Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2001, Síða 28

Freyr - 01.09.2001, Síða 28
ewes with special reference to fixed- time artificial insemination. Acta Agri- culture Scandinavica 27: 250-252. Ólafur R. Dýrmundsson, 1978. Studies on the breeding season of Ice- landic ewes and ewe lambs. Joumal of Agricultural Science 90: 275-281. Ólafur R. Dýrmundsson, 1979a. Burðartími áa og fjölbreytni í sauðfjár- framleiðslu. Freyr 75 (12): 374-380. Ólafur R. Dýrmundsson, 1979b. Kynþroski og fengitími íslenska sauð- fjárins. Náttúrufræðingurinn 49 (4): 278-288. Ólafur R. Dýrmundsson og Stefán Aðalsteinsson, 1980. Coat-color gene suppresses sexual activity in Icelandic sheep. The Joumal of Heredity 71: 363-364. Ravindra, J. R og N. C Rawlings, 1997. Ovarian follicular dynamics in ewes during the transidon from anoestrus to the breeding season. Joumal of Reproductíon and Fertility 110: 279-289. Sweeney, T. og D. O’Callaghan, 1995. Physiology of seasonal repro- ductive transitions in the ewe - regula- tion by photoperiod and other environ- mental cues. Reproduction in Dome- stic Animals 30: 178-182. Sweeney, T. og D. O’Callaghan, 1996. Breeding season and ovulation rate in ewes treated with long days in spring followed by a melatonin implant and exposure to ram. Animal Science 62: 507-512. Leiðrétting Forsíðumynd á 9. tbl. er frá Gunnarsholti á Rangárvöllum, en ekki Austur-Landeyjum eins og segir í myndatexta á bls. 3. Ritstj. Molar Slæmur efnahagur í fyrrum austan- tjaldslöndum Frá falli Sovétríkjanna hefur efha- hagur þeirra og fylgiríkja þeirra verið afar bágborinn. Árið 2000 varð í fyrsta sinn hagvöxtur í þessum ríkjum eftir fallið þótt Ktill væri. Þjóðartekjur aðildarlanda fyrrnm Sovétríkjanna eru nú aðeins 40% af því sem þær voru fyrir fallið og af fylgiríkjum þeirra eru það aðeins Ungveijaland, Pólland, Slóvakía og Slóvenía sem em nú með meiri þjóðartekjur en fyrir 1989. Hagfræðistofnun Sameinuðu þjóð- anna, UNECE, telur að áratugir muni líða áður en hinn almenni borgati í þessum löndum mun búa við teljandi betri kjör. (Intemationella Perspektiv, nr. 23/2001). Hálmur til raforkufram- leiðslu í Danmörku Samningur hefur verið gerður milli danskra raforkuvera, bænda og hins opinbera um brennslu á hálmi í stórum stíl til raforkufram- leiðslu. Áætlað er að dönsk raf- orkuver taki á móti og brenni um einni milljón tonnum af hálmi á ári. Þetta mun svara til um 400 milljón lítra spamaðar á brennslu olíu og af hálmbrennslunni mun fást rafmagn sem fullnægir raforkuþörf um 175 þúsund einbýlishúsa til upphitunar, eldunar og ljósa. (Landsbladet/Bondebladet nr. 31-32/2001). Hlutafélagsrekstur í dönskum landbúnaði Sífellt fleiri danskir bændur breyta rekstri sínum í hlutafélags- form. Árið 1989 var heimilað að skrá búrekstur sem hlutafélag, en danskir bændur tóku ekki hart við sér í þeim efnum fyrr en fyrir um þremur árum. Nú eru 1116 hluta- félög eða samvinnufélög í dönsk- um landbúnaði, sem stunda rekst- ur á 1282 jörðum. Þetta rekstrar- form er vinsælast á Fjóni þar sem á 195 jörðum eru rekin bú sem hlutafélög eða samvinnufélög. (Bondebladet nr. 30-31/2001). Kornrækt í Noregi Um langan aldur hafa norskir bændur getað lagt allt kom sitt inn hjá "Statens kornforretning" eða Komverslun ríkisins í Noregi á verði sem um hefur verið samið rnilli ríkisins og bændasamtaka þar í landi. Einnig hafa verið greiddir flutningsstyrkir til næstu móttökustöðvar fyrir korn, umfram ákveðna fjarlægð. Nú hefur þessu fyrirkomulagi verið breytt og kombændur verða í auknum mæli að bera kostnað af að flytja kom sitt til móttöku- stöðva, en þær framleiða jafnframt fóðurblöndur fyrir bændur. Tilgangurinn með þessum breytingum er að auka hagræðingu í norskri komrækt, en í raun mun hið nýja fyrirkomulag hafa þau áhrif að kombændur sem búa stutt frá móttökustöðvum við Osló- fjörðinn muna hagnast á kerfinu á kostnað þeirra sem búa fjær. Mest er ræktað af byggi í Noregi og er það aðallega notað til fóðurs innanlands. Verð á komi til bænda í ár er eftirfarandi: Bygg 1,93 nkr./kg Hafrar 1,73 nkr./kg Mathveiti 2,31 nkr./kg Matrúgur 2,15 nkr./kg Frá því dregst mats- og skrifstofukostnaður sem getur numið allt að 0,14 nkr./kg. Komrækt í Noregi síðustu ár hefur alls numið um 1,3-1,4 milljón tonnum. Opinberir styrkir til land- búnaðar þar í landi námu árið 1997 tæpum 13 milljörðum nkr., en hafa lækkað síðan. (Bondebladet nr. 23/2001). 28 - Frcvr 10/2001

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.