Freyr - 15.05.1999, Blaðsíða 14
'0
<r <r <r <f v
Tökustaður sýnis
4. mynd. Spírunarhlutfall eftir 20 daga úr pottaathugun, flokkað eftir uppruna
sýnanna.
og verður túlkun að vera í sam-
ræmi við það, en ekki er sjáanlegt
að um sé að ræða afgerandi nei-
kvæð áhrif frá botnleðjunni.
Á vaxtartímanum var gefinn
áburður sem nam um 450 kg/ha
Græðir 5 (15-15-15). Uppskera
var síðan mæld eftir 90 daga frá
sáningu. Á 5. mynd má sjá með-
aluppskeru á spírað fræ fyrir allar
gróðurtegundirnar. Verulegur
breytileiki var í uppskerutölum.
Ekki var sjáanlegt samhengi milli
uppskerumagns og K-gilda eða
pH-gilda. Eins og sjá má hefur
sáðmoldin í öllum tilvikum vinn-
inginn hvað varða uppskerum-
agn. Af þeim gögnum sem tiltæk
eru er ekki grundvöllur til að
draga ákveðnar ályktanir en þeim
er hér varpað fram til umhugsun-
ar og umræðu og mættu gjarnan
leiða til frekari athugana á þess-
um vettvangi þar sem ætla má að
umrædd atriði hafí nokkuð þungt
vægi í ræktunarstarfinu.
Dreifing uppgraftar
með áburðardreifara
Um miðjan desember 1997
voru 1300 metrar af framræslu-
skurðum hreinsaðir með skurð-
gröfu eins og áður kom fram.
Uppgröfturinn var um 1080 m3 og
honum var dreift með Kverneland
KD búfjáráburðardreifara sem
Ingvar Helgason hf. hefur umboð
fyrir. Dreifarinn er byggður fyrir
að geta unnið með nánast allar |
geróir áburðar með breytilegt
þurrefnisinnihald. í botni hans er
mjög öflugur snigill sem færir
áburðinn fram að kasthjóli fremst
á dreifaranum, sem þeytir honum
til hægri frá dreifaranum. Að-
stæður voru fremur erfiðar sökum
bleytu á spildunum og á köflum
var nokkuð hvassviðri. Vinnan
fór þannig fram að skurðgrafan
ók eftir skurðbakkanum með
hefðbundnum hætti og dráttarvé-
lin og dreifarinn gekk við hlið
hennar. Hentugast reyndist að
dreifarinn væri staðsettur þannig
að fremri brún dreifara næmi við
fremri brún skurðgröfubeltanna.
Grafan skilaði uppgreftinum
beint upp í dreifarann, en hann
var hafður stöðugt í gangi og
tætti niður mold og gróður og
þeytti því út til hægri. Af
byggingu dreifarans leiðir að
bakka varð meðfram sumum
skurðum, þar sem dreifarinn
getur aðeins dreift til hægri mið-
að við akstursstefnu.
í 2. töflu koma fram afköstin
eins og þau voru í þessari athug-
un. Afköst skurðgröfunnar var
takmarkandi þáttur í öllum tilvik-
um, nema þar sem grafið var
beint úr skurðruðningi, en þá
reyndist afkastageta dreifarans
vera takmarkandi þáttur.
Á„. mynd má sjá niðurstöður
mælinga á dreifíngu frákastsins
frá dreifaranum en þar var magn
uppgraftar á lengdarmetra nokk-
uð mikið, eða um 973 kg/lengdar-
metra. Ennfremur ber að hafa í
huga að dreifarinn stendur nokkra
metra inn á spildunni. Almennt
má segja að dreifarinn reyndist
vel við þessa vinnu. Öryggisbolti
fyrir snigil brotnaði einu sinni, án
þess að á því væri sjáanleg skýr-
ing önnur en sú að mikið var í
dreifaranum af þungum jarðvegi.
Öryggisútbúnaður fyrir kasthjól-
ið gaf eftir þegar aðskotahlutur
flæktist í það. Tækið stóðst því
«o
ro
a
V)
ro
(0
a
a
3
úr botni
I úr uppgreftri
sáðmold
Óblandað Blandað Sáðmold
sýni
5. mynd. Uppskera 90 dögum eftir sáningu.
14- FREYR 7/99