Freyr - 15.05.1999, Blaðsíða 23
til manneldis hefur minna verið
gert af því að kynbæta það til
ræktunar.
Norður-evrópskt áttlitna mel-
gresi (Leymus arenarius',
2n=8x=56), ásamt ferlitna norður-
amerískum dúnmel (L. mollis',
2n=4x=28), hafa marga eiginleika
sem eru eftirsóttir í ræktun, m.a.
aðlögun að norðlægum aðstæðum.
Erfðabreytileiki íslensks melgres-
is og dúnmels frá Alaska hefur
verið rannsakaður með sameinda-
erfðafræðilegum aðferðum og
reynist breytileikinn vera mun
meiri meðal dúnmelsins þótt um
svipað útbreiðslusvæði og hæð
yfir sjávarmál sé að ræða (Kesara
Anamthawat-Jónsson o. fl. 1999).
Líklegt er að þama sé um ísaldar-
áhrif að ræða þar sem melgresi
hefur átt mun skemmri viðdvöl
hér á íslandi en dúnmelurinn í
Alaska.
A Rannsóknastofnun landbún-
aðarins hefur melgresi og dúnmel
verið æxlað við sexlitna brauð-
hveiti (Triticum aestivunv,
2n=6x=42) og ferlitna pastahveiti
(T. carthlicunv, 2n=4x=28) og nær
fjöldi blendinganna yfír 200
(mynd 2; Kesara Anamthawat-
Jónsson o.fl. 1996 og 1997). Fi
blendingar af melgresis (L.
arenarius) upprana reynast vera
fjölærir. í Háskóla íslands eru í
gangi rannsóknir til að endur-
heimta frjósemi blendinganna,
m.a. með því að rannsaka litninga-
paranir í rýriskiptingu kynfruma
(Kesara Anamthawat-Jónsson“
Sigríður K. Böðvarsdóttir 1998).
Niðurstöðumar benda til þess að
einhver frjósemi sé fyrir hendi þar
sem frjókornamyndun er eðlileg
(mynd 3) þannig að hægt verður
að nota valdar arfgerðir til bak-
víxlana við mel. Jafnframt hefur
melgresi og dúnmel verið bakvíxl-
að við einært melhveitiafbrigði
sem myndað var í Rússlandi á sjö-
unda áratugnum (mynd 4; Tsitsin
1965), en um þriðjungur erfða-
mengis þess er frá dúnmel. Ekki
hefur tekist að fá fullan fræþroska
á þessu einæra melhveiti hér á
landi sökum of stutts sumars. Það
er því einungis notað sem kyn-
bótaefni i bakvíxlanir með mel-
gresi og dúnmel.
Notkun erfðaauðlindar mels hér
á landi hefur aðrar áherslur en
annars staðar i heiminum þar sem
lögð er áhersla á að kynbæta
hveiti. Kynbætur á melhveiti hér
á landi miðast að því að melurinn
sé kynbættur með ræktunar- og
bökunareiginleikum hveitisins.
Vissulega er möguleiki á að kyn-
bæta melgresi beint sem komteg-
und (Noel 1990), en ólíklegt er að
brauðgerðareiginleikar náist nema
það fáist flutt frá D erfðamengi
brauðhveitisins sem er upprunið
frá villihveitinu Aegilops squar-
rosa. Bragð- og bökunarpróf hafa
verið gerð úr blöndu af hveiti- og
melgresismjöli sem gáfu góðar
niðurstöður (Kesara Anamthawat-
Jónsson o.fl. 1994). Enn vantar
þó í melinn hágæða glúten gen til
að standast samkeppni við brauð-
hveitið, en ætlunin er að flytja þau
yfír i melinn frá brauðhveiti með
tegundablöndun. Mikilvægt er að
kortleggja gen eftirsóttra ræktun-
areiginleika á litningum svo að
hægt verði að velja sérstaklega
fyrir þeim eiginleikum sem nýtast
til ræktunar. Gerir það allt kyn-
bótastarf mun markvissara og af-
kastameira.
Þegar sett markmið í kynbóta-
starfínu hafa náðst verður líklega
um íjölæra korntegund að ræða.
Auk þess að hún yrði ræktanleg á
hefðbundnu ræktunarlandi má bú-
ast við að ræktunarsvæði hennar
geti náð yfír á jaðarsvæði korn-
ræktar, svo sem sendin landsvæði,
vegna bindieignleika jarðstöngla-
og rótarkerfa melsins. Jafnframt
virðist melurinn ekki þurfa mikinn
áburð sem skýrist af sérstæðu líf-
eðlisfræðilegu ferli við næringar-
nám og gæti því hentað vel til líf-
rænnar ræktunar.
Meltegundir í
hveitikynbótum
Leymus ættkvíslin, sem áður var
hluti af Elymus ættkvíslinni, var
fyrst skilgreind árið 1848 af
Hochstetter með melgresi (L.
arenarius) sem einkennistegund.
Meðal helstu einkenna Leymus
ættkvíslarinnar eru myndun mis-
langra jarðstöngla, 2-7 smáblóm á
hverri axögn (oftast 3), fræflar
langir og allar tegundir eru ijöl-
litna (Áskell Löve 1984). Ætt-
kvíslin hefur að geyma um 30 teg-
undir með meginútbreiðslu í
Ameríku og Asíu en einungis mel-
gresi hefur útbreiðslu í Norður
Evrópu.
Erfðaauðlind melgresis, og ann-
arra villtra tegunda innan Triti-
ceae (undirætt í grasættinni
Poaceae) eru mikilvægar fyrir nú-
tíma hveitikynbætur sem stafar af
Mynd 3. Melhveiti á Islandi; Fi blendingur milli brauðhveitis og íslensks
melgresis myndar frœfla sem eru margir gallaðir (A, sjá ör) en sumir virðast
eðlilegir (B, sjá ör) og innihalda líjvœnleg frjókorn (stcekkun 15x).
FREYR 7/99 - 23