Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2001, Blaðsíða 38

Freyr - 01.09.2001, Blaðsíða 38
Frá Búfjárræktarsambandi Evrópu (EAAP) Búfjárræktarsamband Evr- ópu (EAAP) var stofnað árið 1949 og eiga nú 37 þjóðir í Evrópu og við Miðjarðarhaf aðild að því, þar á meðal Island. Hápunktur starfsem- innar er hin árlega ráðstefna sem að þessu sinni var haldin í Búdapest í Ungverjalandi dagana 26.-29. ágúst sl. Miklar breytingar Það hafa orðið miklar breytingar í Ungverjalandi síðan 1986 þegar þar var síðast haldin ráðstefna Búljár- ræktarsambands Evrópu. Ungverja- land hélt býsna sterku vestrænu yfirbragði, miðað við flest önnur lönd austan Jámtjalds, þrátt fyrir harða kommúnistastjóm. Ekki gmn- aði mig þó sumarið 1986 í Búdapest að innan þriggja ára yrðu valdhafar að láta undan frjálsræðiskröfum þorra almennings og því síður að fall Sovétríkjanna væri skammt undan. Fátt minnir nú á fyrri tíma nema helst Lödur, Trabantar, Wartburgar og Ikarusar á götum, í minnihluta þó, og landbúnaðurinn hefur breyst mikið. Búfé hefur fækkað og kjöt- og ullarframleiðsla hefur minnkað en mjólkurframleiðsla er svipuð og áður. Einkavæðing hefur tekið við af samyrkjubúskap og meðal nýmæla er þróun lífræns landbúnaðar sem töluverðar vonir em bundnar við. Nú sækjast Ungveijar mjög eftir aðild að Evrópusambandinu. Góð ráðstefna í Búdapest var tekið vel á móti ráðstefnunni og henni búin prýðileg aðstaða í nýlegum tækniháskóla skammt frá bökkum Dónár í Búda hluta borgarinnar en greið leið er um hinar ijölmörgu brýr yfir í hinn hlut- ann sem heitir Pest. Þá var efnt til veglegar móttöku í Háskólanum í Gödöllö, skammt frá Búdapest, en nn*: Dr. Ólafur R. Dýrmundsson, Bænda- i 1 samtökum w< íslands þar em m.a. kennd búvísindi. Búíjár- ræktarsambandið skiptist í átta vís- indadeildir, þ.e. fyrir nautgripi, svín, hross, sauð- og geitfé, lífeðlisfræði, erfðafræði, fóðurffæði og heilbrigði búljár. Þama koma því einnig við sögu allmargir dýralæknar þótt búvísindamenn séu fjölmennastir. Þá heldur sambandið ýmis málþing og fundi um afmörkuð efni, bæði í tengslum við ráðstefnuna og einnig á öðmm tímum og í ýmsum löndum. Venjulega er um að ræða samstarf við önnur samtök eða stofnanir. Má í því sambandi nefna málþing um sauðfjárrækt vorið 1971 og um hrossarækt sumarið 1993 á íslandi. Ég var eini íslenski fulltrúinn á ráðstefnunni að þessu sinni, en ég hef sótt þessar ráðstefnur öðm hvom síðan 1976, upphaflega að fmm- kvæði dr. Halldórs Pálssonar, og var Dr. Jean Boyazoglu, framkvæmda- stjóri Búfjárræktarsambands Evrópu og prófessor við búfjárræktardeild Aristótelesar Háskóla í Þessalóníku í Grikklandi, hvatti til varúðar gagnvart erfðabreytingum og einræktun dýra og skoraði á ráðstefnugesti að varðveita sjaldgæf búfjárkyn, stofna og eigin- leika. ég um árabil ritari Sauð- og geitfjár- deildar. Nú er ég einn þriggja vara- forseta þeirrar deildar. Auk þess að sitja ráðstefnuna og aðalfund sam- bandsins notaði ég ferðina til að sækja tvö málþing áður en hún hófst. Hið fyrra ijallaði um sjaldgæf bú- ljárkyn og eiginleika og flutti ég þar stutt erindi um íslenskt forystufé sem þykir einstakt á heimsvísu. Seinna málþingið sat ég sem fulltrúi íslands vegna samstarfs FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, o.fl. aðila, um skráningu, vemdun og áætlanagerð um allar erfðaauðlindir búfjár í heiminum. A ráðstefnunni sjálfri vom á dagskrá rúmlega 700 erindi og veggspjöld og hana sóttu um 800 manns. ímynd búfjárframleiðslu Framan af ráðstefnunni var fjallað mikið um stöðu og ímynd fram- leiðslu búfjárafurða og viðhorf neyt- enda til hennar. Ofarlega á baugi em kúariða og gin- og klaufaveiki. Ljóst er að almenningur, með hjálp fjölmiðla, lætur sig í vaxandi mæli varða hvaðan afurðimar em, hvemig þær em framleiddar og hversu hollur og ömggur maturinn er til neyslu, m.a. vegna hættu á lyfjaleifum og eiturefnum og á matarsýkingum á borð við salmónellu og kamfílóbakt- er. Þá var vikið töluvert að kostnaði, m.a. vegna aukinna krafna við ýmiss konar eftirlit og gæðastýringu. Mest virðist þessi kostnaður lenda á bænd- um, fremur en að neytendur verði hans varir í vömverði, og er land- búnaðurinn undir stöðugum þrýst- ingi að framleiða ódýran mat. Það eru nokkuð skiptar skoðanir um áhrif þéttbærra búskaparhátta á þró- unina á seinni ámm og áratugum. Þeirri skoðun vex þó fylgi að verk- smiðjubúskapur geti ekki þróast áfram með sama hætti, vankantar hans séu augljósir og kannanir í 38 - FR€VR 10/2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.