Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2001, Blaðsíða 10

Freyr - 01.09.2001, Blaðsíða 10
Skýrsluhald fjárræktarfélaganna árið 2000 Um langt árabil hafa end- anlegar niðurstöður skýrsluhaldsins á vegum fjárræktarfélag- anna birst alltof seint. Þetta hefur verið vegna þess að því miður hef- ur verið fámennur hópur skýrslu- haldara, sem hefur verið mjög seint á ferðinni með skil á skýrsl- um. Akveðið var nú að færa fram birtingu á þessum niðurstöðum um hálft ár. Þess vegna er vitað að enn er ókomið til uppgjörs skýrsluhald frá einhverjum tugum búa frá haustinu 2000. Þar af leiðandi er mögulegt að fjöldatölur um skýrsluhaldið, sem síðar kunna að birtast, sýni hærri tölur en þær sem hér koma fram. í þessari grein verður gerð grein fyrir nokkrum helstu niðurstöðum úr skýrsluhaldinu árið 2000 eins og þær lágu fyrir hjá BÍ hinn 5. sept- ember 2001. Framsetning á niður- stöðum er með hefðbundnum hætti. Slíkt er með vilja gert til að auðvelda þeim sem á komandi ár- um nota þessa grein og líkar grein- ar frá öðrum árum til heimilda- vinnu, en ljóst er að eitt af hlut- verkum greinarskrifa eins og þess- ara er að geta verið slíkur grunnur til framtíðar. Ástæða er til að vekja á því athygli að tölur um magn dilkakjöts eru á grunni blautvigtar. Sífellt fleiri sláturhús birta bænd- um niðurstöður um fallþunga lamba sem þurrvigt, en blautvigta- rgrunni hefur verið viðhaldið í skýrsluhaldinu til samanburðar við niðurstöður fyrri ára. Engar meginbreytingar voru gerðar á uppgjöri fjárræktarfélag- anna á árinu 2000. Það kerfí til uppgjörs, sem unnið er með í fjár- ræktarfélögunum, er að grunni orð- ið hátt í þriggja áratuga gamalt og má því með sanni segja að hafi Jón Viðar Jónmundsson, Bænda- samtökum íslands þjónað vel hlutverki sínu. Nú er hins vegar framundan heildarend- urskoðun á þessu kerfí og mun hún koma til framkvæmda á næstu tveimur árum. Stærsta og mikilvægasta breyt- ingin sem orðið hefur í skýrslu- haldinu á síðustu árum er sú að sífellt fleiri skýrsluhaldarar færa skýrsluhald sitt á einkatölvum með aðstoð forritsins Fjárvís. Öll þróun í sambandi við þær breyt- ingar hefur gengið með miklum ágætum og verið mjög ánægjuleg. I því sambandi má nefna að í sum- um nálægum löndum, þar sem sauðfjárbændur hafa verið að fást við líka þróun, hefur hún langt í frá gengið jafn áfallalaust og hér eftir því sem lesa má í tímaritum sauðfjárbænda þar. Það nálgast mjög að um helmingur skýrslu- haldsins í fjárræktinni sé unninn á þennan hátt af bændum. Með þessu hafa áreiðanlega fengist enn nákvæmari og betri gögn til úr- vinnslu að jafnaði en áður var, þó að í þeim efnum sé íslenska skýrsluhaldið verulega traust. Augljósar breytingar í niðurstöð- um, sem koma fram með þessu breytingum, eru samt að nú koma öll vanhöld ánna eðlilega fram. Þetta skýrir að einhverju smávægi- lega fjölgun bæði á ám sem farast fyrir sauðburð og á geldum ám, en áður mun eitthvað hafa þekkst í skýrsluhaldinu að slíkar ær hyrfu úr skýrsluhaldi án frekari skýringa á milli ára. Slíkt verður ekki mögulegt þegar skýrslufærsla er komin í Fjárvísi. Helstu niðurstöðutölur fyrir ein- stök fjárræktarfélög er að finna í 1. töflu. Hún er með sama sniði og á síðasta ári. í þessari grein er ekki umfjöllun um niðurstöður úr kjöt- matinu haustið 2000. Umfjöllun um þær er að finna í öðrum grein- um hér í blaðinu. Félögin, sem fram koma í töfl- unni, eru jafnmörg og á síðasta ári. Þar eru hins vegar þær breytingar á að úr tveimur félögum, sem voru með í uppgjöri árið 1999, voru eng- ar skýrslur komnar þegar þessar niðurstöður voru teknar saman, en það eru Sf. Frosti og Sf. Geithellna- hrepps. Sf. Eskifjarðar kemur hins vegar að nýju inn á yfirlitið en haustið 1999 voru í því félagi að- eins veturgamlar ær sem voru skýrslufærðar. Þá kemur einnig inn nýtt félag, sem er Sf. Norður-Þing- eyinga. Jafnhliða gæðastýringu er gert ráð fyrir þeim möguleika að bændur, sem af einhverjum ástæð- um óska ekki eftir að starfa innan eldri félaga, verði skráðir á annan hátt. Niðurstöður fyrir þá aðila munu hvergi koma fram undir nafni. Ekkert vafamál er að hin æskilega þróun hlýtur að vera að sá mikli fjöldi bænda, sem nú eru að koma til þátttöku í skýrsluhaldi samhliða gæðastýringunni, komi til starfa í hinum eldri starfandi fjár- ræktarfélögum. Slíkt á aðeins að verða til þess að blása nýju lífí í starf þessara félaga. Þetta uppgjör fyrir árið 2000 nær til 1025 (1009) aðila. Hér eins og alls staðar í greininni sýna svigatöl- ur sambærilega tölu frá haustinu 1999. Hér er á það minnt að þessi tala mun eiga eftir að hækka um einhverja tugi eins og áður er nefnt. Fullorðnu ærnar í uppgjöri voru 10 - pR€YR 10/2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.