Freyr - 01.09.2001, Blaðsíða 37
mælingamanna hver á sínu svæði
og eru mörg dæmi þess að gott
skipulag og samvinna heimamanna
hafi skilað verulegum árangri í
vinnu- og tímaspamaði við lamba-
mælingar.
Skráning og gagnavinnsla
Tölvueign og notkun á skýrslu-
haldsforritinu Fjárvísi hefur aukist
verulega á síðustu árum. Til að
þessi tækni nýtist bóndanum á sem
fljótvirkastan hátt í lambavali, af-
kvæmarannsóknum og kynbóta-
starfinu almennt, hefur leiðbein-
ingaþjónustan á síðustu árum verið
að taka fartölvur í þjónustu sína við
skráningu á lambadómum heima á
bæjum. Gögnin eru síðan prentuð
út og/eða vistuð beint inn í Fjárvísi.
Skil á vorbókum eru megin for-
senda þess að að slík tölvuskráning
nýtist markvisst.
Tölvukerfi sláturhúsanna í land-
inu eiga öll að geta afhent fall-
þungatölur lamba í sláturröð á
tölvutæku formi, strax að lokinni
dagsslátrun á viðkomandi búi.
Bændur yftrfæra síðan þessi gögn í
Fjárvísi og skrá lambsnúmerin á
móti sláturraðnúmeri. Hverjum
sláturleyfishafa ætti að vera metn-
aðarmál að hafa þessa þjónustu við
bændur í lagi, en því miður hefur
verið misbrestur þar á. Tölvuvædd-
ir bændur, sem njóta ekki þessarar
þjónustu nú þegar, ættu því að kalla
eftir henni hjá sínu sláturhúsi. Von-
andi kemur að því fljótlega að
bændur geti stimplað lambanúmer-
in inn í tölvukerfi sláturhúsanna
strax þegar númer eru tekin og/eða
lesin í sláturrétt, lambanúmerin
gætu þá birst á vigtarseðli sem
myndi auðvelda mjög allar fall-
þungafærslur í skýrsluhaldinu. Auk
þess gerir slíkt kerfi allan rekjan-
leika afurðanna auðveldari, en það
er eitt af markmiðum gæðastýring-
ar í sauðfjárrækt.
Aðstaða utan dyra-
girðingar og hólf
Til þess að allt fjárrag að haust-
inu gangi sem greiðast og engin
mikilvæg verk verði útundan þarf
að vera sem auðveldast að reka féð
á hús og milli hólfa. Gott skipulag
nánasta umhverfis fjárhúsanna er
þar lykilatriði. Mikilvægt er að
koma sér upp skilvirku og stöðluðu
kerfi, sem notað er ár eftir ár, en
vera ekki að tildra upp tækjum og
tólum, hlerum og spýtnabraki með
vafasömum árangri. Umferðar-
renna meðfram fjárhúsum er mjög
af hinu góða, jafnvel hringinn í
kringum húsin ef aðstæður gefa til-
efni til. Inn í þá rennu þarf að vera
hægt að reka fjárhópinn með auð-
veldum hætti. Þar skiptir miklu
máli staðsetning hliða og að hliðin
séu nægilega stór. Almennt hlýtur
að vera best að hafa hlið í homum
girðinga því að þar er sjálfkrafa að-
hald að fénu frá báðum hliðum og
það getur því tæpast farið neitt ann-
að en út um hliðið.
Algengt er að menn hafi nokkur
lítil hólf nálægt fjárhúsum, sem eru
mest notuð fyrir fé að vorinu og
svo til sláttar eða stórgripabeitar að
sumrinu. Vegna orma- og hnísla-
smits er ekki heppilegt að nota
þessi hólf til sauðfjárbeitar að
haustinu, heldur er féð þá yfirleitt í
stærri hólfum lengra frá bænum.
Girðingum er æskilegt að koma
þannig fyrir að ekki þurfi að reka
féð í gegnum mörg hlið. Því er oft
heppilegt að girða rennu umhverfis
túnveg sem féð er rekið eftir úr
þessum stærri og fjarlægari hólfum
og heim að fjárhúsum. Ur þessari
rennu geta svo verið hlið inn í litlu
hólfin ef svo háttar til, og auðveldar
það þá flutning í og úr þeim að vor-
inu.
Að lokum
Fyrirkomulag girðinga og girð-
ingarefni er efni í langan pistil
sem við ætlum að láta aðra um að
skrifa sem fróðari eru um þau
málefni. Ekki síður er notkun
fjárhunda mikilvægt málefni sem
fellur undir fjárragsmálaflokkinn,
en þar verðum við líka að vísa á
aðra. Við vonum hins vegar að
þær vangaveltur, sem hér hafa
verið settar á blað, verði einhverj-
um að gagni, því að öll þessi verk,
sem flokkast undir fjárrag, eiga
það sameiginlegt að vera mikil-
væg fyrir afkomu sauðfjárbúsins.
Þau þarf því að vera hægt að
vinna hratt en örugglega svo að
ekkert verði útundan sem máli
skiptir.
Mol/
Mjólk dregur úr hættu
á brjóstakrabbameini
Konur sem drekka mikið af
mjólk eru í minni hættu á að fá
brjóstakrabba en konur sem
drekka ekki mjólk.
Þetta er niðurstaða doktorsrit-
gerðar sem Anette Hjartáker
varði við Háskólann í Tromsö í
Noregi. Rannsóknir hennar hafa
staðið frá því 1991 og fjalla
einkum um matarvenjur kvenna
á aldrinum 34-69 ára, alls um
100 þúsund kvenna. Þar kom
m.a. fram að konur á aldrinum
45-69 ára neyttu meiri fisks og
kartaflna en hinar yngri, sem
neyttu aftur meira kjöts en hinar
eldri, jafnframt því sem þær
neyttu meira áfengis og drukku
meira kaffi.
Samhengi brjóstakrabbameins
og mjólkurneyslu var kannað hjá
52 þúsund konum á aldrinum
34-49 ára. Þar kom fram nokkuð
lægri tíðni brjóstakrabbameins
hjá konum sem drukku minnst
þrjú glös af mjólk á dag. Hins
vegar kom í því sambandi enginn
munur fram milli tegunda
mjólkur né magns mjólkurfitu,
segir í fréttatilkynningu frá há-
skólanum.
(Land nr. 34/2001).
FR€VR 10/2001 - 37