Freyr - 01.05.1999, Side 62
Línurit 2. Samband eistnaþunga og aldurs.
150 170 190 210 230 250 270
Aldur í dögum
háðari aldri en fallþunga. Innan
ramrna gagnanna, sem spanna aldur
lamba frá u.þ.b. 170 til 250 daga, er
hér um boglínusamband að ræða
eins og fram kemur á línuriti 2, sem
sýnir að eistnaþunginn fer hægt
vaxandi frá nóvemberbyrjun, nær
hámarki í byrjun desember en fer
ört dvínandi eftir það. Erlendar
rannsóknir á ummáli eistna sýna að
vöxtur þeirra fylgir ákveðnu ferli
árið um kring. Samkvæmt því má i
stuttu máli segja, að eisnastærðin
nái hámarki á tímabilinu október til
nóvember, fari síðan að rýmandi og
sé í lágmarki í apríl eða maí, en taki
þá aftur að aukast uns hámarki er
aftur náð. Þess ber þó að geta að
mikill munur milli sauðQákynja
hefur komið fram í því, hvenær há-
og lágmarksvexti er náð. Enda þótt
efniviðurinn hér sé ekki stór gefa
niðurstöðumar vísbendingu um að
eistnaþungi lambhrúta kunni að nái
hámarki um mánaðamótin nóv. -
des. eða að jafnaði við um 200 daga
aldur en fari úr því minnkandi.
I töflu 4 er sýndur samanburður á
vaxtalagi hópanna í heild.
Samanburðurinn á vaxtarlagi hóp-
anna endurspeglar
ágætlega það, sem
áður er komið
ffam, þ.e. að geltu
lömbin safna
meiri fitu á yfir-
borði skrokksins
en þau ógeltu.
Þannig fer saman
hjá geldingunum
hærri lærastig og
minni klofdýpt,
hærri stig fyrir
holdfyllingu í
ffamparti og víddarmeiri bijóstkassi,
en klofdýptin og vídd btjóstkassans
em í senn bæði mælikvarði á hold-
fyllingu og beinabyggingu.
Skynmatsprófanir
Eins og áður segir annaðist Mat-
væladeild RALA skynmatsprófanir
(bragð- og lyktarprófanir) á kjöt-
sýnum úr þessari tilraun, ásamt
með sýnum af yngri lömbum
(gimbrum og hrútum um 150 daga
gömlum), sem slátrað var í hefð-
bundinni sláturtíð, undir yfirstjóm
Þyríar Valdimarsdóttur skynmats-
fræðings. Einnig fór fram neyt-
endapróf á hakki úr framparti. Hér
verður ekki farið í saumana á þeim
fjölmörgu niðurstöðum er þar feng-
ust, en vísað til greinar um þetta
efni í hefti frá Ráðunautafundi
1999 eftir Þyrí o.fl., heldur aðeins
drepið á helsta er fram kom varð-
andi bragð og meymi kjötsins.
Meyrasta kjötið reyndist af
yngstu lömbunum (150 daga) og
yngstu geldingunum (175 daga).
Lifrarbragð fannst mest af gimbr-
urn (150 daga), ógeltum hrútum
slátrað 5. nóv. og geldingum, sem
slátrað var í janúar. Aukabragð af
kjöti reyndist mest af hrútum, sem
slátað var 2. des., þar næst af hrút-
unum, sem slátað var í hefðbund-
inni sláturtíð, en minnst reyndist
það af hrútunum, sem fargað var 5.
nóvember. Meðal neytenda greind-
ist enginn bragðmunur á hakkinu,
hvort sem um var að ræða hakk af
ógeltum eða geltum lambhrútum.
Það sem mest kemur á óvart í
þessari rannsókn er að ekki var
hægt að staðfesta, hvorki með æfðu
fólki í bragðprófunum né hjá hinum
almenna neytanda, að svokallað
hrútabragð væri merkjanlegt í kjöti
af lambhrútum, sem slátrað var
síðla hausts eða um fengitímann,
þvert ofan í fullyrðingar um að allt
slíkt kjöt væri kolmengað af
óbragði og því ekki boðleg sölu-
vara. Vissulega hefur hrútabragð
fundist af einstaka skrokk, sem
slátrað hefúr verið í hefðbundinni
sláturtíð, en miklar líkur eru á því
að hér sé um einstaklingsbundinn
eiginleika að ræða óháðan slátur-
tima að haustinu. Þessari skoðun til
stuðnings skal stuttlega neíht að sl.
haust var slátað 120 hrátlömbum í
þremur slátrunum á fengitíma (des.,
jan.) í sambandi við rannsóknar-
verkefni 6 Evrópulanda um gæði
og samsetningu dilkakjöts. í hverri
slátrun var sláturhúsfólkið beðið
um að láta vita ef óeðlileg lykt væri
af einhverjum skrokkanna og jafn-
framt voru nokkur handahófssýni
af kjötinu soðin og bragðprófuð.
Ekki var vart við neina óeðlilega
lykt eða bragð af kjötinu í þessum
slátrunum, en taka ber tillit til þess
að hér er ekki um vísindalega rann-
sókn að ræða heldur ókerfisbundna
athugun. Hins vegar fer fram á
næstunni hámákvæm bragð-, lykt-
ar- og efnagreining á þessu kjöti
bæði hér á landi og í hinum þátt-
tökulöndunum og fæst þá úr því
skorið hvort hér sé um vandamál í
lambakjötsframleiðslunni að ræða
eða ekki og einnig hvort verðfelling
á hrútlambakjöti eftir 20. október,
eins og nú er í gildi, hafi við rök að
styðjast.
Tafla 4. Samanburður á vaxtarlagi geldinga og
hrúta. Stig og mál leiðrétt að meðalfallþ. 15,84 kg.
Stig Skrokkmál, mm
Lengd Vídd brjóst- Dýpt
Flokkar Læri Framp. langleggs Klofdýpt brjóst-(V) brjóst-
(T) (F) kassa kassa (TH)
Geldingar 4,13 4,07 193 248 172 258
Hrútar 3,88 3,72 191 255 160 260
62- FREYR 5-6/99