Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1999, Blaðsíða 9

Freyr - 15.05.1999, Blaðsíða 9
Leifur og háseti hans, Georg Gislason, með vœnar lúður sem þeir veiddu á haukalóð á Breiðafirði. Kæröi mig ekki um neinn þrýsting - Þessi miklu kynni þin af bœnd- um og búaliði hafa vœntanlega komið sér vel þegar þú breyttir um starfsvettvang og tókst við forstöðu Stofnlánadeildarinnar. Hvernig bar þá breytingu að? „Mér er í fersku minni hvernig það bar að. Eg var á ferð í Reykjavík og gekk meðal annars á fund Stefáns Pálssonar forstöðumanns Stofn- lánadeildarinnar til þess að reka þar erindi fyrir bændur á Snæ- fellsnesi sem þeir höfðu falið mér. Við vorum vel málkunnugir og fórum að spjalla saman. Hann segir mér þá að hann sé að hætta og taka við starfi bankastjóra Búnaðarbankans. Ég slengi því þá fram í einhverju bríaríi hvort ekki sé best að ég sæki um starfið. - Já, því ekki það, segir Stefán. Svo var það ekkert meira. Ég fór heim og hugleiddi þetta dálítið á leiðinni. Ég nefndi þetta við konu mína en fékk engar undir- tektir og í raun langaði okkur ekk- ert að fara úr Hólminum. En þetta var árið 1984 og ég vissi að það væru miklar breytingar í vændum í íslenskum landbúnaði. Einhvern veginn fann ég mig ekki í því að þurfa að fara að rífa niður það sem hafði verið byggt upp. Ég var 51 árs gamall og annað hvort var að skipta um starf á þessum tíma eða ekki. Við ræddum þetta hjónin og nið- urstaðan varð sú að ég henti inn umsókn án þess að konan mín mót- mælti mikið. Ég tók eina ákvörðun. Ég ætlaði ekki að biðja nokkum mann að hafa áhrif á að ég fengi þetta starf. Ég kærði mig ekki um að fá starfíð vegna þess að beitt hefði verið þrýstingi. Við þetta stóð ég og tal- aði ekki við nokkum mann þeirra erinda. það var mjög gott eftir á. Sumum mislíkaði það að ég skyldi ekki biðja um stuðning, en mér fannst eðlilegast að þeir, sem um Qölluðu, kynntu sér sjálfir feril um- sækjenda. Svo ólíklega fór að ég var ráðinn í starfið af 15 umsækj- endum.“ Vel heppnuð skuldbreyting - Voru það ekki nokkur viðbrigði að hverfa frá ráðunautastarfi á Snœfellsnesi og setjast við skrif- borð suður i Reykjavik? „Jú, það má segja það. Ég tók við starfínu í febrúar 1984 og þá lágu fyrir umsóknir um lán fyrir það ár sem þurfti að svara. Auk þess lágu fyrir um 1.100 beiðnir frá bændum um lausaskuldalán svo að það var nóg að gera. Við fluttum ekki heimili okkar suður fyrr en í september svo að ég var einn hér syðra og vann fram á kvöld. Um helgar fór ég vestur og var reyndar ekki alveg laus úr vinnu þar því að ég sá um bókhaldið fyrir Búnaðar- og ræktunarsambandið fram til 1. júní. það var vissulega lærdómsríkt að fá þessar 1.100 umsóknir um skuldbreytingarlán. Það veitti mér innsýn í stöðu bænda, auk þess sem ég kynntist stöðu þeirra sem verst voru settir. Ég held að þessi skuldbreyting hafi tekist ákaflega vel. Þá var fyrst og fremst litið á veðhæfi jarðanna en ekki rekstrarforsendur búanna eins og síðar var gert. Þessi lán voru veitt til 10 og 12 ára sem reyndist of stutt svo að tveimur árum síðar var láns- tíminn lengdur í 25 ár og það réð úrslitum að ég hygg. Vextimir vom niðurgreiddir á þessum lánum og vom 2% en kaupfélögin, bankamir og aðrir helstu lánadrottnar tóku þátt í að fjármagna þessa skuld- breytingu. Svona aðgerðir geta reynst mönnum mikil hjálp en það er ekki sama hvemig að þeim er staðið og í þetta sinn tel ég að afar vel hafi tekist til.“ - Var ekki erfitt fyrir fjölskylduna að yfirgefa Stykkishólm? „Jú, við höfum miklar taugar til Breiðaljarðar og Hólmurinn er ákaflega viðkunnanlegt pláss. Við kunnum alltaf vel við okkur í Stykkishólmi. En við fómm nú ekki lengra en í Mosfellsbæinn og það er ekki lengi verið að skjótast vestur. Þar em tvær dætur okkar búsettar með fjölskyldum sínum.“ Vissulega erfitt að segja nei - Þú nefndir að þetta hefðu verið breytingatímar í íslenskum land- búnaði. „Já, búmarkið var komið á og var mjög umdeilt. það var urgur í bændum en það þýddi ekkert um það að fást. Bændasamtökin höfðu reyndar beðið um stjómunarað- gerðir áður en á það var ekki hlust- FREYR 7/99 - 9

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.