Freyr

Árgangur

Freyr - 15.05.1999, Blaðsíða 5

Freyr - 15.05.1999, Blaðsíða 5
Eg hafði gaman af sauðfjárræktinni Rætt við Leif Kr. Jóhannesson fyrrverandi framkvæmdastjóra Lánasjóðs landbúnaðarins Heilsi þér dísir að höfðingja sið, hamingjan sé þar lika við hlið. Þuklandi skepnur og það undir kvið, það er mi starfið sem Leifur kann við. Þannig orti Benjamín Markússon í Ystu-Görðum til Leifs Kr. Jó- hannessonar þegar hann varð fímmtugur árið 1982 og þótti kom- ast allnærri sannleikanum. Tveimur árum síðar var Leifur hættur að þukla sauðfé á Snæfellsnesi en þess í stað farinn að útdeila annars konar fé til bænda og búaliðs. Við það fékkst hann í rúm fímmtán ár sem framkvæmdastjóri Stofhlánadeildar og síðar Lánasjóðs landbúnaðarins. A úthallandi vetri ákvað hann að nú væri nóg komið. Rúmlega Qörutíu ára starfsferli í þágu íslenskrar bændastéttar var lokið. Utsendari Freys hitti Leif að máli í Mosfellsbæ þar sem hann býr með konu sinni, Maríu Steinunni Gísla- dóttur úr Skáleyjum. Hún var ekki heima og eftir að Leifur hafði borið ffam kaffí og kleinur settumst við í sólstofu þar sem spjallið fór fram. Að þjóðlegum sið var byrjað á því að spyrja um ætt og uppruna. „Ætli ég verði ekki að teljast Breiðfírðingur í báðar ættir. Faðir minn, Jóhannes Guðjónsson, var fæddur í Helgafellssveit en foreldr- ar hans bjuggu lengst af að Saurum. Afí minn keypti þessa jörð af ríkinu en hún er afar falleg skógarjörð með góð ræktunarskilyrði. Móðir mín var Guðrún Hallsdóttir frá Gríshóli í sömu sveit. Eg er ekki farinn að grúska mikið í ættfræð- inni en þó veit ég að móðurætt mín á nokkuð inn til Dala að sækja. Ég á töluvert af fjarskyldum ættingjum í Dalasýslu. Föðurætt mín er hins vegar að mestu leyti af Snæfells- nesi svo að Breiðafjörður er alls staðar nálægur.“ Strákurinn á að læra eitthvað - Þú elst upp að Saurum, hvernig bú varþar? „Þetta var hefðbundinn búskapur, sauðfjár- og nautgriparækt og hest- ar til heimilisþarfa. Foreldrar mínir bjuggu með foðurafa mínum. Þetta var svona meðalbú á þeim tíma og með tímanum varð full- þröngt um okkur svo að foreldrar mínir fluttu á annan bæ í Helga- fellssveit, Jónsnes. Föður mínum þótti sárt að þurfa að yfirgefa Saura og tók það nærri sér en fyrir því voru ýmsar ástæður. Bræður hans tóku við búi þar. I Jónsnesi bjuggum við í íjögur ár þar til faðir minn veiktist skyndi- lega og dó. Það tók ekki nema rúma viku og hann dó daginn eftir af- Hjónin Maria Steinunn Gísladóttir og Leifur Kristinn Jóhannesson. mælisdaginn sinn, 31. janúar 1950, aðeins 52 ára. Þá var ég sautján ára og var í vinnu annars staðar og gerði mér ekki fyllilega grein fyrir því sem gerðist, áttaði mig ekki á þessu strax. Við andlát foður míns brá móðir min búi og seldi jörðina vorið eftir. Þetta var mikið áfall fyr- ir ljölskylduna.“ - Það hefur ekki komið til tals að þú tækir við búinu? „Nei, það gerði það nú ekki. Hins vegar hef ég aldrei kunnað við mig í öðrum störfum en þeim sem tengj- ast landbúnaði og sveitunum. Við fluttum inn í Stykkishólm þar sem ég stundaði ýmis störf, fór á síld eitt sumar. Hólmurinn var og er hefðbundinn útgerðar- og þjón- ustustaður, sýslumannssetur með sjúkrahús og kaupfélag, tiltölulega rótgróið samfélag." - Þú fórst á bændaskólann á Hvanneyri. Lá það beint við? „Mig langaði að læra meira og raunar voru það ein síðustu orð foð- ur míns við móður mína þegar hann lá banaleguna á sjúkrahúsinu inni í Hólmi að hann vildi að ég lærði eitthvað. Hún kom þessum skila- boðum til mín og sennilega hefur þetta setið í mér því að ég hugsaði oft til þessara orða hans. Ég fór á Hvanneyri og útskrifaðist þaðan sem búfræðingur vorið 1954.“ - Hvaða hugmyndir gerðir þú þér þá um tilveruna? Ætlaðirðu að verða bóndi? „Sjálfsagt hef ég haft það í huga því að ég hef alltaf haft gaman af sveitastörfum, sérstaklega búfjár- rækt. Ég hef alla tíð haft mikla ánægju af skepnum og það var gert grín að mér í æsku fyrir það að ég þurfti helst að fara í gripahúsin á FREYR 7/99 - 5

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.