Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2001, Blaðsíða 42

Freyr - 01.09.2001, Blaðsíða 42
innar sem ekki eru fullbúnir og síð- an hefjast námskeið þar sem þeir þættir verða útskýrðir og farið bet- ur yfir notkun handbókarinnar. Hinn 1. janúar 2003 gengur gæðastýring í sauðfjárrækt að fullu í gildi. Ástæða er til þess að hvetja bændur til þess að nýta tímann vel næsta árið til þess að venjast notk- un kerfisins. Sigurður Eiríksson er með B.Sc. próf af stjórnunarsviði rekstrar- deildar Háskólans á Akureyri. Moíar Úrgangi breytt í áburð Fyrsta verksmiðja í heimi, sem framleiðir áburð úr lífrænum úr- gangi, hefur hafið starfsemi sína í Moss í Noregi. Fleiri slíkar verk- smiðjur eru í undirbúningi, bæði í Noregi og öðmm löndum. í Noregi falla árlega til um 1,2 milljón tonn af h'frænum úrgangi. Honurn þarf að ráðstafa og helst að endumýta á skynsamlegan hátt. Fyrirtækið Agronova AS hefur þróað og tekið einkaleyfi á tækni við að framleiða áburð úr úrgangi, þar nreð töldum mataileifum. Verk- smiðjan í Moss er hin fyrsta sem fyrirtækið tekur í notkun. Hún mun vinna úr 8000 tonnum af sorpi og 10.000 tonnum af matarleifum á ári, þegar hámarksafköstum verður náð, og úr því verða framleidd 8500 tonn af áburði. Fyrirtækið hefur gert samning við Felleskjöpet, sem er samvinnufyrirtæki í eigu norskra bænda, um að annast söluna. Við framleiðsluna verður bætt aukalega jurtanæringarefnum, m.a. köfnunarefni og kalki, og söluvaran verður seld þurrkuð, kornuð og sekkjuð. Magn aðalnæringarefn- anna NPK í reynsluframleiðslunni er 7 -1 - 3% og reynsla af áburðinum í tilraunum er mjög góð. Þekkt vandamál við sorp er að það inniheldur stundum þungmálma sem em hættulegir mönnum og dýr- um. Gætt verður sérstaklega að inni- haldi þeirra, bæði í hráefninu og lokaafuiðinni, sem og innihaldi þrá- virkra lífrænna eíha sem em skaðleg umhverfinu. Verð áburðarins verður hin sarna og tilbúins áburðar miðað við efna- innihald, að viðbættu álagi fyrir þau áhrif sem þessi áburður er talinn hafa sem jarðvegsbætandi eíhi og kalk- gjafi. Áburðurinn verður einkum ætlaður til heimilisgarðræktar og við ræktun garðflata og mnna-, trjáa- og blóma- ræktar. Jafhframt er stefnt að mark- aðssókn í almennum landbúnaði. (Bondebladet, nr. 34-35/2001). Ný græn bylting Ofar öllu öðm í sögu mannsins stendur baráttan fyrir daglegu brauði og nægur matur hefúr lengstum ver- ið forréttindi fárra. Framfarir í tækni og vísindum á 20. öld breyttu þessari stöðu. Afkastamiklar vélar, úlbúinn áburður og jurtavamarefni hmndu af stað ævintýralegri aukningu í fram- leiðslu matvæla. Á sjötta og sjöunda áratugnum stóð Bandaríkjamaður- inn Norman Borlaug fyrir kynbótum í hveiti- og hrísgrjónarækt sem leiddu til mikillar framleiðsluaukn- ingar á þessum tegundum í mörgum þróunarlöndum, sem urðu þá sjálf- um sér nóg um mat. Fyrir þetta starf fékk hann friðarverðlaun Nóbels ár- ið 1970 en verkefnið sem hann stóð fyrir var nefnt „Græna byltingin". Urðu öll vandamál við matvæla- öflun þar með úr sögunni? Varla. Þrátt fyrir miklar framfarir em marg- ir fullir tortryggni á núverandi stöðu þessara mála. Upp hafa komið vandamál svo sem díoksín, príon (kúariða), notkun hormóna, jafn- framt því sem hættan á sjúkdómum, svo sem gin- og klaufaveiki, hefur aukist. Málshátturinn „byltingin étur bömin sín“, uppmnnin ffá tímum ffönsku stjómarbyltingarinnar fyrir 200 ámm, kemur í hugann. Em af- rek Grænu bylúngarinnar að grafa undan sjálfum sér? Svolitla hugmynd um það hvað í vændum er má nú fá ffá Þýskalandi. í kjölfar tnínaðarbrests meðal þýskra neytenda í garð þarlendrar matvæla- framleiðslu, vegna kúariðu og gin- og klaufaveiki, hefur gerst þar það sem kallað er á þýsku „die Agrar- wende“. Þetta er orðaleikur en „die Wende“ er notað um breyúnguna sem varð þegar þýsku ríkin samein- uðust eftir hmn Sovétríkjanna 1989/1990. Því ráðuneyú, sem áður nefndist landbúnaðar- og matvæla- ráðuneyti, var um áramótin 2000/2001 breytt í ráðuneyti fyrir neytendavemd, matvæli og landbún- að. Jafnffamt tók nýr ráðherra við embættinu, Renate Kúnast, úr flokki Græningja. Kjörorð hennar er: „Gæði í stað magns“, (Klasse statt Masse). Renate Kúnast vill að landbúnað- urinn losni út úr núverandi styrkja- kerfi ríkisins og ESB en að landbún- aðarstefnan eigi í staðinn að byggj- ast á samvinnu sexhymings neyt- enda, bænda, fóðurframleiðenda, matvælaiðnaðar, smásöluverslunar og stjómmálamanna /yfirvalda. Jafhframt á að efla rnjög h'frænan landbúnað. Emm við þar með að upplifa nýja græna byltingu? Hvernig munu bændur bregðast við þessari nýju stefnu? Verður krafan um hámarks- afköst og ódýrari mat leyst af hólmi með kröfunni um að matvælaöryggi og gæði skuli ráða ferðinni? Við embættistöku sína sagði Renate Kúnast m.a.: „Neytendur em háðir því að landbúnaðurinn skili hlutverki sínu, en bændumir komast heldur ekki af án trausts neytenda“. Ný landbúnaðarstefna hlýtur að byggjast á því að framleiðendur og neytendur virði hver aðra. (Þýdd og endursögð grein eftir Karl Kemer útr Norsk Landbmk nr. 8/2001). 42 - pR€VR 10/2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.