Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2001, Blaðsíða 28

Freyr - 01.09.2001, Blaðsíða 28
ewes with special reference to fixed- time artificial insemination. Acta Agri- culture Scandinavica 27: 250-252. Ólafur R. Dýrmundsson, 1978. Studies on the breeding season of Ice- landic ewes and ewe lambs. Joumal of Agricultural Science 90: 275-281. Ólafur R. Dýrmundsson, 1979a. Burðartími áa og fjölbreytni í sauðfjár- framleiðslu. Freyr 75 (12): 374-380. Ólafur R. Dýrmundsson, 1979b. Kynþroski og fengitími íslenska sauð- fjárins. Náttúrufræðingurinn 49 (4): 278-288. Ólafur R. Dýrmundsson og Stefán Aðalsteinsson, 1980. Coat-color gene suppresses sexual activity in Icelandic sheep. The Joumal of Heredity 71: 363-364. Ravindra, J. R og N. C Rawlings, 1997. Ovarian follicular dynamics in ewes during the transidon from anoestrus to the breeding season. Joumal of Reproductíon and Fertility 110: 279-289. Sweeney, T. og D. O’Callaghan, 1995. Physiology of seasonal repro- ductive transitions in the ewe - regula- tion by photoperiod and other environ- mental cues. Reproduction in Dome- stic Animals 30: 178-182. Sweeney, T. og D. O’Callaghan, 1996. Breeding season and ovulation rate in ewes treated with long days in spring followed by a melatonin implant and exposure to ram. Animal Science 62: 507-512. Leiðrétting Forsíðumynd á 9. tbl. er frá Gunnarsholti á Rangárvöllum, en ekki Austur-Landeyjum eins og segir í myndatexta á bls. 3. Ritstj. Molar Slæmur efnahagur í fyrrum austan- tjaldslöndum Frá falli Sovétríkjanna hefur efha- hagur þeirra og fylgiríkja þeirra verið afar bágborinn. Árið 2000 varð í fyrsta sinn hagvöxtur í þessum ríkjum eftir fallið þótt Ktill væri. Þjóðartekjur aðildarlanda fyrrnm Sovétríkjanna eru nú aðeins 40% af því sem þær voru fyrir fallið og af fylgiríkjum þeirra eru það aðeins Ungveijaland, Pólland, Slóvakía og Slóvenía sem em nú með meiri þjóðartekjur en fyrir 1989. Hagfræðistofnun Sameinuðu þjóð- anna, UNECE, telur að áratugir muni líða áður en hinn almenni borgati í þessum löndum mun búa við teljandi betri kjör. (Intemationella Perspektiv, nr. 23/2001). Hálmur til raforkufram- leiðslu í Danmörku Samningur hefur verið gerður milli danskra raforkuvera, bænda og hins opinbera um brennslu á hálmi í stórum stíl til raforkufram- leiðslu. Áætlað er að dönsk raf- orkuver taki á móti og brenni um einni milljón tonnum af hálmi á ári. Þetta mun svara til um 400 milljón lítra spamaðar á brennslu olíu og af hálmbrennslunni mun fást rafmagn sem fullnægir raforkuþörf um 175 þúsund einbýlishúsa til upphitunar, eldunar og ljósa. (Landsbladet/Bondebladet nr. 31-32/2001). Hlutafélagsrekstur í dönskum landbúnaði Sífellt fleiri danskir bændur breyta rekstri sínum í hlutafélags- form. Árið 1989 var heimilað að skrá búrekstur sem hlutafélag, en danskir bændur tóku ekki hart við sér í þeim efnum fyrr en fyrir um þremur árum. Nú eru 1116 hluta- félög eða samvinnufélög í dönsk- um landbúnaði, sem stunda rekst- ur á 1282 jörðum. Þetta rekstrar- form er vinsælast á Fjóni þar sem á 195 jörðum eru rekin bú sem hlutafélög eða samvinnufélög. (Bondebladet nr. 30-31/2001). Kornrækt í Noregi Um langan aldur hafa norskir bændur getað lagt allt kom sitt inn hjá "Statens kornforretning" eða Komverslun ríkisins í Noregi á verði sem um hefur verið samið rnilli ríkisins og bændasamtaka þar í landi. Einnig hafa verið greiddir flutningsstyrkir til næstu móttökustöðvar fyrir korn, umfram ákveðna fjarlægð. Nú hefur þessu fyrirkomulagi verið breytt og kombændur verða í auknum mæli að bera kostnað af að flytja kom sitt til móttöku- stöðva, en þær framleiða jafnframt fóðurblöndur fyrir bændur. Tilgangurinn með þessum breytingum er að auka hagræðingu í norskri komrækt, en í raun mun hið nýja fyrirkomulag hafa þau áhrif að kombændur sem búa stutt frá móttökustöðvum við Osló- fjörðinn muna hagnast á kerfinu á kostnað þeirra sem búa fjær. Mest er ræktað af byggi í Noregi og er það aðallega notað til fóðurs innanlands. Verð á komi til bænda í ár er eftirfarandi: Bygg 1,93 nkr./kg Hafrar 1,73 nkr./kg Mathveiti 2,31 nkr./kg Matrúgur 2,15 nkr./kg Frá því dregst mats- og skrifstofukostnaður sem getur numið allt að 0,14 nkr./kg. Komrækt í Noregi síðustu ár hefur alls numið um 1,3-1,4 milljón tonnum. Opinberir styrkir til land- búnaðar þar í landi námu árið 1997 tæpum 13 milljörðum nkr., en hafa lækkað síðan. (Bondebladet nr. 23/2001). 28 - Frcvr 10/2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.