Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1999, Blaðsíða 24

Freyr - 15.05.1999, Blaðsíða 24
því að erfðabreytileiki hveitis í ræktun er orðinn takmarkaður. Nú er svo komið að búið er að nýta þann erfðabreytileika sem er fyrir hendi í villtum fyrsta stigs ættingjum hveitis. Því eru notaðir annars og þriðja stigs ættingjar sem hafa þúsunda ára aðlögun að baki að aðstæðum sem verið er að kynbæta fyrir. Annars stigs ætt- ingjar hveitis eru tegundir sem innihalda að hluta til sama erfða- mengi og hveiti en þriðja stigs ættingjar eru ijarskyldari, t.d. mel- gresi, en flestir þessara ættingja eru íjölærir (Jiang o. fl. 1994). Þessi aðferð hefur verið mikið notuð upp á síókastið til kynbóta á hveiti, t.d. fyrir sjúkdómaþoli og þoli gegn umhverfisáreiti. Notkun tegunda innan Leymus ættkvíslarinnar (meltegunda) er mikilvæg í hveitikynbótum vegna eftirsóttra eiginleika, svo sem þols gegn veiru- og sveppasjúkdómum, þurrk- og saltþols. Meðal dæma um sjúkdómaþol flutt frá melteg- und yfir í hveiti með tegundablönd- un er þol gegn veiru sem veldur gulnun og dvergvexti (BYDV) frá asíska L. angustus (Plourde o. fl. 1992) og þol gegn fleiri veirusjúk- dómum frá asíska L. multicaulis (Dong o. fl. 1986). Tekist hefur að flytja þol gegn sveppasjúkdómnum hveitikláða (wheat scab) í brauðhveiti í Kína ffá evrasískum L. racemosus (Qi o. fl. 1997). Nokkrir blendingar hafa verið stað- festir með þol gegn sveppasýking- unni og genasvæðið staðfest á litn- ingum þannig að hægt er að fylgjast með hvaða blendingar bera með sér eiginleikann. Meltegundin L. racemosus hefur einnig verið notuð til að kynbæta hveiti í Svíþjóð fyrir hugsanlegu þoli gegn ryðsveppa- sjúkdómum (Merker & Lantai 1997). L. racemosus er í hópi þriggja meltegunda sem skera sig úr hvað varðar myndun stórra fræja, en hinar eru melgresi (L. arenarius) og dúnmelur (L. mollis). Nýjustu niðurstöður okkar með kortlagningu ríbósómgena á litn- ingum sýna fram á að L. racemosus er liklegur forfaðir L. arenarius (melgresi). Lokaorð Langur vegur er enn í að fjölært melhveiti komist í ræktun á Islandi. Fullan þunga þarf að leggja i að endurheimta frjósemi melhveitisins ásamt því að viðhalda fjölærum eiginleikum og varðveita eftirsótta ræktunareiginleika þess. Forsendur þess að þessu sé fylgt eftir er að uppruni og skipulag erfðamengja melhveitisins sé vel þekkt. Það byggist á rannsóknum á erfða- breytileika, genakortlagningu eftir- sóttra eiginleika og litningavíxlun á milli ólíkra erfðamengja. Við erum bjartsýn á að þetta muni takast með nútíma tækni og þekkingu, bæði í kynbótum og erfðafræði, en auðvit- að er það háð því að nægur stuðningur fáist. Heimildir: Askell Löve, 1984. Conspectus of the Triticeae. Feddes Repertorium 95:425-521. Baum o. fl., 1992. Annual Review of Plant Physiology and Plant Mole- cular Biology 43: 117-143 Björn Sigurbjörnsson, 1960. Studies of the Icelandic Elymus. Doktorsritgerð, Comell Háskóla, New York, USA. Dong Y., Y. Zhouzhou & Z. Ganyuan, 1986. Study on hybridiza- tion of Triticum aestivum with Leymus multicaulis and Leymus race- mosus. In: Z. Li & M.S. Swaminathan (Eds), Proc lst Int Symp on Chromo- some Engineering in Plants, pp. 185- 187. Xian, China. Gale M.D. & K.M. Devos, 1998. Plant comparative genetics after 10 years. Science 282:656-658. Griffin L.C.“ R.M. Rowlett, 1981. A „lost“ Viking cereal grain. Journal of Ethnobiology 2: 200-207 Jiang J., B. Friebe & B.S. Gill, 1994. Recent advances in alien gene transfer in wheat. Euphytica 73: 199- 212. Kesara Anamthawat-Jónsson, Jón Guðmundsson, Birkir Þ. Bragason, P.K. Martin & R.M.D. Koebner, 1994. Perennial lymegrass (Leymus arenarius and Leymus mollis) as Mynd 4. Öx af (1) brauðhveiti (Triticum aestivum cv. Cappelle Depriz), (2,3,4) þremur afbrigðum af einœru melhveiti sem er upprunið frá Rússlandi og (5) dvergvöxnu melgresi (L. arenarius) sem finnst á íslandi (Jón Guðmundsson). Stœkkun 0,5x. 24 - FREYR 7/99

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.