Freyr

Volume

Freyr - 01.05.1999, Page 59

Freyr - 01.05.1999, Page 59
hugsa sér að reyna að rækta út áhættuarfgerðina (VRQ) en halda góðum eiginleikum hrútanna með því að velja ær til ásetnings sem bera hagstæðari arfgerðir og velja síðan úr þau afkvæmi þar sem arfgerðimar hafa raðast rétt saman. Þjónusturannsóknir Þegar er byrjað að nýta niður- stöður þessara rannsókna við sauð- fjárrækt hér á landi. Flestir hrútar á sæðingarstöðvum landsins hafa verið arfgerðagreindir með tilliti til riðunæmis í samvinnu við Bænda- samtök Islands. Einnig hafa fleiri hrútar sem velja hefur átt inn á sæð- ingarstöðvamar verið rannsakaðir. A þessu ári hófst vinna við verk- efni, styrktu af Framleiðnisjóði Landbúnaðarins, þar sem rannsak- að er fé frá nokkmm bæjum á riðu- lausum svæðum. Valdir voru, i samvinnu við Jón Viðar Jónmunds- son ráðunaut B.Í., bæir sem selja hrúta á sæðingarstöðvar og líflömb til riðubæja vegna ijárskipta. Nið- urstöður þessa verkefnis gefa tæki- færi til að nýta upplýsingar um erfðauppbyggingu fjárins til að reyna að ijölga því fé sem ber arf- gerðir með lægri áhættu á smiti. Einnig hafa bændur sem fellt hafa fé sitt vegna riðu nú þegar nýtt þær við kaup á líflömbum. Þakkir Eftirtaldir aðilar hafa styrkt rann- sóknina: Vísindasjóður Rann- sóknarráðs íslands, Framleiðni- sjóður landbúnaðarins, Rannsókna- sjóður Háskóla íslands og Nýsköp- unarsjóður námsmanna. Frekari heimildir: 1. Dawson et al. (1998) Guidance on the use of PrP genotyping as an aid to the controi of clinical scrapie. The Vet- erinary Record, Vol 142:23, 623-5. 2. Hunter (1997) PrP genetics in sheep and the implications for scrapie and BSE. Trends in Microbiology, Vol 5:8, 331-4. 3. Jónsson (1993) Príon: Óvenjuleg smitefni sem valda meðal annars riðu- veiki i sauðfé. Náttúrufræðingurinn 62 (1-2), bls. 1-19. 4. Schreuder et al. (1997) Control of scrapie eventually possible? The Veter- inary Quarterly Vol 19:3, 105-113 5. Smits et al. (1997) Prion protein and scrapie susceptibility. The Veterinary Quarterly, Vol 19:3, 101-5. Fóðrun gemlinga. Frh. af bls. 55. 241 lambs á fæti og fallþungi að hausti við 137 daga aldur til jafnað- ar. Við uppgjörið er þungi lamb- anna á fæti, svo og fallþungi þeirra, leiðréttur að meðalaldri allra lamba í tilrauninni við hverja vigtun og þar sem annar tvílembingurinn var tekinn undan mörgum af tvílembdu gemsunum og vanið undir þá er misstu, eru gögnin gerð upp m.t.t. hvemig lömbin gengu undir (einl., tvíl.) og kyns þeirra. Niðurstöðumar í A-hluta töflu 4 sýna mikinn flokkamun á þunga lamba við 54 daga aldur og er hann marktækur milli flokka, kynja og lambategunda. Vel þekkt er að þungi lamba á þessum tíma er mjög háður bæði fæðingarþunga þeirra og mjólkur- getu mæðranna, en þessi áhrif fara dvínandi eftir því sem líður á vaxt- arskeiðið. Til þess að rannsaka þessi áhrif nánar vom flokkamir bomir saman að jöfnum fæðingar- þunga lambanna, samhliða jöfnum aldri þeirra. Sú leiðrétting hefúr það í for með sér að þungamunur milli flokkanna minnkar, vegna þess að við aðgerðina eykst fæðingarþung- inn i rúlluflokknum, þar sem hann var minni fyrir, en minnkar hins vegar í þurrheysflokknum. Eins og sjá má í töflunni nemur flokkamun- urinn hjá lömbunum, sem gengu undir sem einlembingar, 1,32 kg en eftir leiðréttinguna er hann kominn niður í 1,04 kg og hefúr minnkað um 21%. Hins vegar minnkar mun- urinn hjá þeim, sem gengu undir sem tvílembingar, töluvert meira eða um 34%, og á öllum lömbunum nemur flokkamunurinn 1,31 kg en lækkar í 0,97 kg við leiðréttinguna eða um 26%. Enda þótt þessi leið- rétting jafni flokkana m.t.t. þunga og dragi því úr flokkamuninum hefúr það engin áhrif á marktækn- ina þar sem leiðréttingin minnkar um leið breytileikann í þunganum milli einstaklinga. Þessar niðurstöður, sem hér hafa verið raktar, benda ótvírætt til þess að gemlingarnir á rúlluheyinu mjólki minna en þeir sem fóðraðir voru á þurrheyinu. Það, sem eink- um styrkir þessa ályktun, er sú stað- reynd að flokkamunur í lamba- þunga þeirra gemlinga, sem mjólk- uðu einu lambi, er raunhæfúr og bendir til að gemlingamir á rúllu- heyinu hafi, vegna lakari nýtingar á próteini fóðurins, minni júgur- þroskra við burð og hafi þar af leið- andi mjólkað minna en gemlingam- ir á þurrheyinu, þrátt fyrir engan þroskamun á gemlingunum sjálfúm í hópunum yfir veturinn. B-hluti töflunnar sýnir að sá þungamunur, sem fram kemur um mánaðamótin júní - júlí helst nán- ast óbreyttur til hausts og er flokka- munur marktækur á sömu þáttum og þá, þ.e. kynjum og lambateg- undum, og leiðrétting fyrir fæð- ingarþunga breytir þar engu um. Flokkamunur á fallþunga er mestur hjá lömbunum, sem gengu undir sem einlembingar, og nemur hann 0,64 kg og hjá lömbunum í heild er hann 0,49 kg og er raun- hæfur í báðum tilfellum, en ómark- tækur á kynjum og lömbum sem gengu undir sem tvílembingar. í heild er að óhætt segja að þær vísbendingar, sem þessi tilraun gef- ur, séu traustar, m.a. vegna þess að samspil ára og flokka var í sömu átt öll árin, þ.e.a.s öll árin var þungi lamba í þurrheysflokknum meiri, og marktækur við allar vigtanir, en þeirra á rúllunum. Það er því brýn nauðsyn, þar sem svo stór hluti af heyi bænda er nú orðið innpakkaður í plast með mis- munandi þurrefni, að vinda bráðan bug því að rannsaka próteinnýtingu sauðfjár við mismunandi þurrefhis- innihald. FREYR 5-6/99 - 59

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.