Freyr - 01.09.2001, Blaðsíða 49
sóttinni. Nokkrar tilraunir hafa
verið gerðar með innifóðrun lamba
fram eftir vetri og er ekki rúm hér
til að rekja niðurstöður þeirra en
áformað er að gera það í annarri
grein.
Grænfóðurbeit
og sumarslátrun
Hérlend reynsla af grænfóðurbeit
sláturlamba er aðallega bundin við
haustbeit. Hins vegar hafa ýmsir
kúabændur töluverða reynslu af
miðsumarbeit mjólkurkúa á græn-
fóður og ekkert sem segir að slíkt
þurfí að vera fráleitt til þess að
framleiða dilka til slátrunar um og
upp úr mánaðamótum júlí/ágúst.
Eftir nokkru er að slægjast þar sem
Markaðsráð borgar 600 kr. álag á
hvem dilk í fyrstu viku ágúst, auk
þess sem t.d. Sláturfélag Suður-
lands borgar þá 50 kr. yfirverð á kg,
háð sömu skilyrðum um flokkun og
áður voru nefnd. Miðað við 15 kg
dilk er þá alls um að ræða 90 kr. yf-
irverð á kg eða samtals 1.350 kr. á
dilkinn. Þessar yfirborganir fara
svo stiglækkandi eftir því sem líður
nær hefðbundinni sláturtíð. Hins
vegar er ljóst að dilkurinn nær ekki
umræddri þyngd nema hann sé
snemmborinn (í apríl) og sé á góðu
beitilandi allt beitartímabilið.
Stóru spurningarnar í þessu
dæmi er hvaða beitarplöntur mætti
nota í þessum tilgangi, hvenær er
hægt að hefja beitina, og hvort
þetta yfír höfuð borgar sig. For-
sendur skortir til að leggja tölulegt
mat á slíkt að sinni, en aðeins verð-
ur velt upp nokkrum möguleikum.
Sumarrepja, sumarrýgresi og bygg
eru allt tegundir sem hafa tiltölu-
lega hraðan sprettuferil, og eru til-
búnar til beitar um 50-80 dögum
frá sáningu. I þeim sveitum, þar
sem snemma vorar og hægt er að sá
um og fyrir miðjan maí, er því
möguleiki á að þessar tegundir geti
verið tilbúnar til beitar fyrri hluta
júlímánaðar og þannig skilað allt
að mánaðar beit fyrir lömb sem
slátra ætti í fyrri hluta ágúst.
En hvað þá með fyrri hluta sum-
arsins? Lömb vaxa yfirleitt prýði-
lega þar sem þau eru með mæðrum
sínum á túni að vorinu. I sjálfu sér
er ekkert sem segir að slíkt geti
ekki haldið áfram fram eftir sumri
ef vel er á málum haldið. Það sem
getur þó dregið úr vexti á þessum
tíma er einkum orma- og hníslasmit
sem og það ef annað hvort er of
mikið eða of lítið gras á tún-
inu/beitarhólfinu. Sé grasið of lítið
er augljóslega of lítið að éta en
haldi beitin illa í við grasið þá nær
það fyrr að spretta úr sér sem þýðir
minna át og hægari vöxt hjá lömb-
unum. Til þess að draga úr orma-
og hníslasmiti er best að nota ekki
sama túnið til haustbeitar og aftur
til vor- og snemmsumarbeitar.
Þröng beitarhólf eru ekki æskileg.
Nýræktað land á að vera hnísla- og
ormafrítt. Vallarsveifgras er lfk-
lega heppilegasta beitargrasið af
þeim túngrösum sem best eru þekkt
hérlendis, en fjölært rýgresi er mik-
ið notað til beitar og sláttar erlend-
is. Sú ágæta jurt hefur verið í
nokkrum ræktunartilraunum hér-
lendis á síðustu árum (Hólmgeir
Bjömsson, 2000). Helsti galli þess
er takmörkuð ending en verði það
ekki fyrir verulegum skakkaföllum
að vetrinum getur það gefið fram-
úrskarandi uppskem í a.m.k. tvö ár.
Komi það þokkalega undan vetri er
það fljótt til á vorin og væri því á
margan hátt afar áhugavert til eldis
lamba sem eiga að fara í sumar-
slátrun. Vonandi á sá draumur eftir
að verða að veruleika.
Samandregið yfirlit
Ef reynt er að draga saman það
sem hér hefur verið rifjuð upp er
niðurstaðan eftirfarandi:
1. Haustbötun lamba á grænfóðri
hefur reynst vel, vöxtur er góð-
ur svo framarlega sem nóg er af
grænfóðrinu. Mest reynsla er af
fóðurmergkáli og vetrarrepju en
aðrar tegundir hafa einnig gefið
góða raun. Grænfóður til beitar
er fremur ódýrt fóður.
2. Vöxtur á grænfóðurbeit gefur
sambærileg vefjahlutföll og
önnur beit við sama fallþunga
og ekkert hefur komið fram
sem bendir til aukinnar fitu-
söfnunar á grænfóðurbeit, frem-
ur þvert á móti.
3. Mest hagkvæmni er í að bata
smæstu lömbin á grænfóðrinu,
ef ekkert sérstakt amar að þeim
sem hindrar góð þrif þeirra.
Einnig getur verið ágætlega
hagkvæmt að bata meðalstór
lömb á káli upp í 17-19 kg
þyngd, svo fremi að þau fari
ekki í hærri fituflokk en 3. Böt-
un lamba sem endar með um og
yfir 20 kg falli er ekki líkleg til
að borga sig vegna hættu á að
umtalsverður hluti lambanna
verðfalli vegna fitu.
4. Allt eldi þarf að miðast við að
lömbum sé slátrað við hag-
kvæmasta fallþunga. Þau fall-
þungamörk liggja mishátt eftir
fjárstofnum og víða eru miklir
möguleikar á að hækka þessi
mörk með markvissum kynbót-
um.
5. Beit á áboma há, sem hefur ver-
ið friðuð fyrir beit í a.m.k eitt
ár, getur gefið jafngóða raun og
grænfóðurbeit.
6. Með grænfóðurbeit er mælt
með að lömb hafi aðgang að út-
haga eða túni til að auka fjöl-
breytni og draga úr hættu á
kvillum er geta fylgt einhæfri
kálbeit.
7. Haustbeit á létta útjörð eina
saman er gagnslaus með öllu og
getur leitt til þess að vöðvar
rými og fituhlutfall hækki án
þess að lömbin þyngist.
8.Sníkjudýrasmit, sérstaklega
hníslasótt, getur valdið vanþrif-
um á túnbeit á haustin og nauð-
synlegt er að gera ráðstafanir til
að koma í veg fyrir hana. Þörf
er nánari rannsókna á áhrifum
hnísla á lömb á mismunandi
beit og á mismunandi árstíma.
9.Bragðgæði kjöts af lömbum
sem beitt hefur verið á græn-
fóður eru ekki lakari en af jafn-
gömlum lömbum sem slátrað er
af úthaga.
pR€VR 10/2001 - 49