Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1999, Blaðsíða 15

Freyr - 15.05.1999, Blaðsíða 15
2. tafla. Afköst viö hreinsun á framræsluskurðum. Grafið úr skurðbotni, Grafið úr skurðbotni skurðhlið hreinsuð og og tekið ofan af Grafið úr og tekið ofan af bakka bakka skurðruðningi Afköst, m/klst. 41-58 70-80,5 103 Afköst, m3/klst. 25^16 31-35 103 álagið vel og yfirálagsbúnaður virðist vera virkur. Dreifarinn er nokkuð þungur, eða nærri 3 tonn, og verður að ætla nokkuð stórar aldrifsvélar þegar hann er notað- ur við aðstæður eins og þær sem hér var um að ræða. Dráttarvélin sem notuð var við dreifarann var aldrifsvél um 70 hö og verður að ætla a.m.k. það stóra dráttarvél til að knýja dreifarann við erfiðar aðstæður. Eldsneytisnotkunin fyrir dráttarvélina reyndist vera um 0,18 1/m3 að jafnaði. Eins og áður var getið kom greinilega í ljós að afköst gröfunn- ar voru í öllum venjulegum til- vikum takmarkandi þáttur. Sjá má af 1. og 2. mynd að aðgerðin „snúa gröfu“ kemur ofit fyrir og tekur stóran hlut af heildartíman- um. Að mati gröfumanna má ef til vill auka afköstin verulega með því að breikka skóflu gröfunnar, ef álagið verður þá ekki of mikið á gröfubómuna. Hvað varðar dreifi- gæðin þá sýndi sig að allmikið af uppgreftrinum hafnaði aftur nokkuð nærri dreifaranum (ö. mynd). Það var greinilegt að fá mátti betri dreifmgu með því að auka hraðann á aflúttaki aðeins umfram 540 sn/mín. Einnig virtist sem dreifingin væri betri eftir því sem magn á lengdareiningu var minna. Ennfremur er rétt að benda á að þegar þessi aðferð er notuð berst all nokkuð magn snarrótar- hnausa inn á spilduna. Því má ætla að betra sé í þeim tilvikum að plægja effir yfírdreifíngu. í þessu tilfelli var áætluð vinna við að jafna úr hraukunum með flag- grind, 3 klst./ha. Hraukar þeir sem dreifarinn skilur eftir sig halda vel í sér jarðklaka sem geta tafíð fyrir vorvinnslu. Kostnaður við að jafna ruðningum eftir endurupp- gröft (miðað við fyrrgreindar magntölur) getur numið um 25-40000 kr/ha með jarðýtu (Haukur Júlíusson, munnleg heimild). Notkun kasthjóla við skurðahreinsun Erlendis er algengt að nota kast- hjól til að hreinsa upp úr framræslu- skurðum. Áhugavert þótti að gera nokkra könnun á hvort og hvemig slík tækni ynni við aðstæður hér á landi. I samvinnu við fyrirtækið Þór hf. var í maí 1996 ákveðið að flytja inn til reynslu búnað frá ítalska fyrir- tækinu „Bruni Macchine Agricole“ sem hefur sérhæft sig í framleiðslu á slíkum tækjum. Sótt var um styrk ffá Framleiðnisjóði til að gera athuganir á „nýrri“ tækni við Ifamræslu og var verkefnið styrkt með kr. 500 þúsund. Ákveðið var að velja tæki af milli- stærð, þ.e. með um„5 cm þvermál á kasthjólinu, m.a. vegna þess að stærri tæki þurfa meira vökvaflæði en flestar gröfur ráða hér við. Tækið var fyrst reynt með því að tengja það við meðalstóra „traktorsgröfu“ á gröfuarminn. Til þess þurfti að útbúa sérstök millistykki og vökvaúttök. Strax kom í ljós að til að tækið vinni á botngróðri skurðanna verður öku- hraði að vera mjög lítill, eða innan við 1 km/klst., en að jafnaði em hjólagröfur ekki með svo lítinn öku- hraða eða „skriðgír". Að auki er hlið- arþyngdin það mikil með kasthjólið svo utarlega að skurðbakkamir höfðu tilhneigingu til að gefa eftir. Því næst var tækið tengt á belta- gröfuarm, en gröfumar hafa bæði J nægilegt vökvaflæði og og burðar- getu vegna hliðarþyngdar. Gerðar vom nokkrar atrennur í að hreinsa skurði með þessum hætti, en í öllum { tilvikum var árangurinn mjög ófull- nægjandi. Ástæðumar vom einkum þær að hjólið náði ekki að kasta leðjunni með fullnægjandi hætti upp úr skurðinum, þar sem skurðir hér em almennt dýpri en tækið virðist vera hannað fyrir. í öðm lagi var { erfítt að halda hjólinu stöðugu í skurðbotninum, vegna þess að bakkamir era eðlilega ekki það sléttir. Niðurstaðan var í stuttu máli sú að við hefðbundna túnskurði hentaði þessi tækni ekki þar sem Fjarlægð frá dreifara, þvert á spildu (m) 6. mynd. Dreifikúrfa fyrir Kverneland KD. Uppgröftur úr framrœsluskurðum. Aflúttak 540 sn/mín. FREYR 7/99 - 15

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.