Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1999, Blaðsíða 39

Freyr - 15.05.1999, Blaðsíða 39
Ný landbúnaðarstefna ESB Opinber framlög skilyrt með umhverfiskröfum ESB samþykkti með herkjum nýja landbúnaðarstefnu fyrir sambandið hinn 26. mars sl. í kjölfarið hefúr orðið mikil umræða innan landbúnaðarins og meðal fólks, sem skrifar um landbúnaðannál, hvort hin nýja stefna sé góð eða slæm. Eitt eru þó allir sammála um, hin nýja stefha er til orðin sem niðurstaða af hreinum pólitískum hrossakaupum. Áhrifm ef hinni nýju stefnu verða auðmerkjaleg fyrir afkornu hins ein- staka bónda, þó að þau í stómm drátt- um verði hvorki jafii hörð né fljótvirk og upphafleg tillaga landbúnaðar- stjóra ESB, Franz Fischlers, gerði ráð fyrir. Helstu þættimir em eftirfarandi: * Verð á komi mun lækka um alls 15% í tveimur áföngum. * Greiðsla fyrir mjólk mun lækka um 15% en sú lækkun kemur ekki til ffamkvæmda fyrr en árin 2005 og 2006. Jafhframt munu flest lönd í ESB fá að auka mjólkurkvóta sinn um 1,5%. * Kjötverð til ffamleiðenda mun lækka um 10% alls, i þremur jöfn- um þrepum á tímabilinu 2000- 2002. Birgðasöfnun á kjöti á veg- um hins opinbera verður hætt og einkarekið birgðakerfi mun leysa það af hólmi. Ef ffamboð á kjöti verður of mikið verður unnt að létta á álaginu með þvi að taka kjöt út af markaðnum. Opinber framlög skilyrð með umhverfiskröfum Verðlækkunina á að hluta til að bæta upp með beinum stuðningi við bænd- ur. Þennan stuðning á að tengja beint við þær umhverfiskröfúr sem hvert land í sambandinu setur sér. Þeim bændum, sem uppfylla ekki þessar kröfúr, verður refsað með lækkun ffamlaga til þeirra. Jafiiffamt geta lönd ESB hnikað til beinu ffamlögunum út ffá þörfinni á að skapa atvinnutækifæri í landbúnaði. Ekkert „þak" er ákveðið á upphæð styrkjanna. Ungir bændur fá fjárfestingarstyrki. Jafnffamt verður komið á kerfi sem gefúr bændum kost á að fara á eftir- laun fyrr en ella, með árleg effirlaun upp á n. kr. 123.900 (eða um 1,2 millj. í. kr) í allt að 15 ár. Hvatt skal til tijá- plöntunar á ræktuðu landi með ffam- lagi upp á n. kr. 5.980 á hektara. Ólíkt mat Hin nýja landbúnaðarstefna, Agenda 2000, er mikilvægur þáttur í breytingum á öllu stjómkerfi ESB, en þar er gert ráð fyrir stækkun sam- bandsins og stefnt að því að nokkur lönd í Austur-Evrópu fái þar inn- göngu á næstu árum. Nýja landbún- aðarstefnan á að gilda til ársins 2006. Frakkland og franskir bændur gengu harðast ffam í því að fá ffam breytingar á upphaflegum tillögum Franz Fischlers og náðu þar ýmsu ffam bændurn til hagsbóta á loka- sprettinum áður en forsætisráðherrar innan ESB náðu samkomulagi á fúndi í Berlín 26. mars sl. Bretar voru hins vegar í forystu fyr- ir þeim sem fannst of langt gengið í stuðningi við landbúnaðinn en þeir óttast mikla aukningu útgjalda til landbúnaðar þegar ný lönd fá inn- göngu í sambandið. Helstu gagnrýnisatriði Aðal athugasemdir af hálfú gagn- rýnenda hinnar nýju stefnu em að hún feli hvorki í sérþær einfaldanir né rót- tæku breytingar sem þörf hafi verið á. Evrópskur landbúnaður verði áffam mjög vemdaður og verð á búvörum muni í stórum dráttum verða vemlega hærra en heimsmarkaðsverð. Það muni stórlega veikja samkeppnis- hæfni evrópsks matvælaiðnaðar gagnvart stómm útflutningslöndum svo sem Bandaríkjunum, Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Að áliti Alan Swinbanks, forstöðu- manns landbúnaðar- og matvælahag- ffæðideildar Háskólans í Reading á Englandi, er hin nýja landbúnaðar- stefna einungis ffestun á ákvörðunum sem bíða úrlausnar, en hann er talinn einn helsti sérffæðingur Bretlands í landbúnaðarstefhu ESB. Hann bendir á að reglur um flesta styrki til land- búnaðar innan sambandins séu ótíma- bundnar og gildi það jafnt um styrki til umhverfisverkefna, félagslegra verkefna, ræktunar og búfjárhalds. Af þessu muni leiða vandamál í nýrri samningalotu innan Alþjóða við- skiptastofhunarinnar, WTO. Nýjar blikur á lofti Verðlagning og marksaðsmál em hins vegar einungis hluti af þeim vandamálum sem bíða úrlausnar í landbúnaðarstefnu ESB á komandi ámm. Fjöldi nýrra verkefna kalla.á úr- lausn. Hin mikilvægustu þeirra em líftækni, notkun hormóna við ffam- leiðslu mjólkur og kjöts, gæði mat- væla og hollusta þeirra, sem og um- hverfis- og velferðarmál. Embættismannanefhd ESB verður að bregðast við kröfú neytenda um „grænni" landbúnað. Það er hins veg- ar mikil og vaxandi gjá milli þeirra hugmynda sem neytendur annars vegar, gera sér um landbúnað og þess hvemig landbúnaður er stundaður, hins vegar. Margir utan atvinnuvegarins gera sér enn hugmyndir um sveitasælu og afslappað líf í faðmi náttúmnnar. Landbúnaður er hins vegar víða orð- inn hávélvæddur og hátæknilegur iðnaður. För landbúnaðarins inn í 21. öldina mun fylgja margur pólitískur höfuðverkur, segir Christopher Horseman, forstjóri og ritstjóri Land- búnaðardeildar bresku fféttastofúnnar Agra Europe. Að áliti hans og margra annarra er það á því sviði sem land- búnaður í ESB mun mæta mestum vandamálum á komandi ámm. Hin nýja landbúnaðarstefha ESB tekur lít- ið tillit til þess. (Bondebladet nr. 19/1999). FREYR 7/99 - 39

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.