Freyr - 15.05.1999, Blaðsíða 36
Sjálfbær nýting
lífræns úrgangs frá matvæla-
fyrirtækjum til áburðargerðar
Inngangur
Lífrænn búskapur hefur rutt sér
til rúms hér á landi á undanfornum
árum. A Búnaðarþingi 1999 var
samþykkt ályktun þar sem lýst var
yfir stuðningu við lífrænan bú-
skap. Hreinleiki lands, lítil notkun
lyfja, hófleg notkun tilbúins
áburðar og næg ómenguð beiti-
lönd gera Island sérlega ákjósan-
legt til lífræns búskapar. Tölu-
verður og vaxandi markaður er
fyrir þessar afurðir bæði hérlendis
og erlendis.
Það sem hefur m.a. staðið þess-
um búskaparháttum fyrir þrifum
er skortur á góðum lífrænum
áburði. Óheimilt er að nota til-
búinn áburð í lífrænni ræktun.
Húsdýraáburður er góður, svo
langt sem hann nær, en meira þarf
til. Reynt hefur verið að notast við
aðra áburðargjafa, s.s. fískimjöl,
slóg og þangmjöl, en kostnaður er
oftast of mikill.
Á íslandi fellur til mikið magn
lífræns efnis sem er ýmist leitt
með frárennsli beint til sjávar eða
urðað sem sorp. Hér er m.a. átt við
lífrænan úrgang frá heimilum og
fyrirtækjum, frárennsli frá fisk-
vinnslustöðvum, sláturhúsum og
mjólkurbúum. Áætlað hefur verið
að um 10.000 tonn á ári af lífrænu
efni fari með fráveituvatni fisk-
vinnslunnar til sjávar og sláturúr-
gangur er talinn nema alls um
1200 tonnum á ári. Mikinn hluta
þessa lífræna verðmætis er hægt
að flokka eða hreinsa þannig að
nýta megi það til verðmætasköp-
unar sem lið í sjálfbærri þróun.
Bændur í lífrænni ræktun ættu því
ekki að þurfa að örvænta um fram-
tíð sína í greininni því að af nógu
eftir
Gunnar
Hjartarson
umhverfis-
verkfræðing
hjá Almennu
verkfræði-
stofunni hf.
lífrænu efni er að taka. í þessari
grein er leitast við að varpa ljósi á
þá möguleika sem bændur með
lífrænan búskap eiga á að nálgast
lífrænan áburð. Útreikningar og
tölur í þessari grein eru byggðar á
ýmsum meðaltölum og ber að hafa
það í huga.
Vandi sveitarfélaga
Mengunarvamareglugerð nr. 48
frá 1994 kveður á um að bæjarfé-
lög skuli hreinsa frárennsli sitt
fyrir lok ársins 2005. Stefnan
hingað til hefur verið sú að byggja
eina hreinsistöð fyrir hvert bæjar-
félag þar sem hreinsað er bæði
frárennsli frá íbúum og matvæla-
iðnaði. Kostnaður við skólp-
hreinsun er mikill og ofviða mörg-
um sveitarfélögum og af þeim
sökum hafa sveitarfélög „dregið
lappirnar“ í máli þessu. Svo virð-
ist sem það vanti frekari stefnu-
mörkun sveitarfélaga um hreinsun
frárennslis frá þeim.
Matvælaiðnaðurinn er oftast
mesti mengunarvaldurinn í minni
bæjarfélögum varðandi losun líf-
ræns efnis og því ljóst að þessi
fyrirtæki verða að taka þátt í
kostnaði við fráveituhreinsun við-
komandi sveitarfélags ef um sam-
eiginlega hreinsun er að ræða.
Önnur og betri leið er fær til að
uppfylla kröfur mengunarvarna-
reglugerðar, sem jafnframt er hag-
stæðari bæði fyrir sveitarfélög og
matvælafyrirtæki, auk þess að
vera mun vistvænni. Hér er átt við
aðskilda hreinsun frárennslis frá
íbúðabyggð og matvælafyrirtækj-
um.
Einn af ókostum við sameigin-
lega hreinsun írá byggðarlagi er sá
að þar verður til botnfall sem inni-
heldur bakteríur með sýkingar-
hættu. Ef nota á þetta botnfall sem
áburð er nauðsynlegt að með-
höndla hana sérstakleg. Hætta er á
að þetta muni valda því að stór
hluti hennar verði urðaður. Auk
þess mun stór hluti lífræns efnis
frá fískvinnslum enn fara í sjóinn
vegna þess hve hreinsikröfur eru
enn vægar.
Ef aftur á móti fráveituvatn frá
matvælafyrirtækjum er aðskilið
fráveituvatni frá íbúðabyggð er
mögulegt að vinna stærstan hluta
þess lífræna efnis sem annars færi
í hafíð eða blandaðist íbúðaskólpi.
Þetta er gert með því að setja upp
hreinsistöðvar við matvælafyrir-
tækin þar sem lífræn efni eru
hreinsuð úr vatninu en því má síð-
an veita beint í viðtaka um stutta
útrás. Ein af forsendum fyrir þessu
er að frárennsli frá salemum í
matvælafyrirtækjum sé aðskilið
öðru skólpi.
Almenna verkfræðistofan hefur
reiknað út að sveitarfélag getur
sparað allt að 30% af kostnaði við
fráveituhreinsun ef fráveituvatn
frá iðnfyrirtækjum er aðskilið
íbúðaskólpi en rekstrarkostnaður
minnkar einnig verulega. Hag-
36 - FREYR 7/99