Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1999, Blaðsíða 37

Freyr - 15.05.1999, Blaðsíða 37
kvæmnin er því annars vegar fólg- in í því að sveitarfélög komast af með mun minni og einfaldari hreinsistöðvar og hins vegar að við hreinsun frárennslis matvæla- fyrirtækja verður til afurð (botn- fall) sem hægt er að selja fyrir rekstrarkostnaði við hreinsun. Auk þess þurfa matvælafyrirtæki ekki að borga sveitarfélagi fyrir hreinsun á frárennsli sínu. Hreinsitækni Ný tækni i hreinsun frárennslis frá matvælaframleiðendum hefur opnað möguleika á hreinsun frá- rennslis frá slíkum fyrirtækjum sem áður var ekki raunhæf vegna mikils kostnaðar við hreinsibúnað. Al- menna verkfræðistofan hf. hefur hannað slíkan búnað fyrir físk- vinnslu á Norðurlandi og verður búnaðurinn tekinn í notkun á næstu vikum. Kostnaður við slíkan hreinsibúnað hleypur á bilinu 2-6 milljónir króna fyrir meðalstór mat- vælafyrirtæki. Búnaðurinn byggir á útfellingu mengunarefna með hjálparefnum og verður til úr því botnfall með tiltölulega háu þurr- efnisinnihaldi sem auðvelt er að meðhöndla. Sala á botnfalli, t.d. til áburðamotkunar eða til ffamleiðslu á fiskimjöli, getur, ef rétt er á málum haldið, staðið undir rekstrarkostnaði hreinsistöðvarinn- ar. Helstu áhrifaþættir hvað þetta varðar em gæði botnfallsins, þ.e. eiginleikar, samsetning og geymsla, svo og hvaða markaður er fyrir hana í nágrenninu því að flutn- ingskostnaður getur skipt nokkm máli. Helstu eiginleikar botnfalls - áburðargildi Samkvæmt reglugerð um lífræna landbúnaðarframleiðslu nr. 21 5/- 1995 með breytingum frá 1998 er ekkert sem rnælir á móti því að nota botnfall, sem fellur til frá um- ræddum matvælafyrirtækjum sem áburð í landbúnaði. Þó em slegnir nokkrir vamaglar vegna dreifingar sóttkveikja og sníkjudýra og einnig er bannað að nota áburð á matjurtir sem inniheldur saur. Vottunarstofa kveður á um slíkan áburð, t.d. magn áburðar á hektara á ári. Kröfur eru m.a. um hámarksmagn af þung- málmum í áburðinum og em settar skorður vegna uppsöfnunar þung- málma í jarðveginum en botnfall frá umræddum hreinsibúnaði stenst vel þessar kröfur. Áburðargildi botnfalls er æði breytilegt eftir því frá hvers konar matvælaframleiðslu hún kemur. Hér er þó leitast við að bera saman næringarefnainnihald í botnfalli, húsdýraáburði og tilbúnum áburði. I töflu 1 sést að botnfall frá fisk- vinnslum er sérlega hentug m.t.t. áburðargildis og inniheldur hún tvisvar til þrisvar sinnum meira af köfnunarefni en t.d. kúamykja og tæplega tvöfalt meira en svínaskítur. Ef kostnaður er reiknaður á hvert kg köfnunarefnis er kostnaður af tilbúnum áburði ívið meiri en kostnaður við að framleiða fískbotnfall eða 85 kr. fyrir fiskbotnfall og 110 kr. fyrir tilbúinn áburð. Hitt er aftur á móti ekki eins ljóst hvort næringarefni í botnfalli nýtast eins vel og næring- arefnin í tilbúnum áburði. í heimild 1 (sjá tilvísun) er talið að húsdýraáburður nýtist 40-60% m.t.t. köfnunarefnis. Hér er óbeint verið að bera saman nýtingu köfn- unarefnis í húsdýraáburði við nýt- ingu í tilbúnum áburði þar sem upptaka næringarefna er mjög hröð. Upptaka næringarefna frá búfjáráburði gerist að öllu jöfnu á lengri tíma vegna þess að næring- arefnin eru ekki eins aðgengileg plöntunum eins og næringarefni í tilbúnum áburði. í lífrænni ræktun er verið að leggja áherslu á aðra þætti en eingöngu góða sprettu, m.a. að bæta jarðveginn með makró- og mikronæringarefnum. Tilraunir sem staðið hafa á Hvanneyri í mörg ár sýna að þegar eingöngu er notaður húsdýra- áburður fæst betri spretta en ef notaður er tilbúin áburður ein- göngu (heimild 2). Það er því varasamt að einblína á þessi um- ræddu 40-60% upptöku köfnunar- efnis því að dæmin sýna að til lengri tíma litið er upptakan jafn- vel meiri. Gera má ráð fyrir að sama gildi um botnfall. Það er því hér gert ráð ráð að köfnunarefni í botnfalli nýtist 70% og köfnunarefni í tilbúnum áburði 90% en þá er kostnaður á hvert kg köfnunarefnis nánast hinn sami. (sjá töflu). Það er því ljóst að botnfall, sem verður til við hreinsun frárennslis frá fískvinnslu, er raunverulega samkeppnisfær við tilbúinn áburð. Hér er því komin afurð með líkt áburðargildi og tilbúinn áburður sem bændur í lífrænum búskap geta nýtt sér með svipuðum kostn- aði og væri um til- búinn áburð að ræða. Það ætti því ekki að vera neitt óeðlilegt við það að þeir sem framleiða botnfallið fái greitt fyrir hana sanngjarnt verð. Það fylgir þó sá böggull skammrifi að nauðsynlegt verður FREYR 7/99 - 37 Tafla 1. Styrkur köfnunarefnis og fosfórs í nokkrum áburöarefnum miö- aö viö þurr- og votvigt. Kostnaöur viö hverja áburðartegund miöaö viö magn köfnunarefnis. Köfnunarefni g/ke þurrefni kg/tonn votvikt e/ka burrefhi Fosfór kg/tonn votvikt Kostnaður kr/ke N Fiskvinnsla, 10% þurrefni 83 8,3 17 1,7 85 Sláturhús, 10% þurrefni 33 3,3 4 0,4 210 Kúamykja, 17% þurrefni 30 5,0 4 0,7 Svínaskítur, I0%þurrefni 46 4,6 13 1,3 Sauðatað, 30% þurrefni 33 9,9 7,3 2,2 Tilb. áb. Græðir7, 100% þurre. 200 12 110

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.