Freyr

Volume

Freyr - 15.05.1999, Page 17

Freyr - 15.05.1999, Page 17
Dreifingartími áburðar á tún og nýrækt AHvanneyri voru gerðar til- raunir með dreifíngartíma tilbúins áburðar í nýræktar- flög á árunum 1971-1974. Notaðar voru eingildar tegundir, sem dreift var saman, eða fosfór- og kalí- áburði fyrst og köfhunarefni síðar. Algengt er að nota búfjáráburð í nýræktir, m.a. vegna þess að auð- velt er að fella hann niður í mold- ina. Þannig nýtist köfnunarefnið betur en ef skítnum er dreift ofan á grassvörð. Hins vegar hefur búijár- áburður þann ókost að oft er mikið af illgresisfræjum í honum, sem veldur því að margir bændur veigra sér við að nota hann í nýræktir. Á árunum 1974-1980 var gerð tilraun með dreifmgartíma á kalí- áburði á tún á Hvanneyri. Tilraunin var gerð til að athuga hvort aðrir dreifingatímar en sá hefðbundni, í byrjun gróanda, ættu rétt á sér og til að athuga hve vel kalí, sem borið væri á að haustlagi, nýtist. Á íslandi hafa fáar tilraunir verið gerðar með dreifíngartíma kali- áburðar. Slíkar tilraunir voru þó gerðar í Gróðrarstöðinni í Reykja- vík, árin 1924-1929 og á Tilrauna- stöðinni á Akureyri árin 1939-1946 (Guðmundur Jónsson, 1979). Á eftir áÉ Magnús Óskarsson, r Bænda- g, Jg* skólanum á Hvanneyri a »LJ hvorugum þessara staða var munur á því hvort kalí var borið á að hausti eða vori, en á báðum stöðum voru tilraunimar gerðar á túnum, þar sem kalíþörfm virtist lítil. Vandamálið við að nýta sér niðurstöður jarðræktartilrauna er að þær gefa oft mismunandi svör eftir jarðvegi, veðurfari, búskaparhátt- um og fleiru. Þess vegna þarf að gera tilraunir vítt og breitt um land- ið, ef vel á að vera. Guðni Þorvalds- son (1998) hefur tekið saman eftir- farandi yfirlit um það hvenær vor- gróður lifnar á mismunandi stöðum í landinu, en það gefur bendingu um hvenær hentugt er að bera á. * Vorgróður lifnar um eða fyrir 25. apríl; undir Eyjafjöllum, í Fljótshlíð, Mýrdal, austurhluta Síð- unnar, hluta af A.-Skaftafellssýslu og á nokkrum öðrum afmörkuðum stöðum. * Vorgróður lifnar fyrstu dagana í maí; í flestum lágsveitum Suður- lands, mörgum lágsveitum á Vest- urlandi og skjólsælum sveitum á Norður- og Austurlandi. * Vorgróður lifnar u.þ.b. viku af maí; á stórum hluta Norður- og Austurlands og i uppsveitum Suð- ur- og Vesturlands. * Vorgróður lifnar um miðjan maí eða seinna; á norðanverðum Vestfjörðum, útsveitum á Norður- og Austurlandi, sem og á bæjum sem liggja mjög hátt. Ríkharð Brynjólfsson (1989) tek- ur undir þá almennu skoðun að rétt sé að bera á tún þegar grös fara að lifna. Hann telur að seinki áburðar- tíma eftir það minnki uppskera um 2-4 hestburði fyrir hverja viku sem dregst að bera á. Áburðartími á nýræktir Tilraunir nr. 284-71 og 284-72, með dreifingartíma tilbúins áburðar á nýrækt voru báðar á framræstri mýri, en mýrin er á gömlum sjávarbotni frá því á ísöld. Tilraunirnar voru gerðar eftir sömu tilraunaáætlun og sjá má í töflu A. Miðað er við áburðardreifíngu vorið sem sáð var í flögin. I tilraun- ina frá 1971 var notuð gras- fræblanda A frá SIS og árið eftir var notuð V-blanda frá MR sem voru svipaðar og sjá má í töflu B. Sáð var 25 kg/ha af grasfræi, sem blandað var saman við áburðinn fyrir dreifmgu. Bæði árin var jarðvegur rakur þegar sáð var. Vorin voru góð, þó var seinna vor- ið hlýrra. Árið 1971 var grasfræinu sáð 11. júní, þá var jarðvegshiti í 10 cm dýpt 7,5°C. Árið 1972 var fræinu sáð 30. mai og jarð- Tafla A. Tilraunir nr. 284-71 og 284-72 a. N+P+K dreift 11. júní (30. mai) b. P+K dreift 11. júnf (30. mai) og N dreift 27 dögum sfðar, 8. júlí (26. júni) c. P+K dreift 11. júní (30. mai) og N dreift 45 (56) dögum síðar, 26. júlí (25. júli) d. N+P+K dreift 8. júlí (26. júni) e. P+K dreift 8. júlí (26. júm) og N dreift 18 (29)dögum sfðar, 26.júlí (25. júli). Tafla B. A-blanda SÍS 1971 V-blanda MR 1972 55% vallarfoxgras (Engmo og Korpa) 50% vallarfoxgras (Engmo og Korpa) j 30% túnvingull 25% túnvingull 15% vallarsveifgras 10% hávingull 15% vallarsveifgras FREYR 7/99 - 17

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.