Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2001, Blaðsíða 67

Freyr - 01.09.2001, Blaðsíða 67
þá era leiðréttingar gerðar á kjöt- matsupplýsingum með hliðsjón af fallþunga lambsins. Þetta eru með- altalsleiðréttingar. Þess vegna er full þörf á að hvetja til varfæmi gagnvart hrútum sem sýna góðar niðurstöður úr gæðamati afkvæma- rannsóknanna ef vænleiki lamb- anna undan þeim er undir meðaltali búsins. Afkvæmi þeirra hrúta hafa í raun ekki sýnt þá yfirburði sem þeim era reiknaðir. Þannig er um leið athyglinni beint að þeim hrútum sem mögulega era að gefa of létt sláturlömb. Þeim hrútum verður skipulega að eyða úr ræktunarstarfinu á hverjum tíma. Mo/i Stærri einingar Eftirfarandi grein birtist nýlega í norska búnaðar- blaðinu Bondevennen, sem gefið er út í Stav- angri. Það mál, sem þar erfjallað um, stœkkun fyrirtœkja með sam- einingu minni eininga, er jafnt á dagskrá he'r á landi sem í Noregi og kemur við sögu íflestum grein- um atvinnulífsins, sem og í opin- berum stofnunum, svo sem í heil- brigðisstofnum og skólum. Sumt er líkt með norskum aðstœðum og fslenskum en annað ekki. Langur daglegur ferðatími frá heimili til vinnustaðar er t.d. ekki eins al- gengur hér á landi og í Noregi. Á síðari árum hafa samvinnufé- lögin (í Noregi) gert margvíslegar ráðstafanir til hagræðingar og spamaðar. Lausnarorðið er, eins og annars staðar í þjóðfélaginu, stærri og hagkvæmari einingar. Mig langar þó að setja spumingar- rnerki við þessa þróun. í hverju og einu fyrirtæki sem lagt hefur verið niður starfaði fólk sem þekkti það vel og það var stutt á milli hins al- menna starfsmanns og yfirmanns- ins, og báðir aðilar litu á fyrirtæk- ið sem sitt. Þessi tilfinning held ég að dofni þegar einingarnar stækka og sífellt fleiri líta á vinnustaðinn ópersónulegum augum. Hvar í ferlinu þessi hugarfarsbreyting gerist er erfitt að segja en hún ger- ist. Svo eru það yfirmennimir, það hljóta einnig að vera mörk fyrir því hve mikla yfirsýn þeir geta haft. Sá sem ber ábyrgð á stóru fyrirtæki er háður því að hafa und- irmenn með yfirsýn og þannig er hægt að halda áfram niður allan ábyrgðarstigann. Ég er sannfærður um að það er ekki hægt að hafa fulla yfirsýn þegar búið er að slá saman mörgum einingum og þá verða menn háðir því að starfs- menn sýni fyrirtækinu fulla holl- ustu. Þannig hefur það einnig ver- ið í samvinnufyrirtækjunum hing- að til. En hversu lengi verður það? Ég tel að í framtíðinni verði starfs- menn sinnulausari um vinnustað sinn vegna þess að fjarlægðir munu aukast milli eigenda, stjóm- ar, yfirmanna og starfsmanna. Ef starfsmaður í litlu fyrirtæki verður var við að eitthvað hafi far- ið úrskeiðis og lætur vita af því, er auðvelt að grípa strax inn í og koma í veg fyrir skaða. I stóra fyr- irtæki, þar sem hinn almenni starfsmaður lítur ekki á fyrirtækið sem sitt, er meiri hætta á að ekki verði bragðist eins fljótt við. Hér hjá okkur (á Finnöy) var lagt niður vel rekið samvinnufyrir- tæki. Sama dag birtist á sjónvarps- skjánum forstjóri sem greinilega var mjög brugðið yfir þeirri ákvörðun. Nú vitum við að þessi ákvörðun var röng. En forstjórinn okkar vissi það um leið og hún var tekin. Hann stjómaði fyrirtæki sem skilaði hagnaði. Það fram- leiddi matvæli í hæsta gæðaflokki, þar sem starfsfólk var mjög sér- hæft og bjó yfir mikilli reynslu. Vélar og tæki voru af nýjustu gerð í fyrirtækinu og húsnæðið hafði nýlega verið gert upp. Við lokun fyrirtækisins breyttist líf 25 starfsmanna þess. Sumir hættu hjá þessum vinnuveitenda, aðrir ferðast langar leiðir daglega, klukkustundum saman, í vinnuna, þá vinnu sem þeir sóttu áður á reiðhjóli stutta vegalengd. Byggð- arlag okkar hefur misst einn af máttarstólpum sínum, við höfum misst verkþekkingu starfsmanna, frá forstjóranum niður í aðstoðar- fólk. Öll störfin vora okkur jafn mikilvæg, jafnt þeim sem sinntu þeim sem okkur hinum. Hvað ger- ist svo þegar fólk fer að sækja vinnu langa leið? Það sem gerist er að fólk hefur ekki tíma né krafta til annarra þaifra hluta. Áður var fólkið virkt í daglegu lífi á staðn- uin. Það sat í stjómum félaga og tók þátt í starfi þeirra, það gat sinnt börnum sínum betur. Þetta litla samfélag tapaði miklum verð- mætum þegar fyrirtækið var lagt niður. Hver tekur ábyrgð á þessum mistökum? Að sjálfsögðu enginn. Hagfræði er ekki einungis spurning um að hagræða, það er svo margt annað sem taka verður tillit til. (Þýtt og endursagt úr Bondevennen nr. 23-24/2001, höfundur greinar: Erik Rörtveit). pR€YR 10/2001 - 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.