Freyr

Volume

Freyr - 15.05.1999, Page 35

Freyr - 15.05.1999, Page 35
Endurrœktað lífrœnt tún i Þórisholti í Mýrdal. (Ljósm. Ó.R.D.). lýsingum, aðstoða við gerð staðla og útgáfa bóka og tímarita. Opinber afskipti af lífrænum landbúnaði heijast um 1980. Þá er byrjað að leggja skatt á tilbúinn áburð og kemísk vamarefni til að draga úr notkun þeirra. Einnig eru reistar nýjar tilraunastöðvar á Norðurlöndunum í lífrænum land- búnaði sem ætlað var að þróa að- ferðir og skila þekkingu til bænda. Beinir styrkir til bænda, sem voru að breyta yfir í lífrænan landbúnað, komu fyrst til sögunnar á árunum 1987-1992 á Norðurlöndunum, í Austurríki, Þýskalandi og Sviss. Ástæður þess að landbúnaðar- stefna þessara landa var sveigð í átt að lífrænum landbúnaði vom: * jákvæð áhrif lífræns landbúnaðar á umhverfið, * jákvæð áhrif á byggð í dreifbýli, * ljölbreytni í atvinnuháttum, * nýting og varðveisla þekkingar- arfs bænda, * auknir tekjumöguleikar fjöl- skyldubúa, minni vandamál vegna offramleiðslu landbúnað- arvara og þar af leiðandi minni framlög hins opinbera vegna of- framleiðslu, * aukin eftirspum almennings eftir lífrænum landbúnaðarvörum. Lífræn ræktun á íslandi Þróunin á Islandi hefst líkt og í öðmm löndum með starfi áhuga- fólks. Sólheimar í Grimsnesi em upp- hafsstaður lífrænnar ræktunar hér á landi. Þar hefur verið rekið vist- heimili frá 1930 og unnið eftir hug- myndum Rudolf Steiner. Einstakir bændur hófú að fikra sig áfram með ræktun og stofnuðu árið 1993 með sér félag lífrænna bænda; VOR. Félagið Lífrænt samfélag i Mýrdal var einnig stofnað 1993. Bændasamtök Islands sáu þörf á aukinni ráðgjöf og réðu landsráðu- naut í lífrænum landbúnaði sem unnið hefúr brautryðjendastarf um nokkurra ára skeið. Hið opinbera hóf afskipti af líf- rænum landbúnaði árið 1992 með undirbúningi að setningu laga nr. 162 árið 1994 og reglugerðar nr. 219 árið 1995 um kröfúr sem gerðar em til viðurkenndra lífrænna fram- leiðsluhátta. Þessi reglugerð byggir á grunnreglum frá IFOAM en er sniðin að íslenskum aðstæðum. Ríkið hefur einnig veitt nokkrum fjármunum til átaksverkefna á sviði markaðsmála, rannsókna og fram- leiðslu landbúnaðarafurða. Fagráð í lífrænum landbúnaði var stofnað árið 1997 og er það skipað fulltrúum bænda, rannsóknarstofn- ana, menntastofúana og stjórnsýslu. Hlutverk fagráðs er að vera vett- vangur fyrir faglega umræðu og samræmingu á sviði fræðslu, leið- beininga og rannsókna í þágu líf- ræns búskapar. Árið 1998 var bændum gert kleift að sækja um styrki til að fara yfir í lífræna sauðijárrækt til út- flutnings á dilkakjöti. Samkvæmt búnaðarlögum em nú einnig veittir styrkir til endurrækt- unar lands sem ætlað er til lífrænn- ar ræktunar svo og til ræktunar í gróðurhúsum. Hér á landi vom árið 1998 um 30 framleiðendur á lífrænum vörum og„ fyrirtæki vottuð til meðhöndl- unar á lífrænu hráefni. Rannsóknir og menntun í lífræn- um landbúnað em einnig í þróun hér á landi og fara fram á Bænda- skólanum á Hvanneyri, Rann- sóknastofnun landbúnaðarins og í Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum. Á Bændaskólanum á Hvanneyri hefur verið kennsla í lífrænum landbúnaði frá 1995 og er aukinn áhugi og eftirspum effir slíku námi. Þessar stofnanir hafa starfað með bændum að rannsóknum og þróun og stefúa að frekara samstarfi með þeim. Heimildir. Conford Philip. 1998. Background to the organic farming movement. Fyrir- lestra við Landbúnaðrháskólann í Wag- eningen Hollandi. Goewie E.A. 1997.Introduction to ecological agriculture and designing methodologies for prototyping ecologi- cal production systems. 16-35. Wagen- ingen. Agricultural University of Wa- geningegn. Granstedt Arthur. 1998.Byodinamisk odling. Ekologisk Lantbmk.92-96. Nat- ur och kultur LTS Forlag. Falköping. Lampkin Nic.1998. Policy framwork for the development of ecological agri- culture in Europe. Fyrirlestrar við Landbúnaðarháskólann í Wageningen. Niggli Urs, Lockeretz William. 1996. Development of research in org- anic agriculture. Fundamentals of org- anic agriculture, 11 th IFOAM intema- tional scientific conference.9-23. IFOAM Ökozentrum Imsbach D- 66636 Tholey-Theley. Ólafur Dýrmundsson. 1999. Lífræn ræktun búskapur í sátt við náttúruna. Fyrirlestur í líffræðifélagi Islands. Reykjavík . Bændasamtök Islands. FREYR 7/99 - 35

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.