Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.05.1999, Qupperneq 11

Freyr - 15.05.1999, Qupperneq 11
undir Búnaðarbankann. Stjórn bankans var öll í stjóm deildarinnar en við hana bættust tveir fulltrúar frá bændasamtökunum. Einn bankastjóranna skrifaði upp á lánin og allan tímann var Stefán Pálsson tengiliður bankans við deildina. Hann þekkti vel til og samstarf okkar gekk ágætlega.“ - Hann hefur aldrei neitaó að skrifa upp á lán ? „Nei, ég held hann hafí treyst mér allvel. 1 stöku tilvikum tók hann mál til athugunar eins og vera ber.“ - Svo breytist nafnið á Stofnlána- deildinni í Lánasjóð landbúnaðar- ins. „Já, það var samþykkt á Alþingi árið 1997 og kom til framkvæmda í byrjun árs 1998.“ - A þessum tíma var verið að stokka upp allt lánakerfi atvinnu- lífsins og stofna Framkvœmda- banka atvinnulífsins. Hvers vegna fór Stofnlánadeildin ekki þangað inn eins og Fiskveiðasjóður, Iðn- lánasjóður og aðrir sjóðir? „Ég held að það hafi aldrei kornið til tals og það ríkti enginn ágrein- ingur um það að halda þessum sjóði utan við sameininguna, það var vilji jafnt stjómmálamanna sem bænda- samtakanna. Það má segja að þessi sjóður sé dálítið sérstakur, ekki síst vegna reglnanna um sjóðagjöldin. Þær raddir heyrðust að réttast væri að halda sjóðnum áfram í Búnaðar- bankanum en niðurstaðan varð sú að gera hann sjálfstæðan. Síðar var svo ákveðið að flytja aðsetur hans til Selfoss sem nú er verið að undir- búa. - Fylgdu þessu miklar breytingar í starfsemi sjóðsins? „Nei, það verður ekki sagt. Þetta var tiltölulega auðvelt og samning- ar við Búnaðarbankann um húsa- leigu og aðra þjónustu gengu greið- lega. Fyrst og fremst er þessi breyt- ing stjómunarlegs eðlis, en land- búnaðarráðherra skipar nú alla stjóm Lánasjóðsins." Var alltaf háður starfinu En nú er Leifur hættur að hlutast til um fármál bændastéttarinnar. Hvað tekurþá við? „Ég hef nóg að gera. Ég ákvað fyrir allnokkru að hætta á þessu ári eftir 15 ára starf enda er ég þeirrar skoðunar að menn eigi helst ekki að vera mikið fram yfír 65 ára í svona störfum. Sumir em i erfiðum störf- um fram til sjötugs og eiga svo ekki nema örfá sæmileg ár eftir að þeir hætta. Ég er mjög sáttur við mín starfslok enda nóg af góðum mönn- um til að taka við. Nýr fram- kvæmdastjóri, Guðmundur Stef- ánsson búnaðarhagfræðingur, hefur tekið við og ég veit að sjóðurinn mun sinna hlutverki sinu vel undir hans stjórn. Lánasjóðurinn hefur mjög góða eiginíjárstöðu, eða um 2,6 milljarða kr. og á að geta sinnt landbúnaðin- um vel eins og hingað til. Sjóðurinn nýtur líka trausts stjómvalda því að hann hefur verið rekinn af ábyrgð og með lágmarks rekstrarkostnaði. þetta er mjög mikilvægt að menn hafi í huga því að hann er einn fárra sjóða sem nýtur rikisábyrgðar. Kona mín hætti að vinna í fyrra en hún starfaði á dvalarheimili. Mér er ekki farið að leiðast neitt því að ég hef verið að vinna með syni mín- um í hestamennsku. Hann er með hesta sem hann temur og flytur út. Við keyptum okkur hesthús hér skammt frá í Mosfellsbænum og þar er hann með 20 hross á jámum. I staðinn fyrir að hann réði sér að- stoðarmann geng ég í verkin með honum. Þá hefur maður vanrækt ýmislegt á liðnum ámm sem nú gefst færi á að bæta úr. Ég verð að játa það að ég var allt- af talsvert bundinn mínu starfi, háð- ur því. Þetta er kannski vondur vani en ég tók mér aldrei langt sumarfrí í einu því að mér þótti leiðinlegt að láta hlutina safhast upp á skrifborð- inu og hefur alltaf fundist best að af- greiða málin sem fyrst. Ég hef ekki gert mikið af því að ferðast utan- lands en í starfi mínu hef ég farið mikið um landið. Það er vissulega ágætt að fara til útlanda ef maður vill losna alveg við vinnuna og það hjálpaði mér ágætlega að fara til Flórída þegar ég hætti í vetur. Hefði sennilega farið í vinnuna ef ég hefði verið héma heima! Við reynum að komast út í Skáleyjar á hverju sumri. Ég bregð mér þá á lúðu- veiðar og við njótum eyjalífsins. Og svo finnst mér gaman að skreppa í lax í fallegum ám og að sjálfsögðu að bregða mér á hestbak.“ Við þetta bætist að Leifur á stóra ijölskyldu Börnin em fimm, fjórar dætur og einn sonur, og bamaböm- in orðin tíu. Það er því engin hætta á að hann verði iðjulaus á næst- unni. Hann segist vera sáttur við lífið. „Ég tel mig hafa verið mjög heppinn með störf. Þau hafa verið gefandi og tengst aðaláhugasviði mínu sem er landbúnaðurinn. í Stofnlánadeildinni fékk ég líka út- rás fyrir hagfræðiáhugann sem allt- af hefur blundað með mér. Ég hef því aldrei þurft að kvíða því að mæta til vinnu og þegar öllu er á botninn hvolft er það kannski það sem mest er um vert. María, konan mín, hefur tengst störfum mínum á margvíslegan hátt, verið nokkurs konar símaþjónn því að skrifstofa Búnaðarsambands Snæfellinga var lengst af í heimahúsi okkar. Því var oft gestkvæmt á heimilinu og henn- ar hlutur stór í að taka á móti gest- um og veita þeim beina og jafnvel gistingu. Hafi ég orðið til einhvers gagns þá á hún sinn þátt í því. Vegna starfa minna var ég oft fjarri heimilinu og vinnudagurinn langur og því mæddi uppeldi bamanna og ýmislegt fleira meira á henni en mér. þar hef ég staðið mig illa - en hún vel. Ég á góða fjölskyldu og við höfum í áranna rás eignast marga góða vini og kunningja. Það er mikill auður sem yljar í minning- unni. Mér finnst ástæða til að nota tækifærið og þakka öll þau ágætu samskipti sem við höfum átt við fjölda fólks vítt og breitt um land- ið,“ segir Leifur Kr. Jóhannesson og lætur fara vel um sig í vorsólinni í Mosfellsbænum. Þ.H. FREYR 7/99 - 11

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.