Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1999, Blaðsíða 34

Freyr - 15.05.1999, Blaðsíða 34
í rannsóknum sínum komst hann að því að lífskraftur þessa fólks væri ekki eingöngu að þakka mataræði, heldur einnig hvernig maturinn var framleiddur. Land- búnaður þessara kynþátta byggðist á hringrás næringarefnanna og staðfesti hugmyndir um að heilbrigði jarðvegs tengdist heil- brigði manna. Mc Carrison prófaði hugmynd- ir sínar um árif fæðu á heilsu og atferli hjá rottum. Hann fóðraði þær á sömu fæðu og fólk af fá- tækari stéttum Englands neytti, sem samanstóð af sætu tei, soðnu grænmeti, dósakjöti, sulturn og smjörlíki, og hins vegar á fæði sem var dæmigert fyrir Sikh ætt- bálkinn en það var blanda af heilu korni, höfrum, maís, græn- meti, ávöxtum, mjólk og smjöri. Enska fæðið gerði rotturnar árás- argjarnar, taugaveiklaðar, feldinn ljótan og þær voru oftar veikar samanborið við hinn hópinn. Áhrif Mc Carrison náðu til Eng- lands um 1930 er starfsbræður hans þar unnu að fyrirbyggjandi heilbrigðisaðgerðum fyrir enskan almúga. Rudolf Steiner (1861-1925) var áhrifamikill á þróun lífrænnar rækt- unar í Evrópu. Hann lærði í Aust- urríki og starfaði í Mið-Evrópu. Heimspeki hans byggist á kristinni trú og hann hélt því fram að hin efnislegi heimur yrði fyrir áhrifum krafta frá andlegum heimi og ekki væri hægt að mæla alla hluti eins og tæknimennig nútímans ætlaðist til. Jörðin væri lifandi vera sem óáþreifanlegir kraftar hefðu áhrif á. Steiner taldi að þessir kraftar snertu allar hliðar mannlegs lífs; landbún- að, listir, menntun, heilbrigði og hagfræði. í landbúnaði taldi Steiner að grundvallaratriði fyrir frjósemi jarðvegs væri að verka búljáráburð í safnhaugi og notkun hvata sem búnir eru til úr lífrænum efnum. Kenningar hans eru í dag útbreidd- ar á svæðum í Mið-Evrópu og matvælaframleiðsla, sem byggir á kenningum hans, kallast bíódyna- mískur eða lífefldur landbúnaður. Notkun kenninga Steiners krefst allt annars hugsunarháttar en flestir tæknihyggjumenn hafa getað tileinkað sér. í Evrópu eru starfræktir landbúnaðarskólar í anda Steiners, einnig kennaraskól- ar fyrir þá sem vilja læra upp- eldiskenningar hans, auk almennra skóla fyrir böm og unglinga. í Bandaríkjunum var Jerome Rodale frumkvöðull í útbreiðslu kenninga Steiners og Howards. Rodale stofnaði tilraunastöð í land- búnaði til að þróa aðferðir Steiners og Howards sem starfar enn. Árið 1935 stofnaði hann bókaútgáfu sem gefur út bækur um lífræna ræktun og er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum og heitir Rodale Press. Stofnun samtaka um lífræna ræktun á 20. öld Á tuttugustu öldinni eru helstu áhrif á þróun lífræns landbúnaðar stofnun samtaka, upphaf almennra rannsókna og nrenntunar og opin- ber stefnumótun og staðlagerð um lífrænan landbúnað. í Englandi stundaði Eva Balfour (1899-1990) rannsóknir á búgarði sínum í 30 ár. Hún skrifaði einnig merka bók, „The Living Soil“, sem var samantekt á tilraunum og reynslu i lífrænum landbúnaði. Rannsóknir hennar tóku til búsins sem heildar og vom hinar fyrstu sinnar tegundar í heiminum og íyrinnynd seinni tíma rannsókna í lífrænum landbúnaði. Hún var einn af stofhendum Soil Association 1946 sem em samtök sem sjá um vottun og miðlun upplýs- inga um lífrænan landbúnað í Bret- landi og víðar. í Sviss starfaði líffræðingurinn Hans Muller og læknirinn Hans Peter Rusch. Þeir settu fram kenn- ingar um að frjósemi jarðvegs byggðist á örverustarfsemi í jarð- vegi og bæði frjósemi jarðvegs og heilbrigði manna væri ógnað með langtímanotkun tilbúins áburðar. Þeir þróuðu sérstakt jarðvegspróf sem segir til um örverastarfsemi í jarðvegi og er til að leggja mat á fijó- semi jarðvegs. Með þessu prófi var einnig hægt að greina hvort jarðvegur hafði verið í lífrænni rækt eða ekki. Muller og Rusch stofnuðu samtök um lífræna ræktun í Swiss árið 1949 og áhrifa þeirra gætir einnig í Þýskalandi og Austurríki í dag. í Norður-Evrópu voru stofnuð samtök um bíódýnamíska ræktun á ámnum 1930-40 í Danmörku og Sviþjóð. í Sviþjóð var einnig stofn- uð rannsóknarstöð og skóli í Jáma, sem ennþá er starfrækt, um bíó- dýnamíska ræktun. Árið 1952 var DEMETER merk- ið gert að alþjóðlegu vottunarmerki bíódýnamískra ræktenda. Alþjóðleg hreyfing um lífrænan landbúnað, IFOAM, var stofnuð 1972 og starfar nú í 90 löndum. Hlutverk hennar er að miðla upp- Lífrænt rœktað rauðsmáratún á Vestri-Pétursey iMýrdal. (Ljósm. Ó.R.D.). 34 - FREYR 7/99

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.