Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1999, Blaðsíða 30

Freyr - 15.05.1999, Blaðsíða 30
Erfðabreyttar matjurtir Um fátt er meira talað nú um stundir en erfðatækni. Margvísleg álitamál skjóta upp kollinum þegar þessa nýju tækni ber á góma. Nærtækt er að nefna umræður um víðtæka söfnun heilsufarsupplýsinga til afnota fyrir líftæknifyrirtæki. Þá hafa nýlegar fréttir af „klónun“ eða einræktun dýrategunda hleypt af stað mikilli umræðu um hinar siðferðilegu hlið- ar erfðatækninnar. En klónun ein og sér er ekki stærsta viðfangsefni sem fengist er við á þeim vettvangi. Nú eru þekktar aðferðir til að hafa áhrif á samsetningu genamengis líf- vera. Þegar fengin er vitneskja um hvers konar erfðaefni stýrir tiltekn- um eiginleika þarf að leita þess í frumukjarna einhverrar lífveru, jafnvel alls óskyldrar, og koma því fyrir í lífverunni sem ætlunin er að breyta. Er það hefur tekist kann síðan að vera eftirsóknarvert að fjöldaframleiða lífverur með þann eiginleika. Möguleikar erfðatækn- innar gera á þennan hátt kleift að „búa til“ ný yrki með áður óþekkta eiginleika sem hefðbundin kyn- bótatækni hefði aldrei ráðið við. Ávinningurinn er augljós Bæði neytendur og framleiðend- ur geta notið góðs af tilkomu nýrra erfðabreyttra nytjajurta. Alag á umhverfi getur minnkað og unnt verður að taka til ræktunar áður óhagfellt ræktarland. Tæknin getur orðið til að lækka verð á matvælum og auðvelda dreifingu þeirra. Þá standa vonir til að auka megi enn hollustu matjurtanna. Nú er algengt að bændur ffamleiði erfðabreytt kom og olíujurtir, s.s. maís, repju og soyabaunir sem þola úðun með illgresiseitri. Þá er hægt að úða allan akurinn með illgresiseitri á eftir IngólfGuðnason, garðyrkjubónda, Engi, Biskupstungum vaxtartímanum án þess að eiga á hættu að nytjajurtimar drepist. Hægt verður að treysta vamir jurta gagnvart meindýrum með beitingu erfðatækni. Notkun skor- dýraeiturs í matjurtarækt hefur valdið áhyggjum. Efnaleifar grein- ast í matvömnni og er óttast að þær valdi oíhæmi og fleiri sjúkdómum. Erfðabreyttar plöntur, sem bera í sér erfðaefni er ver þær gegn ágangi skordýra, em nú ræktaðar með mun minni notkun eiturefha en áður var gert. Komin eru á markað kartöflu- yrki sem innihalda gen úr bakteríu er stýrir ffamleiðslu eiturefnis gegn hinni skæðu kartöflubjöllu. Ennfremur eru á markaði ný erfðabreytt tómatayrki með aldin- hýði sem eyðist hægar en áður hef- ur þekkst. Fyrir vikið er hægt að láta aldinin þroskast lengur á plöntunni en hefðbundnin yrki. Við það verða tómatamir ljúffeng- ari og þeir skemmast síður í flutn- ingum. Verið er að gera sambæri- legar athuganir á öðmm matjurt- um, til dæmis blómkáli, salati, gúrkum, papriku, jarðarberjum, vínberjum, gulrótum, spergilkáli, eplum, ertum og selleríi. Líklegt er talið að hlut mettaðra fitusýra í sumum olíuríkum jurtum megi minnka og að auka megi víta- mín- og steinefnamagn annarra. Unnt er að færa gen úr ertum yfir i hrísgrjón til að auka próteinhlutfall þeirra síðamefndu. Eins er talið mögulegt að auka sterkjuinnihald kartaflna. Vera má að auka megi þanþol jurta gagnvart ýmsum umhverfis- þáttum eins og hita, kulda, jarðraka og birtu. Reynt er að fá niturbind- andi örverur til að vaxa á rótum fleiri nytjajurta en nú er raunin. Takist það væri unnt að taka nær- ingarsnautt land til ræktunar og draga úr kostnaðarsamri notkun til- búins áburðar. Garðagróður og skrautjurtir er einnig viðfangsefni líftæknifyrir- tækjanna. Nú þegar er búið að fá fram ný litarafbrigði hjá tóbaks- homi, rósum og krýsa með að- fengnu erfðaefni. Talið er að hægt verði að hafa áhrif á ilm skrautjurta en hann stýrist vitaskuld af erfðum. Skyldi einhvern tíma vera hægt að kaupa bláar rósir með sítrónuilmiþ Háværar efasemdaraddir í hungruðum heimi skiptir miklu máli að ná fram framantöldum markmiðum. Því mætti ætla að al- menningur tæki hinni nýju þekk- ingu fagnandi. Sú hefúr samt ekki orðið raunin. Miklar efasemdir em um réttmæti þess að stíga þessi skref. Margir óttast að unnið sé meira af kappi en forsjá og álíta að því fari fjarri að gerðar hafi verið nægilegar rannsóknir svo að heíja megi markaðssetningu á erfða- breyttum nytjajurtum. í hverju felst áhættan? Grasafræðingar hafa bent á að fijó- kom erfðabreyttrar plöntu gætu fræv- að blóm skyldra tegunda sem vaxa í nágrenninu og með tímanum valdið „genamengun“, þ.e. spillt náttúmlegu genasafni villtu tegundarinnar. Á sama hátt gæti erfðabreytt fijó borist yfir á hefðbundin yrki á nærliggjandi akri og spillt eðliseiginleikum þeirra. Svartsýnismenn gera jafiivel ráð fyrir að þetta geti með tímanum leitt til al- varlegrar „genafátæktar“. Mannlegar 30 - FREYR 7/99

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.