Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1999, Blaðsíða 28

Freyr - 15.05.1999, Blaðsíða 28
svínahús að danskri fyrirmynd. Aðrir notuðust við óvönduð hús eða gripahús sem eigi voru til ann- arra nota, jafnvel aflögð haughús, og hentuðu flest illa fyrir svín. Það háði líka umhirðu svína að þá tíðk- uðust ekki grindagólf fyrir svin, og ekki var tiltækur hálmur hér á landi, og tréspænir eða sag víðast af skomum skammti sem undirburð- ur. Aðbúnaður og umhirða var því oft síðri en skyldi og einkum var loftræsting og einangrun ábótavant. íslendingar óvanir svínakjöti íslendingar voru á þessum ámm óvanir svínakjöti og margir vora haldnir fordómum gagnvart neyslu svinakjöts. Vera kann að svínakjöt sem þá var á boðstólum hafi ekki allt- af verið í hæsta gæðaflokki því að fóðran og fóðri var stundum áfátt. Þar við bættist að svínakjöt var dýrt samanborið við annað kjöt og fisk og markaður því þröngur. Ekki vora heldur starfandi nein samtök svína- bænda til að auglýsa og hvetja fólk til að kaupa svínakjöt. í Vörahandbók, sem gefin var út af dr. Jóni Vestdal árið 1945, segir m.a. svo um svínakjöt: „Svínakjöt, sem líka er nefhd flesk, er næmara en nokkuð annað kjöt fyrir bragði af því fóðri, sem gefið er síðustu vikur fyrir slátrun og sé fóðrið bragð- eða lykt- arsterkt fær kjötið oft óviðfelldinn keim eða bragð, stundum grútarkeim. Vera kann að röng fóðran svína hafið áður fyrr valdið því að mörgum ís- lendingum var heldur lítið um svína- kjöt gefið”. Telja verður ógerlegt að rekja nú upprana þeirra svína sem hér hafa verið alin allt ffam á síðustu ár. Það var fyrst árið 1905 sem bannað var með lögum að flytja svín til landsins, nema til kæmi sérstakt leyfi stjóm- valda hveiju sinni og gætt yrði sér- stakra varúðarráðstafana vegna sjúk- dóma. Þau svín, sem fram að þeim tima vora flutt til landsins, virðast fyrst og ffemst hafa komið ffá Dan- mörku og Noregi. Heimildir era fyrir því að til landsins vora flutt dönsk landsvín, svín af Yorkshire, Berkshire og Duroak kynjum. Ekki var þó reynt að halda þessum kynjum aðskildum, eða blanda þeim skipulega. Svínabændur reyndu aðeins að kaupa gelti sem álitlegastir þóttu og fjarskyldastir vora eigin svínastofhi. Arið 1943 ritaði Jóhann Jónasson ffá Öxney grein um svínarækt og segir þar m.a. „Aðallega munu ís- lensku svínin komin af þremur kyn- kvíslum, Yorkshire svínum, danska landsvíninu og Berkshire svínum. Þessu hefúr öllu verið grautað saman Gyltur með smágrisi á íslensku svinabúi. (Ljósm. Magnús Sigsteinsson). í blindni og vel má vera að ennþá fleiri kynjum hafir verið blandað í þann graut”. Leiðbeiningaþjónusta í svínarækt frá árinu 1963 Ráðunautur í svínarækt hjá Búnað- arfélagi Islands hóf störf árið 1963. Beindust störf hans aðallega að leiðbeiningum um fóðran og með- ferð svína. Einnig var hann ötull talsmaður þess að stækka svínabúin og tæknivæða þau sem mest og hefúr sú þróum orðið áberandi hin síðari árin en minna hirt um viðunandi að- búnað einstakra gripa. Það er fyrst þegar Pétur Sigtryggs- son hóf störf hjá Búnaðarfélagi ís- lands og Rannsóknastofnun landbún- aðarins að teknar vora upp rannsókn- ir á ýmsum eiginleikum og afúrða- semi íslenska svínastofnsins og kom- ið á skýrsluhaldi hjá áhugasömum svínabændum. í ljós kom að frjósemi og ending gyltna var allgóð, en vanhöld á grísum, vaxtarhraði og fóðurnýting var lakari en gerðist almennt í grannlöndum okkar. Sýndi Pétur fram á að með nákvæmu skýrslu- haldi og fórgun þeirra gyltna, sem afurðarýrastar voru, var umt að auka hagkvæmni búanna veralega. I niðurlagi greinar Péturs um árang- urinn af þessu kynbótastarfi segir hann árið 1996: „Af þessu sést að allstór hluti sláturgrísa á bestu bú- unum hefúr sambærilegan vaxtar- hraða við það sem best gerist er- lendis”. Einnig er rétt að taka fram að margar af afurðarmestu gyltun- um hafa gotið„-8 sinnum, án þess að hægt sé að sjá nokkra bilun i fót- um”. Verður ekki annað sagt en að þetta sé allgóður vitnisburður um þennan fáliðaða svínastofn sem hér var haldið við um ártuga skeið án neinnar skipulegar kynbótastarf- semi. Það er ekki fyrr en árið 1976 að svínabændur stofnuðu Svínaræktar- félag íslands. Vann það í fyrstu eink- um að markaðsmálum og öðram hagsmunamálum svínabænda. Síðar 28 - FREYR 7/99

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.