Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1999, Blaðsíða 2

Freyr - 15.05.1999, Blaðsíða 2
Gulur, blár og grærm stuðningur Alþjóða viðskiptastofnunin, WTO, tók við því verkefni af GATT árið 1995 að hafa stjóm á alþjóð- legum viðskiptum, en það ár lauk samningalotu sem staðið hafði í átta ár um búvöruframleiðslu og við- skipti með búvörur, svokallaðar Úrú- gvæ-viðræður. I þeim samningi voru einnig ákvæði um réttindi og skyldur þjóða í sambandi við hvemig og í hve miklum mæli þeim er heinrilt að nota fé til að styrkja eigin landbúnað og greiða útflutningsbætur með búvömm sínum. Þá voru settar regl- ur um skyldur þjóða til að heimila innflutning búvara sem og um vemd gegn innflutningi. Ný samningalota um viðskipti með búvömr stendur nú fyrir dymm á vegum WTO. Að þessu sinni verð- ur í fyrsta sinn fjallað um fjölþætt þjóðfélagslegt hlutverk landbúnaðar. í umræðum um stuðningsaðgerð- ir við landbúnað hafa einstakir flokkar aðgerða verið „litamerktir“ á eftirfarandi hátt: Gulur stuðningur Beinar verðuppbætur, svo sem niðurgreiðslur og útflutningsupp- bætur. Blár stuðningur Svæðisbundinn stuðningur. Ræktunarstyrkir bundnir við flat- arrnál ræktunarlands. Hluti af flatarmálsbundnum og menningarlandslagsbundnum styrkj- um (Menningarlandslag: Land sem maðurinn hefúr tekið til notkunar og breytt eftir þörfúm sinum). Grænn stuðningur Fé til atvinnuuppbyggingar. Fé til bjargráða og áfallahjálpar. Félagslegir styrkir, svo sem í sjúkrasjóði, forfallaþjónustu o.fl. Upplýsingar um WTO og alþjóð- legar reglur um búvömviðskipti er að finna á vefsíðu landbúnaðar- ráðuneytisins í Noregi: www.land- bmk.dep.no (Norden nr. 6/1999). Danir íhuga að banna erfðabreyttan maís Nýjar upplýsingar um áhrif erfðabreytts maís á skordýr eru nú til athugunar í danska umhverfis- ráðuneytinu og íhugar Svend Auken, umhverfísráðherra, að banna ræktun hans í Danmörku. í dönskum lögum er að fmna öryggisákvæði sem beita má í tilefni sem þessu, þ.e. ef erfða- breyttur maís er talinn varasamur heilsu fólks og umhverfí. Samkvæmt áðumefndum upplýs- ingum drepur erfðabreyttur maís ekki eingöngu þau skaðdýr sem ógna honum, heldur einnig lirfur fiðrilda og ýmis skordýr sem hon- um er ekki ætlað að hafa áhrif á. (Landsbladet nr. 21/1999). Nýbúfrœðingcir frá Hólum 13. maí 1999. Frá vinstri: Arnór Sigfússon, Guðrún A. Elvarsdóttir og Þórarinn Eynnindsson. A myndina vantar Guðrúnu Berndsen og Guðmund J. Björgvinsson. Búfræðingar útskrifaðir frá Hólaskóla Á uppstigningardag, hinn 13. maí sl., voru eftirtaldir nemendur útskrifaðir sem búfræðingar frá Hólaskóla. Guðrún Astríd Elvarsdóttir, Eyrardal I, 420 Súðavík, H Guðrún Berndsen, Þverási 23, 110 Reykjavík, H Þórarinn Eyntundsson, Saurbæ, 560 Varmahlíð, H Arnór Már Fjölnisson, Hala, Suðursveit, 781 Hornafirði, F Guðmundur Júlíus Björgvinsson, Gunnarssundi 8, 220 Hafnarfirði, F. H: Hrossaræktarbraut. F: Fiskeldisbraut. 2- FREYR 7/99

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.