Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.2001, Blaðsíða 63

Freyr - 01.09.2001, Blaðsíða 63
Barmur þar sem mat fyrir gerð er mjög slakt og hlutfallið aðeins 92. Þau félögum öll, sem getið er hér að framan, fyrir jákvæða útkomu eru þekkt fyrir mikla og öfluga fjár- rækt á mörgum búum. Þetta hlutfall virðist geta gefið miklar vísbend- ingar um stöðu ræktunar en samt eins og vænta má enn skýrar þegar verið er að gera samanburð á búum sem slátra í sama sláturhúsi. Tafla 2 sýnir þau bú þar sem kjöt- mat er fyrir hendi um 100 dilka eða fleiri þar sem mat fyrir gerð var hæst haustið 2000. Mörkin hefur nú orðið að færa mun ofar fyrir töfluna en áður vegna þess hve matið er miklu hærra að meðaltali haustið 2000 en áður og búum með hátt mat fjölgar þá að sama skapi. Eins og þeir lesendur sem þekkja töflur fyrri ára sjá strax eru litlar breytingar á efstu sætunum frá fyrri árum. Eins og bæði 1998 og 1999 er búið hjá Elvari Einarssyni á Syðra-Skörðugili í efsta sætinu með 10,49 í mati fyrir gerð og 8,09 fyrir fitu. Mat fyrir gerð er örlitlu lægra en haustið 1999 en fitumatið nokkru hagstæðara. Bú Guðrúnar og Þórarins í Keldudal er eins og síðasta ári í öðru sæti með mjög líka niðurstöðu og árið áður, með- altal fyrir gerð 10,24 og fyrir fitu 7,71. Þá er búið í Mávahlið nú í þriðja sætinu og Jóhanna Pálma- dóttir á Akri í fjórða sæti og síðan kemur fjöldi þekktra fjárræktarbúa í þéttri röð en eins og lesa má af töflunni er umtalsverð breidd bæði í vænleika dilka og fitumati á þess- um búum. Þegar skoðað er hlutfallið á milli matsins fyrir gerð og fitu á þessum búum er það á nánast öllum búun- um í töflunni yfir 100 og á megin- hluta þeirra umtalsvert yfir lands- meðaltali. Toppnum í þessum efn- um nær Eyþór Pétursson í Baldurs- heimi með hlutfallið 152. Einnig eru niðurstöður á báðum búunum á Heydalsá frábærar í þessu sam- hengi og raunar á fjölmörgum fleiri búum. Það sem athygli vekur um leið er að það eru sömu búin sem þama eru á toppi frá ári til árs. Á þessum búum má ætla að ræktun í landinu hafi náð hvað lengst að því marki að framleiða kjöt sem mætir kröfum markaðarins. I töflu 3 eru sýndar meðaltalstöl- ur fyrir lömb undan einstökum sæðingastöðvarhrútum, sem fram koma í uppgjöri félaganna haustið 2000. Margoft hefur verið á það bent að varast beri að draga of miklar ályktanir af þeim niðurstöð- um vegna þess að undan þessum hrútum kemur allt annað úrtak til slátrunar en undan flestum öðrum hrútum vegna þess að ásetningur er margfaldur undan þessum hrútum í samanburði við aðra. Samt kemur fram umtalsverður munur í matinu. Jafnbesta matið fyrir gerð er á lömbunum undan Aski 97-835 8,84 sem er með fádæmum góð niðurstaða en því miður eru lömb undan honum til vansa feit vegna þess að fitumatið er að jafnaði 8,60. Þá eru Klængur 97-839, Moli 93- 986, Mjölnir 94-833, Prúður 94- 834 og Sekkur 97-936 allir með Einkunnir stöðvarhrútanna... Frh. afbls. 53 urlagni dætra. Frjósemi er hins veg- ar tæplega sem skyldi hjá dætrum Hnoðra 95-801, Amors 94-814 og Bjarts 93-800 en mjólkurlagni, einkum Amorsdætranna, ágæt. Frjósemi ánrta Frá vorinu 2001 liggja nú fyrir meiri upplýsingar um frjósemi ánna en nokkru sinni áður því að upplýsingar fyrir verulega á annað þúsund ær frá árinu eru komnar til uppgjörs. Margt athyglisvert er að sjá í þeim niðurstöðum. Á sjöunda hundrað dætra Mola 93-986 gefa því miður enn engin fyrirheit um að hann muni bæta nokkuð stöðu sína sem ærfaðir. Dætur Pela 94-810 sýna ekki enn þá frjósemi sem þyrfti. Niðurstaða fyrir Amor 94- 914 styrkir enn þann grun að dætur hans séu fremur ófrjósamar. Dætur gríðarlega góðar niðurstöður úr mati um gerð, eða yfir 8,5 að meðaltali. Þegar horft er á hlutfall milli mats fyrir gerð og fitu hjá þessum hrútum má greina talsverðan mun. Þar skera forystuhrútamir tveir sig mjög úr. Hlutfallið milli gerðar og fitu hjá þeim er langt undir öllum mörkum, enda kindur sem ekki em notaðar mikið til kjötframleiðslu. Þama em það Bjálfi 95-802 og Stubbur 95-815 sem toppa listann. Þessir hrútar em löngu margreynd- ir með að gefa mikil kjötgæði og sanna sig enn með það. Lækur 97- 843 sýnir á þessum kvarða einnig mjög glæsilega útkomu. Þá eru nið- urstöður um lömb undan Mola 93- 986, Amor 94-814, Atrix 94-824, Ljóra 95-928, Sekk 97-836 og Dal 97-838 ákaflega jákvæðar. I grein á öðrum stað í blaðinu er fjallað nánar um kynbótamat hrúta vegna kjötgæða og þar á að vera að finna þær niðurstöður sem mest eiga að geta sagt okkur um gæði einstakra gripa í ræktunarstarfmu. Kúnna 94-997 og Svaða 94-998 eru að sýna óbreytta mynd frá fyrra ári. Frjósemi hjá dætrum Bjálfa 95-802 virðist aftur á móti nokkuð dala frá fyrra ári. Mölur 95-812 og Stubbur 95-815 halda báðir uppi jákvæðri ímynd dætra sinna og Ljóri 95-828 sýnir afburðagóða niðurstöðu. Freyshólahrútarnir ungu virðast hins vegar ekki miklir ærfeður. Hymdu hrútamir, sem aðeins eiga veturgamlar dætur í uppgjöri, em flestir að sýna mjög jákvæða mynd um frjósemi dætra, einkum þó Mjölnir 94-833 og Sónn 95-942. Sá eini úr þeim hópi, sem sýnir nei- kvæðar niðurstöður þar um, er Massi 95-841, en þær niðurstöður sem þama koma fram fyrir á annað hundrað veturgamlar ær lofa engu góðu. Yngstu kollóttu hrútarnir virðast allir lofa mjög góðu í þessum efn- um og afburðagóð frjósemi hjá dætmm Hnykils 95-820, Eirs 96- 840 og Dals 97-838. FR6VR 10/2001 - 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.