Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1999, Blaðsíða 18

Freyr - 15.05.1999, Blaðsíða 18
I Uppskera 1972 Uppskera 1971 N+P+K 11/6 P+K 11/6, N 8/7 P+K 11/6, N 26/7 N+P+K, 8/7 P+K 8/7, N 26/7 Áburðartími 1971 Mynd 1. Tilraun nr. 284-71 á Hvanneyri. Dreifingartími tilbúins áburðar á ný- rœkt. Uppskera þurrefni, hkg/ha. Mynd 2. Tilraun nr. 284-72 á Hvanneyri. Dreifingartími tilbúins áburðar á ný- rœkt. Uppskera þurrefni, hkg/lia. vegshitinn var 7,7 °C í 10 cm dýpt. Nýræktarárin var borið á 80 kg/ha N í Kjama„,0 kg/ha P í þrífosfati og 80 kg/ha K í„0% kalíumklóríði. Annað og þriðja ár tilraunanna var borinn á blandaður áburður, sem svaraði 120 kg/ha N, 36,7 kg/ha P og„9,7 kg/ha K. Uppskeru í tilraununum á fyrsta og öðru ári má sjá á myndum 1 og 2. Þar sem neðri hluti hverrar súlu táknar uppskeruna nýræktarárið en efri hlutinn uppskeruna árið eftir. Bæði sáningarárin var fylgst með nýgræðingnum og voru niðurstöð- umar svipaðar. í báðum tilraunun- um var lítið urn illgresi. Þegar 27 dagar vom liðnir frá sáningu vom komin tvö blöð á grösin og þau voru orðin um 3 cm á hæð. Þá vom byrjuð að sjást skortseinkenni á þeim grösum, sem höfðu ekki feng- ið fosfór. Það er vegna þess að í jarðvegi á Hvanneyri er fosfór ákaflega fast bundinn. Þegar 45 dagar vom liðnir ffá sáningu sýndu grösin, sem ekki höfðu fengið köfn- unarefni, greinileg merki um skort. í töflu 1 er miðað við að það áburðarmagn, sem borið var á af hverju efni, hljóti hlutfallstöluna 100. Talan 18 þýðir að aðeins 18% af því sem borið var á hafi skilað sér í uppskeru. Tölumar sýna að nýgræðingurinn notaði aðeins lítið af þeim áburði, sem borið var á ný- ræktarárið, en þeim mun meira árið eftir. Þetta umframmagn af köfnun- arefnisáburði, sem borið var á fyrsta árið, skýrir ef til vill að ný- ræktir standa oft grænar fram á vet- ur. Uppskeran úr tilrauninni, sem byrjað var á 1972, var ekki efna- greind. Það er ekki vogandi, út frá þess- um tölum, að draga úr áburðargjöf nýræktarárið. Rétt er að benda á að ef borið er á 500 kg/ha af Græði 5 í nýrækt, sem margir munu gera, þá er áburðarmagnið; 75 kg/ha N, 33 kg/ha P og 62 kg/ha K. Eins og myndir 1 og 2 bera með sér kom ekki fram í þessum tilraun- um munur á því hvort fosfór og kalí var borið á um leið og sáð var og köfnunarefnið seinna eða allur áburðurinn borinn á samtímis. Upp- skera var einnig mæld tveimur ár- um effir sáningu og þá kom heldur ekki fram uppskerumunur eftir áburðardreiftngu nýræktarárið. Það er rétt að minna á að þessar tilraunir voru gerð á mýrlendi og óvíst að niðurstöður yrðu þær sömu á sand- eða móajarðvegi, t.d. ef mikið Tafla 1. Tilraun nr. 284-71 með dreifingartíma áburð- ar á nýrækt.________________________________________________ Upptekió N, P og K í uppskeru nýræktarárió 1971 og áriö eftir. Hlutfallstölur þar sem áborió N, P og K = 100. Ar Aburðarefni P+K dreift 11/6 oq N 8/7 P+K dreift 11/6 oq N 26/7 N+P+K dreift 8/7 P+K dreift 8/7 oq N 26/7 1971 Köfnunarefni - N 18 22 13 17 1972 Köfnunarefni - N 100 115 119 110 1971 Kalí - K 19 22 13 15 1972 Kalí - K 166 195 192 169 1971 Fosfór - P 3 3 2 2 18 - FREYR 7/99

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.