Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2001, Blaðsíða 25

Freyr - 01.09.2001, Blaðsíða 25
vera á aldurshópum eða á lengd gangferla. Meðallengd gangferla var 17,3 dagar (15 - 22 dagar). Þegar athugunum átti að ljúka hinn 6. desember voru tvær mislitar ær enn ógengnar. Þessar ær voru tveggja vetra og alsystur. Haldið var áfram að fylgjast með þeim, önnur gekk 18. desember en hin ekki fyrr en 1. janúar, um einu gangmáli síðar. Ekkert virtist ama að ánum og gangmálin litu út fyrir að vera eðlileg. Sökum skyldleika ánna mátti telja líklegt að ástæður þessa væru erfðafræðilegar og því var ákveðið að fella þær út úr upp- gjörinu. Notkun progestagen-svampa og upphaf gangmála Gangmál viðmiðunarhópsins á Hesti (hóps 3) hófst að meðaltali 29. nóvember (8. nóv. - 9. des.). A aðeins þremur dögum, 30. nóv. - 2. des., gengu 29 ær, um 48% af hópnum, (1. mynd). Svampamir tolldu þokkalega í ánum á Hesti, ekkert tapaðist af svömpum meðan æmar gengu úti, en 10% tap (6 ær) varð í hópi 2. Fyrri svampahópurinn (hópur 1) átti að ganga 2. nóvember. Lítil svörun fékkst á fyrsta gangmáli, 10 ær gengu 2. - 6. nóvember (16,4%). Þegar kom að næsta gangmáli, 16. - 26. nóvember, gengu 29 ær til viðbótar (47,5%). Stór hluti varð ekki blæsma fyrr en á þriðja gang- máli frá því að svampamir voru fjarlægðir, 20 ær gengu í fyrsta sinn 1.-8. desember (32,8%), (2. mynd). Annar svampahópurinn (hópur 2) átti að ganga 19. nóvember. Mjög góður árangur náðist, 55 ær (90%) gengu 19. - 21. nóvember. Þessar 55 ær gengu aftur 3. - 8. des- ember og þá gekk ein til viðbótar sem ekki hafði gengið áður (3. mynd). Tvær ær gengu mun seinna, 12. og 18. desember. Helmingur hópsins, sem tapaði svömpunum (3 ær), gekk eins og aðalhópurinn, en afgangurinn (3 ær) gekk í kringum meðaltal við- miðunarhópsins og var þeim sleppt úr uppgjörinu þar sem þær höfðu misst svampana of snemma til að þeir hefðu einhver áhrif. Báðir meðferðarhópamir skáru sig töl- fræðilega marktækt frá viðmiðun- arhópnum. Enginn munur var á svömn milli aldurshópa. Upplýsingar náðust um lengd 26 gangferla í hópi 1, 55 gangferla í hópi 2 og 5 gangferla í viðmiðunar- hópnum (hópur 3). Meðallengd gangferlanna var 16,3 dagar í hópi 1 en breytileiki var nokkuð mikil, 14 - 23 dagar. Tvær ær í hópi 1 (um 8%) höfðu lengri gangferla en 19 daga. Meðallengd gangferla í hópi 2 var 16,4 dagar (13 - 18 dag- ar). I viðmiðunarhópnum (hópi 3) voru aðeins upplýsingar um 5 gangferla, þeir voru nokkru styttri en hjá hinum hópunum eða 14,8 dagar að meðaltali og enginn lengri en 16 dagar. Þetta telst eðlilegt þar sem aðeins náðust stystu gangferl- arnir í hópi 3 áður en hætt var að fylgjast með þeim hópi. Enginn munur var milli aldurshópa í lengd gangferla. Meðferðin í hópi 1 virt- ist valda auknum breytileika í lengd gangferla. Notkun progestagen-svampa, frjósemi, fanghlutfall og vöxtur lamba Á Kjarlaksvöllum tapaðist svampur úr einni kind og önnur gekk ekki, þannig að þeim var ekki haldið á tilsettum tíma. Allar aðrar ær í svampahópnum sýndu beiðsli og var haldið. Engin ær í þessum hópi gekk upp en ein var geld. 1 samanburðarhópnum voru tvær ær geldar. Burður í viðmiðunarhópn- um dreifðist á tæpar þrjár vikur í maí (meðalburðardagur 14. maí) en samstilltu æmar báru allar á rúmri viku í apríl (meðalburðardagur 10. apríl). Frjósemi var nánast sú sama í báðum hópum, 1,82 fædd lömb á ána í svampahópnum og 1,85 lömb í samanburðarhópnum. Fæðingar- þungi lambanna var einnig mjög svipaður. Enginn munur kom fram á vanhöldum lamba milli hópa. Dagar frá 1. nóvember 2. mynd. . Dreifing gangmáta í hópi 1, á Hesti. Svamparnir fjarlægðir úránum 31. október. pR€VR 10/2001 - 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.