Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1999, Blaðsíða 10

Freyr - 15.05.1999, Blaðsíða 10
Leifur á reiðhesti sínum, Hug, ásamt Eysteini syni sínum á hlaðinu í Keldudal. að. Þama voru málin komin í algert óefni. Búmarkið var óvirkt að hluta, ég held það hafi verið virkt að 70 hundraðshlutum. Flestir ein- blíndu á búmarkstöluna. Búmarkið vék svo fyrir fúllvirðisréttinum og síðar kom greiðslumarkið. Stofn- lánadeildin komst hins vegar ekki hjá því að miða við veruleikann í starfsemi sinni og vera í takt við ríkjandi landbúnaðarstefnu á hverj- um tíma.“ - Gat ekki stundum verið erfitt að þurfa að neita mönnum um lán á þessum tíma? „Jú, vissulega er það alltaf erfitt. A fyrstu árunum áttu margir erfitt með að sætta sig við að þetta þyrfti að vera svona. Viðhorfin hafa mikið breyst frá þessum tíma, nú sjá menn að það er ekkert vit i því að framleiða meira en þeir geta gert sér vonir um að selja. Þegar útflutningsbæturnar voru teknar af fengu menn litið fyrir útfluttar afurðir og höfðu ekkert kaup. Þetta þurfti að skýra út fyrir mönnum. Ég naut þess þó að hafa verið hinum megin við borðið og skildi því viðhorf og aðstöðu bænda. En það er ekki alltaf hægt að gera allt sem mann langar til fyrir fólk og engan veginn víst að alltaf sé best að samþykkja allt sem um er beðið. Rekstrarforsend- ur verða að vera fyrir hendi, ann- ars getur illa farið.“ Kynslóðabilið brúað á verðbólgutímum - Var Stofnlánadeildin ekki eitt helsta fjárhaglega stjórntœkið í ís- lenskum landbúnaði? „Jú, þetta var mikilvægur sjóður sem veitti grunnlán til framkvæmda á hagkvæmum kjörum. Rekstur hans byggðist á ákveðinni félags- legri hugsun sem fólst í sjóðagjöld- unum en þau jöfnuðu vaxtakostn- aðinn. Þetta var ákaflega mikilvægt þegar reglur um verðtryggingu lána breyttust. þeir bændur sem byggðu fyrir 1980 fengu óverðtryggð lán en þeir sem byggðu síðar fengu lán sem voru verðtryggð að fúllu. Þetta gerði yngri bændum að sjálfsögðu mjög erfitt fyrir og myndaði mikið bil á milli kynslóða. Um þetta ríkti þokkaleg samstaða og ég heyrði off þau viðhorf eldri bænda að fyrst lánin þeirra hefðu brunnið upp í verðbólgunni þá væru þeir ekkert of góðir að koma yngri bændunum til aðstoðar við að koma sér fyrir.“ - Erþetta viðhorf enn við lýði? „Þetta er mikið að breytast enda er búið að skera þessi jöfnunar- ákvæði mikið niður, það er sáralítið eftir af þeim. Þeir sem standa í stór- rekstri í landbúnaði hafa verið á móti þessu. En stærsta breytingin sem ég upplifði meðan ég var í Lánasjóðnum var hjöðnun verð- bólgunnar. Það var ekkert skemmti- legt að innheimta lán þegar verð- bólgan var 30-40% og jafnvel hærri því að þótt menn væru að borga af lánunum þá hækkuðu þau stöðugt. Nú sjá menn lánin lækka þegar greitt er af þeim og það er kannski mesta kjarabótin að hafa litla sem enga verðbólgu. Við það bætist að vextir hafa einnig lækkað frá því sem þeir voiu hæstir og raunar hef- ur allt fjármagnsumhverfið breyst gífúrlega mikið hér á landi. Bændur tóku á sig byrðar með þjóðarsáttar- samningunum og þeirra hlutur var því mikill í að ná verðbólgunni nið- ur.“ - Sérðu fyrir endann á erfiðleik- unum í íslenskum landbúnaði? „Það verða alltaf einhverjir erfíð- leikar og vandamál í landbúnaði. En mér frnnst íslenskur landbúnað- ur hafa komist furðanlega vel frá þessum erfíðu tímum. Auðvitað hafa margir bændur alltof litlar tekjur og búin eru of lítil. Það má sjá víða í sveitum að húsum er ekki haldið nógu vel við. Það er vafalítið vegna lélegrar afkomu. A móti kemur að í sveitunum hafa ótrúlegir hlutir gerst. Þar hafa skapast ýmsir atvinnumöguleikar og menn geta haft það bærilegt með því að stunda aðra vinnu meðfram bústörfúnum. Þetta er misjafnt eftir héruðum en sums staðar háttar þannig til að fólk getur stundað vinnu utan búsins en búið áfram á jörðinni. Víða er fallegt að sjá heim að bæjum þótt búskapurinn sé ekki ýkja mikill. En fyrir vikið getur fólk búið áfram í sveitunum og haldið félagskerfínu gangandi." Lánasjóðurinn sér á báti - Það hafa lika orðið breytingar á starfsemi Stofnlánadeildarinnar frá því þú hófst þar störf. „Já, þegar ég tók þar við var Stofnlánadeildin sjálfstæð deild með sjálfstætt bókhald en heyrði 10 - FREYR 7/99

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.