Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1999, Blaðsíða 31

Freyr - 15.05.1999, Blaðsíða 31
athafnir, sem leiða til þess, stríða gegn alþjóðasamþykktum um líf- fræðilegan fjölbreytileika; allt það erfðaefni sem hverfur úr hinu mikla erfðasafni náttúmnnar er að eilífú glatað. Önnur afleiðing sem andstæð- ingar nýju erfðatækninnar benda á er myndun óviðráðanlegs illgresis. Hugsum okkur erfðabreytt hveiti sem hefúr fengið mótstöðu gegn illgresis- eitri. Ef sá eiginleiki færist með víxl- fijóvgun yfir í villta, náskylda tegund er bóndinn í verulega vondum mál- um! Hafi erfðabreytta hveitiyrkið að auki fengið aukna vaxtargetu í þurr- um eða næringarsnauðum jarðvegi gæti hún lagt undir sig viðkvæm búsvæði sem villtar tegundir hefðu lagað sig að og jafnvel útrýmt þeim. íslenskir ræktendur þekkja vel ör- gresisefúið Roundup sem inniheldur virka efnið Glyfosfat. Það er m.a notað til að eyða fjölæru illgresi en hefúr þann ágalla að það drepur líka nytjajurtir sem verða fyrir því á vaxt- artíma. Nú hefúr verið komið fyrir í allmörgum nytjajurtum geni sem gerir það að verkum að þær verða ónæmar fyrir eitri þessu. Unnt verður að úða ræktarland á miðjum vaxt- artíma án þess að nytjagróðurinn drepist. Þótt það geti, til skamms tíma litið, komið bóndanum vel hvetja þvílíkar ræktunaraðferðir til aukinnar eitumotkunar sem kann að leiða til mengunai' í jarðvegi og/eða grunn- vatni með skaðvænlegum afleiðing- um. Það vekur óneitanlega athygli að sama fyrirtækið (Monsanto) ffam- leiðir Roundup og jurtayrkin sem í er fólgið ónæmi gagnvart eitrinu, en notkun umræddra yrkja kallar á vem- lega aukna sölu þess. Skordýr eru afkastamiklar jurta- ætur, ekki sist lirfur stærri skor- dýra, s.s. fiðrilda. Alllangt er siðan það uppgötvaðist að bakterían Ba- cillus thuringiensis er náttúrulegur óvinur sumra skordýrategunda. Bakterían framleiðir prótein sem drepur lirfúr á skömmum tíma, ber- ist það i meltingarveg lirfunnar. Nú hefúr verið einangrað úr bakterí- unni erfðaefni sem stýrir fram- leiðslu þessa próteins og því verið Rœktun erfðabreyttra afbrigða af maís er veruleg í Bandaríkjunum. Þessi afbrigði eru ónœm fyrir eitri sem notað er til að halda niður illgresi. Myndin er af maís. komið fyrir í kartöflum, baðmull og öðmm nytjajurtum. í hverri einustu frumu þeirra jurta er þá fólgið skor- dýraeitur, án þess að bakterían eigi beinan hlut að máli. Ekki er að efa að sumir bændur verða ánægðir með þessa nýjung. Þeim, sem stunda lífræna ræktun, mætir hins vegar þversögn. Að sjálfsögðu er vert að fagna nýjum áfanga í barátt- unni gegn meindýrum. Við því er hins vegar að búast að fyrr en varir kunni að myndast stofn sem er ónæmur gegn eitrinu. Ef það gerist verður ekki lengur hægt að nota bakteriuna Bacillus thuringiensis í baráttunni gegn skordýmnum, sem lifrænir framleiðendur hafa margir reitt sig á. Að auki fæst víðast hvar ekki lífræn vottun á erfðabreyttar jurtir vegna hinna mörgu álitamála sem ósvarað er og bændur sem stunda lífræna ræktun telja fæstir að það sé fýsilegur kostur, ekki enn að minnsta kosti. Þeir eru margir sem vilja ekki eta grænmeti sem hefúr verið úðað með skordýraeitri. Hvers vegna ættu þeir þá að vilja leggja sér til munns grænmeti sem framleiðir sjálft þetta sama eiturþ Þegar haft er í huga hversu skammt er síðan farið var að fást við flutning erfðaefnis milli teg- unda vaknar sú spurning hvort nægilega hafi verið könnuð áhrif þess á heilsu þeirra sem neyta af- urðanna. Enn sem komið er hefur ekki verið sýnt fram á að heilsu FREYR 7/99 - 31

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.