Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1999, Blaðsíða 27

Freyr - 15.05.1999, Blaðsíða 27
Meðan eftirspurn var eftir feitmeti þótti gott að svín söfnuðu sem mestri fitu. felli í Dalasýslu í lok aldarinnar og fleiri staði mætti nefna. Talið er að þessi svin hafi komið frá Danmörku, en einnig er getið um svín af enskum kynjum, Yorkshiresvín og Berkshire- svín. Að beiðni stiptamtmanns sendi danska landbúnaðarfélagið gölt og tvo gyltugrísi til landsins árið 1872 til reynslu handa bændum á Skeið- um. Mun séra Stefán Stephensen á Ólafssvöllum hafa haft forustu um þessa tilraun. Sama ár vom göltur og tveir gyltugrísir sendir Ifá Danmörku í tilraunaskyni og var dýrum þessum fyrst komið fýrir á Akranesi en síðar flutt á Engey við Reykjavík. Báðir geltimir drápust og sendi danska landbúnaðarráðuneytið gölt aftur til landsins árið eftir. Því miður fóm þessar tilraunir til að koma á fót svínarækt út um þúfur, hvomg heppnaðist, dýrin drápust og því kennt um að menn kynnu ekki tökin á þessum „nýju húsdýmm”. Eins og kunnugt er stunduðu Norð- menn hvalveiðar hér við land um ára- tuga skeið fyrir og eftir síðustu alda- mót. Reistuþeirbryggjurogaðstöðu ýmiss konar til að verka hvalaafúrðir. Oft var fjölmenni við störf á þessum hvalstöðvum. Að jafnaði höfðu Norðmenn svín meðferðis ffá Nor- egi. Vom þau alin á stöðvunum og sláhað þar til þess að hafa nýmeti fyr- ir starfsfólkið meðan vertíðin stóð. Talið er að ffá þessum stöðvum hafi íslendingar á bæjum í grenndinni stundum fengið grísi til uppeldis. í byijun aldarinnar var öðra hvom verið að hvetja menn til að taka upp svínarækt og um aldamótin var hafin svínarækt í smáum stíl á bændaskól- anum á Hólum og í Gróðrarstöðinni á Akureyri. Efth að íjómabúin tóku til starfa víðs vegar um landið í byijun aldarinnar var álitið að áfir, sem til féllu á þessum búum, væm best nýtt- ar sem fóður fyrir svín. Því var talið ráðlegt að kaupa unga grísi og ala þá á rjómabúunum yfir sumarið og sláha þeim að hausti, þegar störfum í búunum var lokað það árið. í ýmsum greinum, sem birtar vom í blöðum og tímaritum í byijun aldar- innar til þess að hvetja menn til að helja svínarækt í smáum stíl, var þrá- faldlega bent á að svín éti allt nærri sagt og að það sé þrifhaður að því að geta látið svín nota allt sem af gengur, bæði ffá mönnum og dýmm, því að ekki séu þau vandfædd. Síðan er talið upp hvað má nota sem fóður fyrir svín, t.d. rófúr, næpur, kál, kartöfluúrgang, gras, fiskiroð, hrossakjöt, hvalkjöt, soð og mjólkurúrganga hvers konar. Þó að svín æfti þannig að nota sem eins konar sorpmnnur hafa menn fljótt áttað sig á því að betur þurfti að gera við þau í fóðri heldur en hér er nefiit ef viðhlítandi árangur ætti að nást. Búnaðarfélag íslands samdi árið 1905 við Sturlu kaupmann Jónsson, sem þá rak búskap í Brautarholti á Kjalamesi, um að kaupa nokkur svín og ala, svo að bændur og ijómabúin gæm fengið þar grísi af góðu kyni á hæfilegu verði. Leyfi fékkst hjá landsstjóminni til þess að kaupa svín frá Danmörku með sérstökum var- úðarráðstöfúnum, en þá var með lög- um búið að banna innflutning á svín- um til landsins nema með sérstöku leyfi landsstjómarinnar. Keyptar vom 5-6 mánaða gamlir grísir frá svínaræktarbúum í Dan- mörku, einn göltur og fjórar gylmr af Yorkshire kyni og einn göltur og ein gylta af innlendu dönsku kyni. Feng- inn var danskur maður til að annast um svínin. Fór innflutningstilraun þessi vel af stað og næsta ár vom í Brautarholti sjö gyltur og vom grísir þaðan boðnir til sölu á 16-20 krónur hver. Skömmu efth að Sláturfélag Suð- urlands tók til starfa árið 1907 keypti félagið allan svínastofn Jóns kaup- manns Þórðarsonar (1837-1910) og hóf svínarækt. Var ýmist að félagið ól upp slátursvin eða seldi bændum undaneldisgrísi til uppeldis og keypti þá aftur þegar þeir náðu slámrstærð. Ýmsir einstaklingar réðust þá í það að koma upp vísi að svínabúskap í Reykjavík og nágrenni, en fæstir ent- ust lengi við þann búskap enda búin smá og litlu til kostað með húsnæði og aðbúnað og kunnátta í svínabú- skap hjá flestum takmörkuð. Á árunum 1920-1930 var svína- rækt tekin upp á ýmsum stöðum í ná- grenni Reykjavíkur, má þar nefha Vífilsstaðabúið og svínabú Carls 01- sens stórkaupmanns í Austurhlíð við Reykjavík. Hafði hann fengið leyfi til innflutnings á svínum frá Kaup- mannahöfn og Leith og var hann lengi aflögufær með undaneldisgrísi. Einnig má nelha Gunnarshólmabúið, Kleppspítalabúið; svínabú að Reykj- um í Mosfellssveit o.fl. Þegar Mjólk- urbú Flóamanna hóf starfsemi sína, árið 1930 vomfljótlegakeyptþangað svín og byggt þar sérstakt hús að danskri fyrirmynd yfir 80 svín. Kaupfélag Eyfirðinga tók einnig upp svínabúskap í sambandi við mjólkursamlag sitt á Akureyri. Séra Eiríkur Albertsson tók upp allnokkurt svínaeldi á Hesti í Borg- arfirði og á Ausmrlandi rak Emil Tómasson svinabú að Stuðlum við Reyðarljörð og seldi grísi til eldis í kauptúnin eystra. Tina mætti til ýmsa fleiri staði þar sem svínabú- skapur var rekinn um lengri eða skemmri tíma. Þeir aðilar sem réð- ust á svona búskap í alvöru, t.d. mjólkurbúin, létu reisa sérstök FREYR 7/99 - 27

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.