðjuverkun þannig að prótein þess
sem sýkist komast einnig á um-
eftir
Stefaníu
Þorgeirsdóttur
. °9
Astríði
Pálsdóttur
Tilraunastöð
Háskóla
íslands
í meinafræði
að Keldum
breytt og sýkjandi form og svo koll
af kolli. Hlutverk príonpróteina,
sem eru himnubundin sykruprótein,
er enn óþekkt.
Efni og aðferðir
Fyrst var rannsakað hvort erfða-
fræðilegur munur væri á milli riðu-
lausra svæða og riðusvæða með því
að skoða heilbrigt fé víðs vegar af
landinu, bæði frá þeim svæðum
(vamarhólfum) þar sem riða hefur
aldrei fundist (Strandir, Snæfells-
nes og Öræfi) (257 kindur) og ffá
riðusvæðum (166 kindur). Síðan
var fé sem sýkst hefur af riðu (92
kindur úr 76 riðuhjörðum frá 1987-
98) borið saman við heilbrigt fé úr
riðuhjörðum (179 kindur). Einnig
var tekin fyrir heil riðuhjörð og
bomar saman arfgerðir og vefja-
meinafræði.
Tekin vom blóð-, eða vefjasýni og
einangrað úr þeim erfðaefnið DNA. í
rannsóknina var notað DNA vegna
þess að mjög flókið og dýrt er að
rannsaka príonpróteinið beint. Því
næst var bútur af erfðaefninu, sem
inniheldur príongenið, fjölfaldaður
með PCR (polymerase chain
reaction) aðferðinni og breytileiki
þess rannsakaður með ýmsum
greiningaraðferðum sameindalí-
fræðinnar svo sem skerðibútameltu,
bræðslugeli (denaturing gradient gel
electrophoresis) og DNA rað-
greiningu. Einkum vom skoðaðir
þrír staðir í geninu (táknar númer
Mynd 1. Breytileiki fundinn í príongeni íslensks sauðjjár. Bókstafirnir standa
fyrir eftirfarandi amínósýrur; A. alanine, C. cysteine, H. histidine, M. methionine,
Ntasparagine, Qtglutamine, R.arginine, S.serine, T.threonine, V.valine.
56- FREYR 5-6/99