Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1999, Blaðsíða 4

Freyr - 15.05.1999, Blaðsíða 4
Forystugrein Þröng staða bœnda Oft hefur verið á það bent að íslenskir bændur glími við mörg hin sömu vandamál og starfsbræður þeirra í nálæg- um löndum. Meðal þess sem þó er meira haldið á lofti er- lendis en hér er mikið vinnuálag, einmanaleiki og streita sem bændur búa við. Nýlega birtist í norska búnaðarblaðinu „Bondevennen“ ritstjómargrein sem ijallar um þetta mál. Höfundur hennar er Öyvind Bergöy, ritstjóri blaðsins. Hér á eftir fylgir greinin stytt og endursögð að nokkru leyti. Höfundur segir: Þetta vandamál leggst að sjálfsögðu þyngst á einstaklinginn, en kemur einnig niður á atvinnu- veginum og samfélaginu þegar öllu er á botninn hvolft. Anægja í hversdagslífinu er nefnilega lykillinn að lífs- ánægjunni, heilsunni, getunni til að skila góðu dagsverki og mörgu öðru. í eðli sínu er bóndastarfið eitt hið heilsu- samlegasta og mest gefandi starf sem til er. Því er það þeim mun alvarlegra þegar margt bendir til að svo sé ekki í raun, og það meira að segja í velmegunar- og velferðar- landinu Noregi. Ástæður þess, hvemig komið er, em án efa margar og fjölbreyttar. Þegar öllu er á botninn hvolft má ætla að minnkandi sjálfsvirðing og sjálfstraust skipti hér oft miklu máli. Bændur sem starfsstétt hafa síðasta áratug búið við sífellt einelti úr mörgum áttum, - ekki síst af hálfu stjóm- málamanna og fjölmiðla. Slíkt skilur eftir sig merki. Ann- að lóð á vogarskálamar er léleg afkoma í hinum hefð- bundnu búgreinum en bak við það liggja pólitískar ákvarð- anir. Það em skilaboð til bænda um að verk þeirra séu ekki það verðmæt að greiða beri fyrir þau eðlileg laun sem gilda í þjóðfélaginu. Bændum finnst það niðurlægjandi að verða að vinna rniklu meira og á „óeðlilegum" tímum sólarhrings, heldur en annað fólk, og uppskera fyrir það skammarlega lág laun og hrakyrði fyrir ffammistöðuna. Gamlar hefðir, áhugi á starfinu og hlýjar taugar til föð- urleiföarinnar og sveitarinnar em að vísu mikill styrkur til að þola álagið úr öllum áttum. Þetta varðar afkomuna, vinnuffamlag, einmanaleika í starfi, gæðakröfúr til afúrð- anna, tillit til umhverfis og nágranna og margt annað. Enn að því kemur að vamimar bresta. Það getur birst í van- sæld, þunglyndi, veikindum og uppgjöf í starfi og fælir ungt fólk ffá því að taka upp merkið. Til verður vítahring- ur sem allir óttast að komi, en þegar hann er orðinn stað- reynd verður ekki undan því vikist að takast á við hann. Sem sjálfstæðir atvinnurekendur hafa bændur lleiri skyldur og færri réttindi en launamenn. Þannig reyna bændur oftast að standa sína vakt lengur en þeir hafa gott af. Afleiðingin afþví getur verið slæm, jafút fyrir einstakl- inginn sem fjölskyldu hans. Leitast þarfvið að eyða hefö- bundinni tregðu gegn því að fólk leiti sér hjálpar, þegar þess gerist þörf. Önnur hlið á sama máli er umhyggja og eftirtekt nágranna. Við bíðum of lengi með að rétta ffam hjálparhönd til þeirra sem við vitum innst inni að þurfa á hjálp að halda og hengjum okkur á það að maður eigi ekki að skipta sér af því sem manni kemur ekki við. Eins og þjóðfélagið er nú orðið eru slík viðhorf orðin úrelt. Þannig getur það verið upp á líf og dauða að grípa inn í, af þeirri einföldu ástæðu að ekki er öðmm til að dreifa. Fyrir utan það að eiga heima á vinnustaðnum og að bú- skapur er „lífsstíll", em bændur eins og annað fólk. Þeir fá, eins og aðrir, sinn skammt af neikvæðum atburðum og upplifúnum. Sjúkdómar, stór og smá slys og dauðsföll í fjölskyldunni koma fyrr eða síðar fyrir alla, en hittir harð- ara þann sem er fyrir útkeyrður, að dmkkna í vandamálum og skortir á annan hátt afgangsorku. Meðal neikvæðra at- burða, sem bændafjölskylda getur orðið fyrir, er skilnaður eða sambúðarslit. Það er nógu erfitt í sjálfu sér, en enn erf- iðara á býli þegar skipta þarf sameigninni/lífsgmndvellin- um og greiða út helminginn. Hversdagslíf bóndans einkennist að jafnaði af því að gleði og sorg haldast í hendur. Því miður er það þó ekki þannig að að jafnvægi sé ætíð þar á milli. Þau tímabil koma þegar mótlætið eitt ræður ríkjum. Þeir sem em fyrir „langt niðri“ standa þá verst að vígi. Þar getur verið um að ræða uppskembrest, búfjársjúkdóma (t.d. riðuveiki), erfiða afkomu og margt fleira. Eins og endranær er auðveldara um að tala en í að kom- ast finna leið út úr erfiðleikunum. Áður hefúr verið minnst á þá umhyggju sem nágrannar geta veitt. Þá er hið hefð- bundna félagsstarf bænda nú mikilvægara en nokkm sinni fyrr, og þá ekki síst sem gmndvöllur fyrir samveru og sam- skipti sem em orðin „hörgulvara" nú til dags. Mikilvægi þessa kom greinilega í ljós þegar riðuveiki í sauðfé kom upp hér um slóðir fyrir nokkmm ámm. Þess má vænta að önnur mál sama eðlis komi upp og undir það þurfa menn að vera búnir. Gott dæmi um viðbúnað af þessu tagi er að finna í Danmörku, þar sem um langt árabil hefúr verið starfandi símaþjónusta, neyðarsími, fyrir bændur og aðra sem þurfa á hjálp að halda. Svo mörg vom þau orð. Á það hefúr verið bent að fá- mennið hér á landi og mikill kunnugleiki fólks í dreifbýli á högum hver annars skapi hér sterkt öryggisnet. Á hinn bóginn hafa miklar hremmingar gengið yfir hluta af ís- lenskum bændum á undanfömum u.þ.b. 20 ámm, og má þar nefna loðdýrabændur, kartöflubændur o.fl. Hvers kyns kannanir á högum fólks og viðhorfúm em algengar nú á dögum. Ætla má að könnun á andlegri stöðu bænda í lífsbaráttunni gæti skilað fróðlegum niðurstöðum. M.E. 4- FREYR 7/99

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.