Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2001, Blaðsíða 26

Freyr - 01.09.2001, Blaðsíða 26
Dagar frá 1. nóvember 3. mynd. Dreifing gangmála í hópi 2 á Hesti, svampar voru fjarlægðir úr ánum 17. nóvember. Vöxtur lamba í báðum hópum var um 300 g á dag fyrstu tvær vik- urnar, meðan lambfé var á gjöf. Aðeins dró úr vexti snemmbornu lambanna fyrst eftir að þau komu út enda var jörð ekki jafnvel gróin þegar þau komu út. Vöxtur lamba var almennt mjög góður eftir að sleppt var í sumarhaga og fram að haustvigtun. Meðalaldur snemmbornu lamb- anna var 114 dagar við slátrun í ágúst og fallþungi þeirra var ríflega 17 kg að meðaltali. Slátrun saman- burðarhópsins dreifðist mjög mikið en meðalaldur þar var 155 dagar og fallþungi 18,7 kg að meðaltali. Flokkun falla fyrir holdfyllingu var mjög svipuð í báðum hópum en fleiri skrokkar flokkuðust í fitu- flokka 3+ og hærra í viðmiðunar- hópnum, eða 25 af 81 skrokk á móti 10 af 81 í hópnum sem slátrað var í ágúst. Umræður Niðurstöður þessara athuguna sýna að upphaf fengitíðar er mis- munandi eftir búum og því ekki ólíklegt að árangur af svampameð- ferð geti einnig verið misjafn. Ljóst er að vandalítið er að flýta sauðburði um þrjár vikur frá því sem nú er algengast. Vilji menn flýta fengitímanum enn frekar virð- ist svampanotkun vera raunhæfur möguleiki. Marktækur munur reyndist ekki vera á upphafsdögum milli aldurshópa í hvorugri athug- uninni, á Hesti eða í Hallkelsstaða- hlíð. Það er í samræmi við niður- stöður . Olafs R. Dýrmundssonar (1978) á Hvanneyri 1972-1973. Upphaf fengitíma í viðmiðunar- hópnum á Hesti og lengd gangferla hjá ánum þar voru í samræmi við niðurstöður fyrri rannsókna (Ólafur R. Dýrmundsson, 1978). Eðlilegur breytileiki í íslenska fénu er talinn vera 14-19 dagar og voru lang- flestir gangferlarnir innan þeirra marka.. Það bendir ótvírætt til þess að eðlilegt egglos hafi átt sér stað. Enginn munur kom fram á fang- hlutfalli og frjósemi milli hópa þar sem beiðsli var flýtt með samstill- ingu í nóvember og þar sem ám var haldið á venjulegum tíma í desem- ber. Því virðist ekki ástæða til að óttast lakari frjósemi ef samstilling- arsvampar eru notaðir til að flýta fengitímanum. Nokkuð tapaðist af svömpum úr ánum við húsvistina á Hesti eða um 10%, aftur á móti varð ekkert tap á meðan þær gengu úti, órúnar. Tap- ið á húsi var töluvert meira en í eldri athugunum en þá töpuðust tæplega 3% svampanna (Ólafur R. Dýrmundsson, 1977). Sennilegt er að þrengslin í húsvistinni hafi áhrif og einnig að svampamir tapist frek- ar úr þegar ærnar eru rúnar, þær nuddi svampana úr sér eða stígi á þræðina og slíti þannig hver úr ann- arri. Mögulegt er að stytta þræðina til að minnka þetta tap en þá er erf- iðara að draga svampana úr ánum. Á Kjarlaksvöllum vom æmar inni í 5 daga áður en svampamir voru teknir úr og þar tapaðist aðeins einn svampur. Töluverð samstilling virðist hafa orðið í viðmiðunarhópnum á Hesti (hópur 3) þar sem helmingur ánna gekk á þremur dögum. Mögulega er hér um að ræða áhrif vegna rún- ings eða hrútaáhrif. Athuganir dr. Jóns Eldon (1993) sýndu að ef ær urðu fyrir hrútaáhrifum seint í október bentu mælingar á prógest- eróni í blóði til þess að egglos yrði um 29 dögum seinna. Athyglisvert er að um 30 dagar liðu frá því æm- ar voru hýstar og um 28 dagar frá því rúið var þar til flestar æmar í viðmiðunarhópnum (hópi 3) gengu. Hér gæti verið um að ræða umhverfisáhrif sem ýta við kyn- starfseminni. Mjög góður árangur náðist með því að setja progestagen svampa í æmar á Hesti 3. nóvember. Um 95% ánna gengu á tilsettum tíma sem er í fullu samræmi við niður- stöður annarra um virkni svampa til samstillingar á fengitíma (Gordon, 1997; Ólafur R. Dýrmundsson, 1977). Af þeim þremur ám, sem eftir voru, gekk ein einu gangmáli síðar þannig að hún hefur samstillst með hinum en ekki sýnt einkenni. Hinar tvær gengu töluvert seinna og eru ástæður þess óljósar. Æmar 26 - f R€VR 10/2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.