Freyr - 01.05.1999, Page 66
landbúnaðarafurða. Einnig fer ná-
lega þriðjungur að auki til svæða
sem byggja afkomu sina á landbún-
aði í fonni byggðastyrkja. Hlutur
sauðfjárbænda af heildarstyrkveit-
ingum úr landbúnaðarsjóðum ESB
var áætlaður 5% fyrir árið 1997.
Árlegir styrkir eru greiddir til allra
sauðijárbænda eftir fjárfjölda og að
auki sérstakar uppbótargreiðslur til
þeirra sem búa á harðbýlum svæð-
um.
Sérhver sauðfjárbóndi innan ESB
á rétt á greiðslu úr landbúnaðar-
sjóði sambandsins og miðast hún
við þann fjölda áa sem hann fékk
greiðslur út á árið 1991. Bein-
greiðslur eru greiddar fyrir hverja á
sem orðin er veturgömul eða hefur
borið að minnsta kosti einu sinni.
Fjöldinn er leiðréttur árlega til sam-
ræmis við þau framleiðsluréttindi
sem bændur hafa keypt, selt eða
fengið úthlutað síðan. Beingreiðsl-
umar em svæðatengdar og njóta
bændur á harðbýlum svæðum hærri
greiðslna en aðrir.
Beingreiðslur
Beingreiðslur eru styrkir sem
greiddir era beint til sauöfjárbænda
úr landbúnaðarsjóði ESB. Þeim er
ætlað að vega upp muninn á meðal-
talsmarkaðsverði á innri markaði
sambandsins og því viðmiðunar-
verði sem framkvæmdastjórnin
ákveður og endurskoðar árlega.
Þannig er beingreiðslunum ætlað
að tryggja bændum viðunandi tekj-
ur af búrekstrinum og um leið að
lækka verð afurðanna til neytenda.
Beingreiðslur eru greiddar út
þrisvar sinnum á ári. Síðasta
greiðslan er uppgjörsgreiðsla sem
tekur mið af markaðsverði upp-
gjörstímabilsins og því era fyrr-
nefnd hlutföll einungis til viðmið-
unar. Sækja þarf um beingreiðslur
ár hvert.
Kvóti er á fjölda áa sem hver
bóndi fær greiðslur út á. Meginregl-
an gerir ráð fyrir að hámarksfjöldi
sé 500 vetrarfóðraðar ær en frávik
frá henni er að á harðbýlissvæðum
fást óskertar beingreiðslur út á allt
að 1.000 ær. Á hverja á umfram
kvóta fæst helmingur bein-
greiðslna. Fyrir árið 1998 er áætlað
að beingreiðslur til sauðijárbænda i
Skotlandi verði sem nemur 2.162
íkr. á hverja á.
Harðbýlisstyrkir
Harðbýlisstyrkir eru veittir sauð-
fjárbændum á svæðum sem hafa
verið skilgreind erfið eða mjög erf-
ið til búsetu og samþykkt sem slík
af ESB. Styrkir þessir era veittir
bændum og útdeilt sem viðbót á
beingreiðslur. Þegar búsetuskilyrði
era metin er litið til beitarlands
sauðfjár yfir sumar-tímann. Stærsti
hluti styrksins, eða 90%, er greidd-
ur út á sama tíma og fyrsti hluti
beingreiðslu en 10% með uppgjöri
beingreiðslna. Sömu reglur gilda
um kvóta á ær og á öðram svæðum
en beitarálagi er stýrt þannig að sett
er þak á hversu margar ær mega
vera á hvem hektara lands. Á erfið-
um svæðum er greitt að hámarki
fyrir 9 ær á hektara en 6 ær á svæð-
um sem talin eru mjög erfið til bú-
setu.
Áætlaður harðbýlisstyrkur til
skoskra fjárbænda fyrir árið 1998
er sem nemur 613 ikr. á hverja á.
Auk þess fá bændur sem búa með
hálendisfé sérstakan styrk sem
nemur á bilinu 315 - 760 íkr. á
hverja á, eftir búsetuskilyrðum og
hvaða fjárstofn þeir rækta.
Aörir styrkir
Hér verða nefndir helstu styrkir,
beinir og óbeinir, sem veittir eru til
framleiðslu og sölu sauðfjárafurða
innan ESB. Ekki er um tæmandi
upptalningu að ræða og ekki er
hægt að segja með vissu að sauð-
fjárrækt á íslandi stæðu allir þessir
styrkir til boða kæmi til ESB aðild-
ar. Þeir styrkir sem hér eru nefndir
era einungis dæmi um þá styrki
sem snerta sauðfjárbændur innan
ESB. Leiða má að því líkum að ein-
hverjir styrkir sambærilegir þessum
yrðu veittir til islenskrar sauðfjár-
ræktar svo fremi að aðildar-samn-
ingar íslands yrðu með svipuðu
móti og samningar Breta eða Finna
við ESB. Styrkimir eru yfírleitt
veittir til einstakra verkefna sem
falla undir skilgreind þróunar-
markmið ESB en styrkhæf verkefni
skipta hundruðum. Ekki er gerður
greinarmunur á því hvort styrkimir
eru greiddir af ESB eða viðkom-
andi stjómvöldum. Rétt er að taka
fram að styrkveitingar á vegum að-
ildarríkjanna mega ekki brjóta i
bága við reglur ESB.
Dæmi uin slíka styrki eru: Fjár-
festingastyrkir, geymslustyrkir,
styrkir til ungra bænda, vinnslu- og
markaðsstyrkir, innflutningshöft,
umhverfisvemdarstyrkir, styrkir til
lífræns búskapar, búlokastyrkir,
skógræktarstyrkir, svæðisstyrkir og
sérstakir styrkir til bænda norðan
62. breiddargráðu
Ljóst er af ofangreindri umfjöllun
að stefna ESB gagnvart landbúnaði
og þeim málum sem honum tengj-
ast, svo sem umhverfis- og byggða-
málum, er gríðarlega flókin og
margþætt í framkvæmd. Þó hefur
tekist með þessari stefnu að ná
þeim markmiðum sem að var
stefnt. Dregið hefur verið úr stuðn-
ingi við bændur, offramleiðsla hef-
ur núnnkað og lífskjör bænda hafa
batnað.
Þrátt fyrir batnandi ástand í land-
búnaði á greinin ennþá við erfið-
leika að etja sem er ein af ástæð-
unum fyrir fólksfækkun og öðram
vandamálum dreifbýlla svæða
ESB. Sjá má af útgjöldum ESB til
landbúnaðar- og byggðamála
hversu rík áhersla er lögð á þessa
málaflokka. Árið 1996 vora útgjöld
til þeirra um 80% af heildarútgjöld-
um sambandsins.
Mikilvægasti hluti styrkjakerfis-
ins fyrir sauðfjárbændur felst í
beingreiðslum. Einnig era styrkir
vegna harðbýlis umtalsverður þátt-
ur í tekjum sauðfjárbænda. Með
þessum styrkjum era tekjur bænda
innan ESB tryggðar, óháð búsetu.
Einnig er áberandi hversu ríka
áherslu ESB leggur á stuðning við
unga bændur í þeim tilgangi að
auðvelda kynslóðaskipti og þar
66- FREYR 5-6/99