Freyr - 01.09.2001, Blaðsíða 7
yfirdýralæknis, dýralæknir hrossa-
sjúkdóma, Sigríður Björnsdóttir.
Dýralæknirinn sinnir bæði þjón-
ustu og rannsóknum. Aðalrann-
sóknarverkefni hennar að undan-
förnu hefur verið sjúkdómurinn
spatt, sem er kölkun í hækillið
hrossa, og hún er núna um það bil
að ljúka doktorsnámi í Svíþjóð í
tengslum við þessar rannsóknir.
Sigríður hefur einnig kennt við
skólann.
Sögusetur íslenska hestsins
Fyrr á þessu ári var stofnað
Sögusetur íslenska hestsins sem
verður til húsa hér á staðnum. Það
er hlutafélag í eigu Hestamiðstöðv-
ar Islands á Sauðárkróki, Byggða-
safns Skagfirðinga og Hólaskóla.
Við eigum von á því að þetta
verði mikilvægt fyrir Hóla sem
fræðasetur og það var löngu orðið
tímabært að safn og sýning yrði
stofnað hér á landi um íslenska
hestinn.
Ferðaþjónustan á Hólum
Á sumrin er veitt umfangsmikil
ferðaþjónusta á Hólum á vegum
skólans. Boðið er upp á bæði gist-
ingu og leigu á tjaldstæðum, seldar
eru veitingar og í boði er leiðsögn
um staðinn, bæði um náttúrufar og
sögu.
Lengi vel var þetta hliðargrein en
svo þegar ferðamálabrautin var að
byggjast hér upp þá má segja að
ferðaþjónustan á staðnum hafi
orðið nokkurs konar þróunarverk-
efni hennar, þar sem við prófum
ýmsar hugmyndir í þjónustu og af-
þreyingu.
Eitt af því sem ferðamálabrautin
hefur gert er að leggja áherslu á
matargerð úr íslensku hráefni.
Þannig býður veitingasalan hér t.d.
upp á 19 rétta bleikjuhlaðborð sem
við vinnum upp úr eigin afurðum.
Ferðamenn komu hingað lengi
vel fyrst og fremst til að skoða
dómkirkjuna, sem auðvitað er mið-
punktur staðarins, en nú er ýmis-
legt fleira í boði.
Á sl. ári komu hingað um 20 þús-
Bleikjukynbótastöð er nýlega tekið til starfa í gömlu fjárhúsunum á Hólum.
und ferðamenn og við búumst við
að þeim fjölgi verulega á næstu ár-
um. Á Vatnalífssýninguna fara um
7 þúsund manns á ári og um 15
þúsund manns skrifa sig í gestabók
í kirkjunni.
Ferðamennska hefur reyndar
aukist í Skagafirði öllum. Þetta
tengist framboði á aukinni þjónustu
og afþreyingu í firðinum sem
tengtist náttúru og menningu. Sér-
staða svæðisins kemur þar mikið
við sögu. Hér má nefna söfnin, svo
sem Byggðasafnið í Glaumbæ,
Vesturfarasetrið í Hofsósi og Síld-
arminjasafnið á Siglufirði. Og svo
hestaferðir og fljótasiglingar. Mjög
gott samstarf er með öllum þessum
aðilum.
Leikskóli og grunnskóli
Hér á staðnum er einnig leikskóli
og grunnskóli, sem eru mjög góðir
og vel búnir, og þessir skólar eru
bæði fyrir íbúa hér, auk þess sem
nemendur koma hingað með böm
sín í vaxandi mæli. Tilvist grunn-
skólans hér hefur í raun skipt
grundvallarmáli fyrir þróun samfé-
lagsins á Hólum.
/ anddyri Hólaskóla er uppstoppaður hinn kunni kynbótahestur Hrafn frá
Holtsmúla.
pR€VR 10/2001 - 7