Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1999, Blaðsíða 29

Freyr - 15.05.1999, Blaðsíða 29
Einangrunarstöð Svínarœktarfélags Islands í Hrísey. hóf það áróður fyrir innflutningi á nýjum svínakynjum til landsins, ffá Noregi og Finnlandi. Það verkefhi er bæði vandasamt og mjög áhættusamt eins og reynslan hefur þegar sýnt og ekki enn útséð hvemig til muni tak- ast, ef reglubundinn innflutningur verður heimilaður og verkefni dregst á langinn. Fram undir síðari heimstyrjöld var fjöldi svína á öllu landinu lítill. Árið 1910 er fullyrt að tala fullorð- inna svína sé að minnsta kosti eitt hundrað á öllu landinu og mun þeim lítið hafa fjölgað næstu árin. Árleg slátmn svína hjá Sláturfélagi Suðurlands í Reykjavík á tímabil- inu 1908-1928 nemur frá 20-50 gripum. Neysla svinakjöts var þá lítil og voru helstu kaupendur útlent fólk sem hér var búsett. Ennffemur var svinakjöt þá notað í pylsur og aðrar unnar kjötvörur. Það var fyrst árið 1932 sem svín em talin á búnaðarskýrslum, og em þá talin 132 svín alls á landinu. Eftir það fór svínum smám saman fjölg- andi og þeir sem stunduðu svínarækt reyndu eftir föngum að hirða úrgang ffá veitingastöðum, brauðgerðahús- um og spítölum sem fóður fyrir svín, því að kom var reynt að spara. Þegar herinn kom til landsins féll til mikið af matarleifum ffá hinum ýmsu her- stöðvum og jókst þá fjöldi svína um- talsvert, því að matarúrgang fengu menn að hirða endurgjaldslaust. Svínarækt dróst svo saman aftur að styq'öld lokinni. Farið var að matbúa svínakjöt á annan og fjölbreyttari hátt en verið hafði og jók það til muna eft- irspumina effir því. Árleg framleiðsla svínakjöts nú um 4000 tonn Nú er starfandi á landinu um 60 svínabú og hefur þeim fækkað mikið síðustu árin en jafnffamt hafa þau stækkað verulega og meiri áhersla verið lögð á vélvæðingu þeirra. Alls mun ffamleiðsla á svínakjöti árið 1998 nema um 4000 tonnum og nú munu á öllu landinu vera um 3500 svín til undaneldis. Flest em svína- búin í nærsveitum Reykjavíkur og á Suðurlandi. Með áróðri, mikilli vömvöndun og miklum auglýsing- um, hefur félagi svínabænda tekist að fá fleiri og fleiri til þess að neyta svínakjöts, og er nú svo komið að þeir fordómar gegn svínakjöti sem fjöldi Islendinga höfðu fyrir nokkmm áratugum er horfínn. Mættu aðrir framleiðendur á kjöti taka Svínarækt- arfélag Islands sér til fyrirmyndar að þessu leyti. Nú hefur verið stofnað fagráð í svínarækt (1996) sem vinnur að kynbótum i greininni. Byggjast þær einkum á danskri lyrirmynd og innfluttu erfðaefni. Er ætlunin að beita tvíblendingsrækt og þríblend- ingsrækt framvegis og fá með því fram fljótvaxnari og bragðbetri slátursvín. Ætlunin er að taka upp sæðingar á svínum til hagræðis. Það má því búast við því, ef þessar hugmyndir heppnast, að dagar þess svinastofns sem ræktaður hefur verið hér undanfama öld séu senn taldir. Því þótti ástæða til að taka saman í þessari grein ýmislegt varðandi svínahald okkar á liðnum öldum og áratugum. Af þessari atvinnugrein liafa margir átt af- komu sína oft við örðug skilyrði. Þessi gamli svínastofn hefur á ýms- an hátt dugað okkur vel, staðist ým- is konar uppákomur og erfíðleika svo sem svínapest, blöðruþot og aðra alvarlega sjúkdóma og oftast mátt þola slæma aðbúð sem og ein- hæft og einhliða fóður. Helstu tilvitnanir. Amorose Thomas, disertation 1996. Bjami Sæmundsson, Spendýrin, Rvík. 1932. Eggert Ólafsson og Bjami Pétursson, Ferðabók I, Rvík. 1943. H. Grönfeldt, Búnaðarrit 18, 1904. Jóhann Jónasson, Freyr 38, 1942. Jón Vestdal, Vömhandbók, Rvík 1945. Oddur Einarsson, biskup, Islandslýs- ing, Rvík 1975. Páll Zóphóníasson. Um svínarækt Freyr7. árg. 1910. Pétur Sigtryggsson, Búnaðarfélag ís- lands 150 ára, Rvík 1988. Pétur Sigtryggsson, Búnaðarrit 1995- 1998. Pétur Sigtryggsson, Fjölrit RALA 1996. Pétur Sigtryggsson, Búnaðarrit 101, 1988. Sigurður Sigurðarson, Aldarminning Búnaðarfélags Islands Rvík, 1937. Sigurður Skúlason, Aldarfjórðungs minningarrit. Sláturfélag Suðurlands 1907-1932, Rvík 1932. Sigurður Þórólfsson, Búfé á íslandi, Búnaðarrit 41. árg. 1927. Valdimar Ásmundsson, Fjallkonan VII, 1890. Þorvaldur Thorodsen, Lýsing Islands, Kaupmannahöfn 1922. Ókunnir höfúndar, Freyr 3. árg. 1906 og 39. árg. 1925. Þorvaldur Guðmundsson, ævisaga, Rvík. 1998. FREYR 7/99 - 29

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.