Freyr - 15.05.1999, Blaðsíða 7
nóg vatn. Hann yfírheyrði mig um
tæknileg atriði við svona vatnslögn,
pípuvídd og annað, en þegar ég var
að kveðja sagði hann að Ásgeir L.
Jónsson, vatnsvirkjaráðunautur,
hefði fullyrt að þama væri ekkert
vatn að fá. Þá fóru að renna á mig
tvær grímur en hálfum öðmm mán-
uði seinna þegar ég átti leið þama
um brá mér því að þá var bóndi
búinn að leggja vatnsveituna. Sem
betur fór lukkaðist þetta og
húsmóðirin á þessum bæ var mér
alltaf afskaplega þakklát. En ég dró
þann lærdóm af þessu að það gæti
verið betra að vera dálítið orðvar.
„Þetta var holl áminning," segir
Leifur og kímir við tilhugsunina.
Römm er sú taug...
„Svo kom að því að við fórum
að hugsa til heimferðar. Við hjón-
in vorum bæði úr Breiðafírði og
langaði þangað aftur. Eftir
tveggja ára starf fyrir austan losn-
uðu tvö störf á Vesturlandi og það
var dálitil togstreita hjá mér um
það hvoru ég tæki. Gunnar Guð-
bjartsson óskaði eftir því að ég
kæmi sem ráðunautur á Snæfells-
nes og Ingimundur á Hæli, for-
maður Búnaðarsambands Borgar-
íjarðar, bauð mér ráðunautsstarf
þar. Halldór Pálsson vildi að ég
kæmi í Borgaríjörðinn. Halldór
beitti þeim rökum að enginn væri
spámaður i sínu föðurlandi en ég
hafði hann grunaðan um að vilja
hafa gott af mér í sambandi við
Hestsbúið. Niðurstaðan varð sú
að átthagarnir urðu fyrir valinu.
Hvort sú ákvörðun var rétt eða
ekki er erfítt að fullyrða.“ Þau
Leifur og María settust að í
Stykkishólmi þar sem hann starf-
aði hjá Búnaðarsambandi Snæ-
fellinga í aldaríjórðung. Jafnframt
því var hann framkvæmdastjóri
Búnaðar- og ræktunarsambands-
ins frá árinu 1968. Hann kom til
starfa árið 1959 en þá voru við-
horf í landbúnaði mjög á aðra
lund en nú er.
„Á þessum tíma voru menn
beinlínis hvattir til þess að
stækka búin. Þá voru hey ónóg og
ræktunarsamböndin hjálpuðu
mönnum að stækka túnin með því
að starfrækja jarðýtur og skurð-
gröfur. Við vorum með þrjár til
ijórar jarðýtur og eina eða tvær
skurðgröfur og þær höfðu næg
verkefni. Sunnan til á Snæfells-
nesi eru miklar mýrar og þær
þurfti að þurrka til þess að hægt
væri að búa þar.“
Búnaðarsambandið nœr yfir
Snœfellsnes- og Hnappadalssýslu j
en áður hafói það líka náð yfv
Dalasýslu. En hvernig var umhorfs
í snœfellskum landbúnaði á þessum \
árum?
„Þama var víðast hvar blandaður
búskapur, kýr og kindur. Búin voru
mörg lítil enda höfðu menn lifað á j
útræði um langan aldur, einkum á j
norðanverðu nesinu. Siðan hefur
býlunum fækkað mikið.“
- En höfðu menn ekki nokkur
hlunnindi?
„Það var fyrst og fremst við
Breiðafjöró og eftir að menn fóru
að hafa tekjur af selnum var nokk- j
uð um það sunnanljalls, þá helst í j
Kolbeinsstaðahreppi. Við Breiða- j
Qörð höfðu menn æðarvarpið, aðal-
lega í eyjunum, þar til minkurinn
gekk ffá því, en útgerð var að leggj-
ast af til sveita. Þeir sem hana
höfðu stundað fluttust flestir inn í
þorpin og gerðu þaðan út en létu af
búskap.“
Hrútasýningar bættu
sauðfjárstofninn
- Þú fórst ekki sjálfur í búskap en
búféð var aldrei langt undan. þú
varst oftast með nokkrar kindur og
hesta.
„Já, ég hef alltaf haft gaman af
skepnum og nokkuð sama hvaða
tegund það er. Ég var alhliða bú-
fjárræktarráðunautur og altekinn af
því sem ég þurfti að sinna á hverj-
um tíma. Stundum var það sauð-
fjárræktin, á öðmm tímum naut- I
gripimir. Ég hafði gaman af þessu
öllu og gerði ekki upp á milli grein-
anna þótt sumir hafi talað um mig
sem sauðamann. Ég neita því ekki
að ég hafði gaman af sauðfjárrækt-
inni.
Ég hef stundum hugsað um það
hvað réð því að ég gerðist ráðunaut-
ur og hallast helst að því að ég hafí
óafVitandi verið að feta í fótspor
föður míns. Hann var það sem hét
trúnaðarmaður Búnaðarfélags ís-
lands á Snæfellsnesi í mörg ár með-
fram búskapnum og mældi jarð-
abætur í allri sýslunni. Hann fór á
hverju sumri tvær til þrjár ferðir
sem tóku alls upp undir mánuð því
að allt var farið á hestum.
Ég held ég hafí verið ellefu ára
gamall þegar hann tók mig með inn
á Skógarströnd undir því yfirskini
að hann væri að temja tvo fola og
vantaði mann til að teyma annan
þeirra. Mér fannst gaman að koma
á bæina og vel var tekið á móti okk-
ur i gistingu og mat. Þetta var mikið
ævintýri og sennilega hefur þetta
haft áhrif á mig seinna meir, að
minnsta kosti hvekktist ég ekki.“
- Þú starfaðir að rœktun, bœði
bújjár og túna. Voru Snœfellingar
opnir fyrir nýjungum á þvi sviði?
„Já, mér þótti mjög gott að
vinna með þeim. Þarna er mikið af
snjöllum búfjárræktarmönnum og
ágætum bændum. Við vorum með
þeim fyrstu til að halda árlegar
sýningar á veturgömlum hrútum
en fram að því höfðu sýningar
verið sjaldnar. Seinna var einnig
farið að sýna lambhrúta og ég held
að þetta sýningarhald hafí haft
mikil áhrif til þess að bæta bú-
stofninn. Menn hreinsuðu meira út
af lélegum einstaklingum. Héraðs-
sýningar voru svo haldnar annað
hvert ár með úrvali úr hverri sveit.
það var mikill áhugi á þessum
sýningum í öllum sveitum og þetta
starf skilaði sér vel. Ég gerði það
stundum að gamni mínu, eftir að
hafa mælt og vigtað hrútana, að
hvetja ungu mennina í sveitinni til
að raða þeim upp. Þetta jók
áhugann því að menn höfðu
gaman af því að taka sjálfír á hrút-
unum en láta sér ekki nægja að
hlusta á dómarann. Þá komu fram
margir snjallir dómarar."
FREYR 7/99 - 7