Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2001, Blaðsíða 43

Freyr - 01.09.2001, Blaðsíða 43
Haustbötun sláturlamba á ræktuðu landi . Gamalt vín á nýjum belgjum? Aundanfömum ámm hef- ur áhugi sauðfjárbænda á haustbötun lamba á ræktuðu landi vaknað á ný eftir nokkra ládeyðu í þeim efn- um um tíma. Með breyttu kjöt- mati skiptir töluverðu máli að lömbum sé ekki slátrað fyrr en að fullnægjandi holdfyllingu er náð og getur haustbötun verið leið til að bæta flokkun lamba sem ekki hafa náð fullnægjandi þroska á úthaga. Nokkrir bændur hafa náð mjög góðri flokkun dilkafalla með skipu- legri notkun haustbeitar. Má þar sérstaklega nefna búið á Syðra- Skörðugili þar sem afburða árangur hefur náðst með markvissu ræktun- arstarfi og haustbeit á ræktað land (Jón Viðar Jónmundsson, 2001) Haustbeit sláturlamba á græn- fóðri, aðallega fóðurkáli, var al- geng fyrir 20-30 ámm en nokkuð bar á umræðu um að lömb fitnuðu óhóflega á kálbeitinni og að kjöt af kállömbum væri lakara að gæðum en kjöt af úthagabeit. Þessi um- ræða virðist hafa komið nokkm óorði á notkun fóðurkáls til haust- bötunar, sem er í raun óverðskuld- að. Margar tilraunir voru gerðar með beit á grænfóður og há á þessu tímabili og byrjuðu raunar mun fyrr eða fyrir 1960. Niðurstöður þess- ara rannsókna hafa verið teknar saman í yfirlitsgreinum oftar en einu sinni (sjá t.d. Halldór Pálsson, Ólafur Guðmundsson og Stefán Sch. Thorsteinsson, 1981; Ólafur Guðmundsson og Ólafur Dýr- mundsson, 1983; Ólafur R. Dýr- mundsson og Ólafur Guðmunds- son, 1987; Ólafur Guðmundsson og Ólafur R. Dýrmundsson, 1989; Sigurgeir Þorgeirsson, Stefán Sch. Thorsteinsson og Guðjón Þorkels- Emma Eyþórsdóttir og Jóhannes Sveinbjörnsson, Rannsókna- stofnun land- búnaðarins son, 1990). Þar sem nokkuð er um liðið síðan þessar þessar greinar birtust, er tímabært að rifja upp þessar niðurstöður á ný og skoða þær í ljósi þeirra aðstæðna sem sauðfjárbændur búa við nú. Helstu tilraunir Fyrstu tilraunimar með haustböt- un lamba vom gerðar á vegum Búnaðardeildar Atvinnudeildar há- skólans á tilraunastöðinni á Hesti og víðar á tímabilinu 1956- 1959 (Halldór Pálsson og Pétur Gunnars- son, 1961). Áfram var safnað gögnum um haustbeit, aðallega á fóðurkál, á Hesti á tímabilinu 1965-1977 (Halldór Pálsson, o.fl., 1981) og gerð var sérstök tilraun haustið 1968 þar sem mældir vom ýmsir blóðþættir og fleira (Sigurjón Jónsson Bláfeld, 1976). Átilrauna- stöðinni á Skriðuklaustri vom gerð- ar tvær tilraunir 1977 og 1978 með haustbeit og innifóðrun á sama tíma, þar sem m.a. var lagt mat á bragðgæði kjötsins og hluti af skrokkum kmfinn (Stefán Aðal- steinsson o.fl., 1978; Stefán Aðal- steinsson og Jón Tr. Steingrímsson, 1979; Guðjón Þorkelsson o.fl., 1979). Tilraunir sem beindust að áhrifum sníkjudýrasmits á ræktuðu landi á haustin vom gerðar á Hesti 1979-1981 (Halldór Pálsson o.fl., 1981; Sigurður Richter o.fl., 1983; Ólafur Guðmundsson og Ólafur Dýrmundsson, 1983). Loks voru gerðar tilraunir með haustbötun lamba á Hesti og Skriðuklaustri 1986, í tengslum við afkvæmarann- sóknir með tilliti til kjötgæða (Sig- urgeir Þorgeirsson, o.fl., 1990). Þessi listi er ekki tæmandi yfir allar tilraunir og athuganir sem gerðar hafa verið, t.d. var kálbeit fléttað inn í beitartilraunir sem gerðar vom víða um land á 8. áratugnum og kálbeit hefur verið nýtt á tilrauna- stöðinni á Hesti í flestum árum þó að ekki væri um að ræða skipulegar tilraunir. Vöxtur lamba og vefjahlutföll Samanburður á úthaga- og grœn- fóðurbeit. í tilraunum Halldórs Pálssonar á Hesti á 6. áratugnum vom þrif og vöxtur lamba á kálbeit undantekn- ingalaust mun betri en á úthaga og í flestum ámm skilaði kálbeitin meiri vaxtarauka en háarbeit. Ein tilraun var gerð með beit á blöndu af höfrum og rúgi og þar var vöxtur mjög góður. Nokkur munur var á niðurstöðum milli ára, sem m.a. mátti rekja til veðurfars á beitartím- anum og eitt árið spratt kálið illa og beit þraut áður en tilraun lauk, þannig að árangur varð mjög léleg- ur. I öllum tilraununum höfðu lömb, sem beitt var á kál, aðgang að úthaga og/eða há með kálinu. Kjöthlutfall lamba af grænfóður- beit var mun hærra en lamba af annarri beit og hrútar uxu yfirleitt betur en gimbrar. Vaxtarauki á hvert lamb á 30 daga beit var að meðaltali um 2,7 kg af kjöti á kál- pR€VR 10/2001 - 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.