Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1999, Blaðsíða 20

Freyr - 15.05.1999, Blaðsíða 20
Mynd 4. Tilraun nr. 385-74 frá Hvanneyri með dreiflngartíma á kalí, fosfór, kalsium og magníum í uppskeru 1. sláttar, meðaltal áranna 1975-1980. eftir lifðu þar 155 grasplöntur á fer- metra. A reitunum, sem slegið var 8. september, virtust grösin lifa góðu lífí og þar lifðu„30 plöntur á fermetra. Þess má geta að í grein eftir Magnús Óskarsson og Ríkharð Brynjólfsson (1999), sem bíður birtingar, segir frá tveim tilraun- um frá Hvanneyri með dreifíngar- tíma fosfórs. í greininni segir: „Tilraunirnar með dreifingartíma á þrífosfati benda báðar til þess að best sé að bera á snemma vors. Það var 16% og 5% lakari uppskera að bera á að hausti en snemma vors og 12% og 7% lak- ari uppskera að bera á síðla vors en snemma vors. Vafalítið fara niðurstöður úr tilraunum með dreifíngartíma á fosfóráburði mik- ið eftir því hve mikið er af auð- nýttum fosfór í jörðu.“ Eins og kemur fram hér á undan er kalíþörf jarðvegs mikil á Hvann- eyri og þar reyndist best að bera kalí á tún í byrjun gróanda. Þetta kom einnig fram í eldri tilraun, sem gerð var með kalíþörf túna á Hvanneyri (Þorsteinn Þorsteinsson og Magnús Óskarsson, 1963). Efnagreiningar á grösunum sýndu neikvæðar víxlverkanir á milli kalís annars vegar og kalsíum, magnium og natríum hins vegar, þ.e. að því meira kalí, sem var hlutfallslega í uppskerunni, því minna var hlut- fallslega af hinum efnunum. Þetta er sama tilhneiging og sjá má á mynd 4, í þeirri kalítilraun sem hér er ijallað um. Hólmgeir Bjömsson (1998) hefúr skýrt frá tilraunum, þar sem dreif- ing áburðar seinni hluta sumars eða að hausti hefúr gefíð góða raun. Það væri áhugavert að rannsaka ffekar hvort sú hugmynd er ekki gagnleg, t.d. fyrir sauðfjárbændur, sem hafa lítinn tíma til að bera á í byrjun gróanda og þurfa á grænu túni að halda snemma vors, fyrir lambfé. Hólmgeir bendir einnig á að: „Haustdreifíng hentar .. einkum til að nýta búfjáráburð, en þó skal magni hans stillt í hóf.“ Heimildir: Guðmundur Jónsson, 1979: Skrá um rannsóknir í landbúnaði. Tilraunaniður- stöður 1900-1965. Rannsóknastofnun landbúnaðarins, 428 bls. Guðni Þorvaldsson, 1998: Áhrif veð- urþátta á byrjun gróanda og grænku túna og úthaga. Ráðunautafundur 1998, bls. 155-163. Hólmgeir Bjömsson, 1998: Dreifmg- artími áburðar. Freyr, 94, 6:18 - 22. Magnús Óskarsson og Ríkharð Brynjólfsson, 1999: Mismunandi teg- undir fosfóráburðar og dreifmgartími á fosfóráburði. Óbirt grein. Ríkharð Brynjólfsson, 1989: Vor- verkin. Freyr, 85, 7: 282-283. Þorsteinn Þorsteinsson og Magnús Óskarsson, 1963: Áhrif kalíum, magn- íum og kalsíum í áburði á uppskeru og steinefnamagn grasa. Árbók landbún- aðarins 4: 223-237. Mol i Bændum í Svíþjóð fækkar Á síðasta ári, 1998, fækkaði sænskum bændum að meðaltali um sjö á dag. Meira en tíundi hver svínabóndi hætti á árinu. Byggðum býlum fækkar jaíht i jaðarbyggðum og miðsvæðis, en miðsvæðis fækkar þeim þar sem verð á landi er þar hátt og aðrir bændur vilja stækka við sig. (Norsk Landbmk nr. 9/1999). Altalað á kaffistofunni Deutz-græn jörð Eftirfarandi vísa er eftir Hjörleif Hjartarson á Tjörn í Svarfaðardal, þar sem hann tengir saman fegurð sveitar sinnar og tækni í landbúnaði. Þegar drifskafts-gul sól vermir Deutz-grœna jörð og um dalina fuglarnir sveima, þegar vorblœrinn andar á Ford-bláan fjórð hvað er fegurra en sveitin ntin lieinta? 20 - FREYR 7/99

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.