Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2001, Blaðsíða 7

Freyr - 01.09.2001, Blaðsíða 7
yfirdýralæknis, dýralæknir hrossa- sjúkdóma, Sigríður Björnsdóttir. Dýralæknirinn sinnir bæði þjón- ustu og rannsóknum. Aðalrann- sóknarverkefni hennar að undan- förnu hefur verið sjúkdómurinn spatt, sem er kölkun í hækillið hrossa, og hún er núna um það bil að ljúka doktorsnámi í Svíþjóð í tengslum við þessar rannsóknir. Sigríður hefur einnig kennt við skólann. Sögusetur íslenska hestsins Fyrr á þessu ári var stofnað Sögusetur íslenska hestsins sem verður til húsa hér á staðnum. Það er hlutafélag í eigu Hestamiðstöðv- ar Islands á Sauðárkróki, Byggða- safns Skagfirðinga og Hólaskóla. Við eigum von á því að þetta verði mikilvægt fyrir Hóla sem fræðasetur og það var löngu orðið tímabært að safn og sýning yrði stofnað hér á landi um íslenska hestinn. Ferðaþjónustan á Hólum Á sumrin er veitt umfangsmikil ferðaþjónusta á Hólum á vegum skólans. Boðið er upp á bæði gist- ingu og leigu á tjaldstæðum, seldar eru veitingar og í boði er leiðsögn um staðinn, bæði um náttúrufar og sögu. Lengi vel var þetta hliðargrein en svo þegar ferðamálabrautin var að byggjast hér upp þá má segja að ferðaþjónustan á staðnum hafi orðið nokkurs konar þróunarverk- efni hennar, þar sem við prófum ýmsar hugmyndir í þjónustu og af- þreyingu. Eitt af því sem ferðamálabrautin hefur gert er að leggja áherslu á matargerð úr íslensku hráefni. Þannig býður veitingasalan hér t.d. upp á 19 rétta bleikjuhlaðborð sem við vinnum upp úr eigin afurðum. Ferðamenn komu hingað lengi vel fyrst og fremst til að skoða dómkirkjuna, sem auðvitað er mið- punktur staðarins, en nú er ýmis- legt fleira í boði. Á sl. ári komu hingað um 20 þús- Bleikjukynbótastöð er nýlega tekið til starfa í gömlu fjárhúsunum á Hólum. und ferðamenn og við búumst við að þeim fjölgi verulega á næstu ár- um. Á Vatnalífssýninguna fara um 7 þúsund manns á ári og um 15 þúsund manns skrifa sig í gestabók í kirkjunni. Ferðamennska hefur reyndar aukist í Skagafirði öllum. Þetta tengist framboði á aukinni þjónustu og afþreyingu í firðinum sem tengtist náttúru og menningu. Sér- staða svæðisins kemur þar mikið við sögu. Hér má nefna söfnin, svo sem Byggðasafnið í Glaumbæ, Vesturfarasetrið í Hofsósi og Síld- arminjasafnið á Siglufirði. Og svo hestaferðir og fljótasiglingar. Mjög gott samstarf er með öllum þessum aðilum. Leikskóli og grunnskóli Hér á staðnum er einnig leikskóli og grunnskóli, sem eru mjög góðir og vel búnir, og þessir skólar eru bæði fyrir íbúa hér, auk þess sem nemendur koma hingað með böm sín í vaxandi mæli. Tilvist grunn- skólans hér hefur í raun skipt grundvallarmáli fyrir þróun samfé- lagsins á Hólum. / anddyri Hólaskóla er uppstoppaður hinn kunni kynbótahestur Hrafn frá Holtsmúla. pR€VR 10/2001 - 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.