Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1999, Blaðsíða 38

Freyr - 15.05.1999, Blaðsíða 38
að geyma botnfallið nokkra mánuði á ári, ef nota á hana sem áburð, vegna þess að ekki er rétt að bera slíkan áburð á tún nema hluta ársins, þ.e. vor og e.t.v. haust. Botnfallið mætti geyma í haug- húsum bænda sem hafa til þess rými, jarðgera hana eða byggja geymslutanka líkt og gert er víða erlendis. Þetta getur því aukið kostnað bænda við að nýta þessa afurð. Þurrefnisinnihald botnfallsins frá hreinsibúnaðinum er um 10% en með einfoldum hætti er hægt að auka þurrefnisinnihaldið í 20-30% sem þýðir að rúmmál botnfallsins verður helmingur til einn þriðji af því sem áður var. Það er breytilegt, eftir aðstæðum á hverjum stað, hvort nauðsynlegt sé að minnka rúmmál botnfallsins en þar hafa helst áhrif aðstaða til geymslu, flutningur o.fl. Notkunarsvið Það eru í raun fá takmörk fyrir því hvernig nota má botnfallið sem áburð. Helstu ókostir hennar eru e.t.v. lykt en hana má minnka með kalkblöndun, jarðgerð og loftháðri eða loftfirrtri rotnun. Botnfall frá t.d. fískvinnslu er sérlega hentug við ýmsa uppgræðslu ógróins lands, sér í lagi ef með henni er dreift heppilegu fræi, vegna þess að hér er um að ræða „hreina" afurð sem ekki inni- heldur fræ ýmissa plantna líkt og húsdýraáburður gerir. Hætta á illgresi og öðrum óæskilegum plöntum ætti því að vera mun minni með notkun fiskbotnfall en t.d. með húsdýraáburði og er það mikill kostur. Engin sníkjudýr, sóttberar eða sóttkveikjur fylgja botnfallinu, ef rétt er að staðið, þannig er unnt að nota hana sem áburð fyrir mat- jurtir. Botnfallið má nota beint á tún án nokkurrar meðhöndlunar en reynslan af notkun fiskslógs og jafnvel fiskimjöls sýnir að fuglar geta sótt í slíkan áburð án þess þó að það teljist vandamál. Botnfallið er svipuð og kúa- mykja í meðhöndlun og því væntanlega hentugast að dreifa henni með mykjudreifara. Kalk er oft notað í hreinsun frá- rennslis og má áætla að í hverju kg þurrefnis í botnfalli séu um 100-200 g af kalki. Notkun kalks er ekki nauðsynleg þannig að slíkt væri háð samkomulagi bænda og þess aðila sem rekur hreinsistöð- ina. Kalk gæti þó komið að gagni í súrum jarðvegi. Hér hefur aðallega verið ljallað um botnfall sem verður til hjá fiskvinnslunni en botnfall frá t.d. sláturhúsum, mjólkurbúuni o.fl. er einnig vel fallin til áburðarnotk- unar. Botnfall frá sláturhúsum er þó vandmeðfarnari vegna hættu á dreifmgu sóttkveikja. Unnt er að minnka þá hættu verulega en ekki er farið nánar út í það hér. Botnfall, sem verður til í slátur- húsum, þarf því að nýta með öðr- um hætti en t.d. fiskibotnfall. Hana mætti nota til uppgræðslu, þar sem ekki er fé á beit, t.d. í skógrækt eða með því að plægja hana niður í jörðu líkt og gert er með skít frá riðusýktum bæjum. Slík notkun væri þó ávallt háð leyfi viðkomandi dýralæknisem- bættis. Magn á hektara Algengt áburðarmagn köfnunar- efnis á tún er um 110 kg N/ha á ári (heimild 1) og af fosfór 10-18 kg P/ha á ári. Miðað við þetta má nota um 1,3 tonn af þurrefni í formi botnfalls á hvern hektara en þetta jafngildir um 13 tonnum af botnfalli með 10% þurrefnisinni- haldi. Hér er um að ræða 100% hlutfall af áburðarþörf fyrir köfn- unarefni en 160% fyrir fosfór. Reiknað er hér með að gróður nýti næringarefnin 100%, sem reyndar er óraunhæft, en tölur um nýting- arhlutfall eru óljósar eins og áður er nefnt. Fiskvinnsla, sem vinnur u.þ.b. 50 tonn af fiski á dag, framleiðir að meðaltali botnfall sem í er um 31 tonn af köfnunarefni og 9 tonn af fosfór á ári. Þetta er köfnunar- efnismagn sem nægir á ríflega 280 hektara túns miðað við að köfnun- arefnið nýtist 100%. Ef frárennsli frá fiskiðnaði, til dæmis á Akureyri, væri hreinsað með umræddum búnaði væri áburðarmagn í botnfalli, sem þar félli til, nægjanlegt fyrir 2300 hektara m.v. 100% nýtingu köfn- unarefnis en 1500 hektara miðað við 70% nýtingu köfnunarefnis. Þetta jafngildir áburðarþörf fyrir um 10-15% af ræktuðu landi í Eyjafírði. Niðurlag I landinu fellur til mikið magn lífræns efnis frá matvælafyrirtækj- um. Um þessar mundir er stærst- um hluta þessa efnis veitt til sjávar eða það urðað. Með aðskilinni hreinsun fráveituvatns frá íbúða- byggð og matvælafyrirtækjum er hægt að hreinsa og endurnýta stærstan hluta þess lífræna efnis sem í dag fer til spillis. Bændur með lífrænan búskap geta nýtt sér þetta lífræna efni til áburðargerðar en þá vantar oft lífrænan hreinan áburðargjafa. Ný tækni í hreinsun frárennslis gerir það hagkvæmt fyrir mat- vælafyrirtæki að hreinsa eigið frá- rennsli sérstaklega og selja botn- fall sem til verður við hreinsunina. Hagkvæmnin er einnig töluverð fyrir sveitarfélög sem sleppa þá með að byggja mun minni hreinsi- stöðvar. Hér er því greinilega um þjóðhagslegt hagsmunamál að ræða, sem jafnframt getur verið ein af forsendum hagkvæmni i líf- rænni ræktun. Heimildir: 1. Aburðarfræði eftir Magnús Osk- arsson og Matthías Eggertsson. Útgef- andi Búnaðarfélag íslands 1991, ISSN 9975-9065-2-9. 2. Lífræn ræktun-búskapur í sátt við umhverfið. Fjölrit úr erindi eftir Ólaf R. Dýrmundsson, flutt hjá Líffræðifélagi íslands í Lögbergi 25. febrúar 1999. 38 - FREYR 7/99

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.