Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2001, Blaðsíða 46

Freyr - 01.09.2001, Blaðsíða 46
Nokkrar niðurstöður úr hluta þeirra tilrauna sem greint er frá hér að ofan eru birtar í 1. töflu. Bragðgæði og efnainnihald Hluti af haustbötunartilrauninni á Skriðuklaustri 1977 var að meta bragðgæði og efnainnihald kjöts af lömbum eftir mismunandi haust- meðferð. Lagt var mat á bragð, lykt og seigju kjötsins og kom hvergi fram marktækur munur milli bötunarflokkanna. Kjöt af lömb- um, sem slátrað var í upphafi til- raunar, reyndist meyrara en af hin- um lömbunum, sem rakið var til aldursáhrifa, þar sem kjöt af ungum lömbum er jafnan meyrara. Ekki kom fram marktækur munur á fitu og próteini í hryggvöðva (Guðjón Þorkelsson o.fl., 1979). Bragðprófun var gerð á lifrum úr tilraun á Hesti 1968, en eins og áð- ur greinir þá kom fram mikill mun- ur á stærð lifra milli lamba sem slátrað var af kálbeit og lamba sem slátrað var af úthaga. Ekki kom fram munur á bragðgæðum lifranna og efnainnihald var sambærilegt (Sigurjón Jónsson Bláfeld, 1976). Sníkjudýrasmit og önnur möguleg vandamál í tilrauninni á Hesti 1981 vom gerðar ítarlegar mælingar á sníkju- dýrasmiti með talningu á ormaeggj- um, ormalirfum og hníslum í saur tilraunalamba, auk talningar á orma- lirfum í gróðri. Öllum lömbum var gefið ormalyf í upphafi tilraunar og hníslalyf var gefið með beit á bitna há í einu hólfi. Aberandi munur var á fjölda hnísla í saur lamba sem gengu á óbitinni há og fengu hníslalyf annars vegar og lamba sem gengu á bitinni há án hníslalyfs. Þessi munur féll saman við greini- legan mun á þrifum lambanna (Sig- urður H. Richter o.fl., 1983). Orma- talningar leiddu í ljós töluverðan fjölda flækjuormalirfa (Nema- todirus) í gróðri og flækjuormaeggja í saur í lok tilraunatímans þrátt fyrir ormalyfsgjöf. Höfundar drógu þá ályktun að flækjuormar hefðu mögu- lega haft neikvæð áhrif á þrif en nær enginn munur var á smiti milli beitarhólfa og því ekki hægt að meta áhrifin. Friðun virtist þannig hafa dregið mjög úr hníslasmiti en minna úr flækjuormasmiti. í tilraunum með grænfóðurbeit hafa menn yfirleitt ekki haft áhyggjur af hníslum eða ormasmiti enda reiknað með að nýbrotið land, þar sem sáð er grænfóðri að vori, sé laust við sníkjudýrasmit. Taldir voru hníslar og ormaegg í saur lamba í tilraun með beit á fóðurkál á Hesti 1968 og niðurstöður gáfu til kynna að smit hefði verið mjög lít- ið og enginn munur var milli lamba á fóðurkáli og úthaga. Bent hefur verið á að efni og efna- sambönd, sem finnast í fóðurkáli, geti haft neikvæð áhrif á þrif og kjöt- gæði. Þetta hefur ekki verið rann- sakað í hérlendum rannsóknum. Ef bjartviðri er með næturfrostum er talin hætta á myndun S-methyl- cysteine sulphoxide, sem eyðir hemoglobini í blóði og einnig getur nítrat í fóðurkáli farið upp fyrir hættumörk, einkum ef kálið er enn í hraðri sprettu þegar byijað er að beita á það (Halldór Pálsson og Ólaf- ur Dýrmundsson, 1979; ÓlafurGuð- mundsson og Ólafur R. Dýrmunds- son, 1983). Nítrat í fóðurkáli mæld- ist mjög hátt í upphafi tilraunar á Hesti 1968 en lækkaði þegar á leið. Blóðefnamælingar í sömu tilraun sýndu lækkun á hemoglobini lamba á kálbeitinni og gekk sú lækkun til baka þegar lömbin voru sett á tún síðustu viku fyrir slátrun (Siguijón Bláfeld, 1976). Af þessum sökum hefur yfirleitt verið mælt með því að lömb, sem beitt er á fóðurkál, hafi samtímis aðgang að túni eða úthaga, sem einnig dregur úr einhæfni fóð- urs á hreinni kálbeit. í tilraunum, þar sem lömbum hefur verið beitt á fóð- urkál eingöngu án aðgangs að ann- arri beit, hafa þó ekki komið fram sýnileg neikvæð áhrif. Framleiðslukostnaður grænfóðurs Fyrir um áratug tóku Þóroddur Sveinsson og Gunnar Ríkharðsson (1991) saman ýmsar gagnlegar upplýsingar um ftýtiitgu og arðsemi grænfóðurræktar, þar sem m.a. er að fiftna hagkvæmniútreikninga, mun ítarlegri en þá sem koma hér á eftir. Við miðum hér við að græn- fóðurræktunin sé liður í ný- eða endurræktun túna. Þeir kostnaðar- liðir sem eru teknir inn í dæmið eru áburður, fræ og rekstrarkostnaður véla. Kostnaður við áburð og fræ miðast við tölur uppgefnar í Bændablaðinu 10. apríl 2001 (án höfundar), fyrir ólíkar grænfóður- tegundir en uppskeruvæntingar eru áætlaðar út frá ýmsum heimild- um.Vélavinnan við ræktun græn- fóðursins reiknum við með að taki 6 klst. á ha og vélakostnaður á klst. er gróflega áætlaður 1000 kr. sem ætlað er að standa undir eldsneytis- kostnaði og öðrum breytilegum kostnaði er til fellur við vélavinn- una. Ekki er gert ráð fyrir að græn- fóðurræktunin þurfi að standa undir afskriftum eða fjármagnskostnaði af vélum þar sem reiknað er með að þær þyrftu að vera fyrir hendi til annarra nota. Nýting grænfóðurs til lambabeit- ar er nokkuð sem ekki liggur mikið fyrir um, en við getum giskað á að sé beitarskipulag lítið eða ekkert fari nýting niður undir 50% en sé grænfóðurakrinum skipt upp í beit- arhólf eða hann randbeittur má giska á 75% nýtingu og þar yfir. Ákveðin vandkvæði eru við að randbeita sauðfé á hávaxið græn- fóður, þar sem ekki er auðvelt að koma við girðingu sem gagn er að inni í slíkum akri. Gera mætti ráð fyrir að skipta slíkum akri í hólf með því að skilja eftir óunnar og ósánar rendur í akrinum þar sem koma mætti fyrir girðingum. Mið- að við þann fjárhagslega ávinning sem felst í bættri nýtingu, sbr. 2. töflu, þá má leggja í nokkum kostn- að við girðingar til þess að bæta beitamýtinguna. Af þeim útreikn- ingum, sem hér em framlagðir, má ráða að grænfóður til beitar sé al- mennt ódýrt fóður, þó mjög háð 46 - pR€VR 10/2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.