Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1999, Blaðsíða 26

Freyr - 15.05.1999, Blaðsíða 26
Svín og svínahald á íslandi að mun talið víst að fólk það, sem hér nam land í öndverðu, hafí flutt með sér svín og að fyrstu aldir byggðarinnar hafi svína- hald verið all vemlegur þáttur í bú- fjárhaldi landsmanna. I ýmsum fomsögum er getið um svin og um allt land em ævafom ömefni tengd svínum. í lögbókunum Grágás og Jónsbók em ákvæði um afréttarmál svína og eymamörkun þeirra. í alþingissam- þykkt frá því árið 1100 er lögfest verðgildi svína. Þannig „sýr tvær- vetra eða eldri með níu grísum” er metintiljafnsviðeittkúgildi. Iýms- um máldögum kirkna ffá 14. og 15. öld er allvíða minnst á svínaeign og beitiland fyrir svín. Við fomleifa- rannsóknir á býlum frá þjóðveldisöld hafa oft fundist bein úr svínum, sem benda til að þar hafi verið alin svin. Sum beinanna em af ungum dýmm sem bendir til að uppeldi svína hafir verið stundað. í hinu mikla ritverki Lýsing Islands (Kbh. 1922) heldur höfúndur þess, Þorvaldur Thoroddsen, því ffarn að af heimildum sem til em um þetta efni verði að álykta að svín hafi verið algeng á íslandi á söguöld og síðar og að nokkur svín að minnsta kosti hafi verið á öllum stærri búum og sums staðar liklega mörg. Sigurður Þór- eftir Pál A. Pálsson, dýralækni ólfsson skólastjóri, sem líka hefúr kannað heimildir um búfjáreign fom- manna, telur hins vegar að svínaeign hafi tæplega verið jafn almenn og Þorvaldur telur nema þá í vissum landshlutum. Þessir höfúndar telja að skilyrði til svínabúskapar hafi verið sæmileg fyrstu aldimar eftir landnám meðan veðurfar var oflast mildara heldur en síðar varð og áður en skógar eyddust að mestu og komrækt lagðist af. I skógunum var skjól að finna og kjammikinn gróður sem svín gátu nýtt sér svo að þau gengu að mestu sjálfala. Ömggar heimildir em um svínabúskap á einstöku jörðum ffam yfir aldamótin 1500, en cftir það virð- ist þessi gamli svínabúskapur leggj- ast af og telur Þorvaldur Thoroddsen að hans sé ekki getið í heimildum eft- ir það. Þau svín, sem hingað vom flutt á söguöld, vom svonefnd „landsvín” eða „sveitasvín”, eina svínakynið sem ræktað var á Norðurálfú á þeim tíma. Þessi svín vom nægjusöm, vön útigangi og fijósöm. í íslandslýsingu Odds Einarssonar biskups, sem gerð er seint á 16. öld segir svo: „Svín sjást aðeins á fá- um stöðum, því oss skortir alveg Svín af stofni landsvína á Jótlandi frá síðustu öld. eik, heslivið, beyki og annan skógar- gróður, sem best hentar til svínaeldis, þó veit ég ekki hvemig á því stendur, að hjá oss verða þau sæmilega feit, nema það sé vegna fóðursins. En oft- ast halda svínin sig í djúpum dölum þar sem mýrlent er og votlent, en þegar snjór og ffost leggst þar yfir, em svínin rekin í hús og fóðmð allan veturinn á smásöxuðu heyi og matar- soði og hverskonar úrgangi í stað byggs og annars koms”. Svín horfin um miðja 18. öld Dr. Bjami Sæmundsson lýsir þess- um svínum þannig: „ffemur grann- vaxin, háfætt, þétthærð, harðgerð en ekki feitlagin að eðlisfari”. Þegar Eggert Ólafsson og Bjami Pálsson ferðuðust um landið árin 1752-1757 er svínarækt hvergi að finna. I ferða- bók þeirra segir t.d. svo um Kjósar- sýslu „svín em hér engin, því ekki er hægt að telja svín þau hin fáu, sem farandkaupmenn flytja með sér, inn- lend”. Um dýr í Borgarfirði segja þeir: „Svín em ekki hér ffemur en annarsstaðar á landinu”. Á 17. og 18. öld höfðu ýmsir danskir verslunarmenn og embættis- menn með sér til landsins grisi sem aldir vom til slátrunar, svo að oft var fáein svín að finna á verslunarstöðum og á Bessastöðum munu svín oft hafa verið haldin. í bókinni „Islandsk Naturhistorie”, sem kom út i Kaupmannahöfú 1786, segir höfúndurinn, N. Mohr: „Sus Scorfa, Svin, have hilfom været al- mindelige, men findes nu ikke uden hos nogle danske familiar”. Á nítjándu öldinni er getið um svínahald í smáum stíl á einstöku bæjum, t.d. er getið um svín á Leirá í Leirársveit um 1865 og á Hólmum i Reyðarfirði um svipað leyti. Einnig vom haldin svín um skeið að Sauða- 26 - FREYR 7/99

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.