Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1999, Blaðsíða 22

Freyr - 15.05.1999, Blaðsíða 22
byggja upp rótarkerfi og kolvetn- isbúskap til að lifa af veturinn. Því til samanburðar má nefna að um helmingur af heildar þurrefn- isþunga ræktaðs hveitis er í fræj- um. Fjölærar tegundir þurfa hins vegar að skipta þeirri orku sem til verður vegna ljóstillífunar á milli undirbúnings plöntunnar fyrir vet- urinn og fræmyndunar. Fræmynd- unin er þó mjög mismunandi milli fjölærra tegunda hvað varðar stærð og ijölda fræja. Öfugt við íjölærar tegundir er búið að velja fyrir kommyndun og öðrum rækt- unareiginleikum með árþúsunda ræktun á hveiti, þótt mestur árang- ur hafí náðst á þessari öld með markvissu kynbótastarfi Grænu byltingarinnar. Bæði í hveiti og hrís hafa fáein gen, t.d. gen fyrir dvergvexti, verið undirstaða þess að plantan leggur meira í korn- myndun en í lífmassa. Kynbætur á íjölærri korntegund eru vissu- lega mun flóknari en það og því er langsótt að ætla að beita sömu að- ferðum og við kynbætur á einær- um tegundum. Nauðsynlegt er að jafnvægi haldist milli uppbygg- ingar lífmassa og fræmyndunar og er því tegundablöndun við korn- tegundir í ræktun hentugust til að sameina þessa tvo þætti. Með bakvíxlunum milli tegundablend- inga og annarrar foreldristegund- arinnar er hægt að velja heppileg- ustu samsetningu genamengja for- eldranna beggja fyrir ákveðnar umhverfisaðstæður. Tegunda- blöndun hefur m.a. verið beitt við hrískynbætur í Kína með góðum árangri sem sumir telja að geti leitt til „nýrrar grænnar byltingar“ (Mann 1999). Með nútima tækni og þróun í kynbótaaðferðum er hægt að æxla saman bæði villtar og ræktaðar korntegundir (Baum o.fl. 1992). Þótt þessar tegundir innihaldi önnur erfðamengi en hveiti er flutningur erfðaeiginleika milli erfðamengja mögulegur með víxl- unum samstæðra litninga því að uppröðun gena á litningum er vel varðveitt eftir milljóna ára þróun (Gale & Devos 1998). í tegunda- blendingum milli íjarskyldra teg- unda er fræþroski ekki eðlilegur og þarf því að bjarga kímum og rækta á æti til að koma spírun af stað, en eftir það er plantan frum- bjarga og flutt í mold. Algengt er að slíkir Fi blendingar séu ófrjóir vegna ólíks erfðauppruna. Til að endurheimta frjósemi blending- anna þarf að tvöfalda erfðamengi þeirra (mynd 1) með efnasam- böndum eins og „colchicine“ til að pörun litninga í skiptingu verði eðlileg. Tegundablöndun, bæði í náttúrunni og til kornkynbóta, er mjög mikilvæg fyrir þróun á fjöl- litna og íjölærum korntegundum. Melhveiti á íslandi Þrátt fyrir að einærar kornteg- undir, eins og hveiti, hafí verið aðal uppistaðan í kornrækt frá upphafi landbúnaðar, eru víða til dæmi um að ijölært korn hafí ver- ið nýtt til manneldis. Okkar nær- tækasta dæmi er frá landnámsöld þegar melur var nýttur til matar á íslandi, Grænlandi og í norður- hluta Skandinavíu (Griffin & Rowlett 1981). Mjög líklegt er að þetta hafí tíðkast hér á landi í ald- anna rás því að allt fram á upphaf 20. aldarinnar eru til heimildir fyrir því að melgresiskorn hafí verið nýtt til brauðgerðar uns hveiti varð ríkjandi á markaðnum (Björn Sigurbjörnsson 1960). Þótt Ijölært korn hafí verið notað Mynd 2. Melhveiti í útireit á Keldnaholti; Fi blendingur milli brauðhveitis og dúnmels sýnir mikla sprotamyndun og þróttmikinn vöxt, og útlit helst mitt á milli foreldrategundanna. Blómax lítur vel út með mörgum smáblómum sem opnast við frjóvgun. 22 - FREYR 7/99

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.