Freyr - 01.05.1999, Side 70
asta staf ártalsins sem þriðja
staf ærnúmersins:
Þetta kerfi byggir á þeirri meg-
inreglu að í ánum séu ein-
göngu notuð þriggja stafa
númer, en ártalið aðeins notað
í fjárbókinni. Þriðji stafur
númersins verður þá síðasti
stafur ártalsins og síðan hlaupa
númer hvers árs frá 0-99.
Dæmi: Kind fædd árið 1998 fær
fjárbókarnúmerið 98-800 en
eyrnanúmer 800, sú næsta fær
númerið 98-801 og eyrnanúm-
er 801 o.s.frv.
Kostir: Kerfið er einfalt í notkun,
lýsandi fyrir aldur ánna, auð-
velt er fyrir bóndann að muna
eyrnanúmer ánna og hægt er
að nota númerin aftur, endist
þau það lengi. Auðvclt að
tengja saman ærnúmer og
lambanúmer með því að bæta
staf aftan eða framan við núm-
erið.
Gallar: Panta þarf núrner fyrir
hvern árgang fyrir sig. Þetta
kerfi geta þeir ekki notað sem
setja á fleiri en 100 gimbrar á
ári (ekki margir í þeim hópi).
Þess vegna getur verið erfitt
fyrir bændur, sem eru að taka
margt fé eftir fjárskipti, að
nota kerfið í byrjun.
Dæmi: Bóndi ætlar að taka 300
gimbrar haustið 1999 og getur
hann þá notað 700, 800 og 900
númeraseríurnar. Hætta getur
getur verið á tvínúmeringum
þegar 2007 og 2008 árgang-
arnir koma inn. Einnig er hætt
við tvínúmeringum verði ær
10 vetra eða eldri, sé ekki hug-
að að því. Þar sem fáar ær
verður svo gamlar og varla eru
settar á 100 gimbrar á hverju
hausti, á að vera auðvelt að
komast fram hjá þessum
vandamáli.
Það kerfi sem ég er hrifnastur
af er kerfí C, sem ég tel henta
flestum sauðfjárbændum mjög
vel. Kerfi B hentar fyrst og
fremst þeim sem eru með margt
fé ( 600 og þar yfir) og kerfí A
þeim sem eru með fátt fé eða eru
mjög fjárglöggir og vita ná-
kvæmlega hvaða númerasseríu
hver árgangur er með. Síðan eru
til ýmsar leiðir á að raða númer-
unum á gimbrarnar innan ár-
ganga og ætla ég að nefna nokkra
möguleika til að raða eftir: I)
Feðrum. II) Mæðrum. III) Fæð-
ingaröð. IV) Stofnum. V) Lit.
VI) Burði.
Eftir feðrum: Þá koma hálf-
systrahópar í númeraröð. Sé
t.d. sætt koma fyrstar gimbrar
undan elstu sæðingahrútunum
og síða koma heimahrútarnir í
númeraröð.
Eftir mæðrum: þá koma fyrstar
dætur elstu ánna og síðastar
dætur þeirra yngstu.
Eftir fæðingaröð: Þá koma elstu
gimbrarnar fyrstar og þær
yngstu síðastar. Passar vel við
Kerfi B ef gimbrarnar eru látin
halda lambsnúmerunum til
fullorðinsaldurs.
Eftir stofnum: Hyrndu gimbr-
arnar fyrst, blendingar af
hyrndu og kollóttu og síðastar
þær kollóttu. Þar sem er fjár-
skiptafé frá mismunandi hér-
uðum og bæjum mætti hugsa
sér að raða fyrst eftir héruð-
um og síðan eftir bæjum innan
héraða.
Eftir lit: Þá koma fyrst allar
hreinhvítu gimbrarnar, síða
mismikið gular, svo gráar,
svartar, mórauðar og síðust
yrði sú grámóruflekkótta.
Eftir burði: Fyrstar koma þær
sem fæddar eru einlembingar,
svo tvílembingar og síðan þrí-
og marglembingar.
Eflaust eru til mörg önnur kerfi
og sumir nota handahófskerfið
með ágætis árangri en það segir
þér lítið.
Það kerfi sem ég mæli nreð er
að raða eftir feðrum, því að
þannig er hægt í fljótu bragði að
fá yfirsýn yfir það hvernig
dætrahóparnir reynast.
Lambanúmer
Lambanúmer í skýrsluhaldinu
eru að hámarki 4 stafir og sam-
stæðir tvílembingar skulu koma í
númeraröð. Númerin skulu að
grunni til veru úr tölustöfum en
þó er heimlt að nota bókstafi.
Mælt er með að nota eingöngu
tölustafi. Séu bókstafír notaðir er
hætt við að þeir raðist ekki hlið
við hlið í lambabókum. Tvö
megin kerfi eru í notkun.
1) Hlaupandi númer frá 1-9999
óháð mæðrum eða lítið háð
þeim.
2) Númer sem byggja á númeri
móður.
1) Hlaupandi númer:
Þetta kerfí er líklega algeng-
ara. Reglan sú að fyrsta lambið
sem fæðist á hverju vori fær
lægsta númerið. Margir eru
með undirraðanir eins og að
sæðingalömb séu með sér röð,
einlembingar sér og gemlings-
lömb sér.
Dæmi: Á búi fæðast 500 lömb:
Tvílembingar og fleirlemb-
ingar fá röðina 1-499, sæð-
ingalömb 500-599 og geml-
ingslömb 600-700.
Einnig er til í þessu kerfí sú
útfærsla að fyrsti stafurinn í
lambsnúmerinu sé síðasti staf-
ur ártalsins. í raun er þetta
þannig að sett er 5 stafa númer
í eyrað á lömbunum og er
miðað við að ásettar gimbrar
haldi lambsnúmerinu áfram
þegar að þær verða fullorðnar,
sbr. kerfí B í fullorðinsnúmer-
um.
Dæmi: Fyrsta lamb fætt vorið
1999 fær númerið 9001 í bók-
haldinu en eyrnanúmer 99001.
Kostir: Mjög einfalt kerfí sem
hægt er að nota með ýmsum
tilbrigðum. Gefur til kynna
aldur lambsins í grófum drátt-
um. Hægt er að koma fyrir
ýmsum undirröðum þar sem
bóndinn hefur úr mörgum
númerum að velja á hverju
vori. Hægt er að nota númerin
70- FREYR 5-6/99