Freyr - 01.09.2001, Blaðsíða 4
Hólaskóli eflir dreifbýlið
Viðtal við Skúla Skúlason, skólameistara á Hólum
Skúli Skúlason tók við starfi
skólameistara Hólaskóla
árið 1999, en hafði áður
gegnt starfi deildarstjóra
við fiskeldisbraut skólans frá árinu
1990. A liðnu sumri sótti blaða-
maður Freys Hóla heim og leitaði
fregna hjá Skúla af starfsemi skól-
ans og spurði hann fyrst að því
hverju það sœtti að nú he'ti skólinn
Hólaskóli en til skamms tíma hefði
hann heitið Bœndaskólinn á Hól-
um.
Nafnið Hólaskóli er hið uppruna-
lega nafn á skólanum og má rekja
það allt aftur til gamla latínuskólans
sem stofnaður var í kjölfar þess að
Hólar urðu biskupsstóll, árið 1106.
Þessi breyting er til marks um
þróun í starfsemi skólans, nánar til-
tekið þá að það hefur orðið ákveðin
útvrkkun á starfseminni, rétt eins
og það hefur orðið breyting á land-
búnaðinum og viðfangsefnum
bænda á undanfömum ámm.
Áherslan hefur flust á nýjar
greinar frá hinu hefðbundna búnað-
amámi. Þessi breyting fékk síðan
staðfestingu með nýjum lögum um
búnaðarfræðslu, sem sett vom árið
1999, og gáfu þeim stofnunum,
sem undir þau heyra, ný tækifæri.
Samkvæmt þeim var stofnaður
Landbúnaðarháskóli á Hvanneyri,
verksviði Garðyrkjuskólans á
Reykjum og Hólaskóla breytt og
samvinna þessara skóla aukin
verulega.
Hvaða greinar hafa þá fengið
aukið vœgi hér?
Það er í fyrsta lagi námsbrautin
Hestamennska og hrossarækt, í
öðru lagi Fiskeldisbraut og í þriðja
lagi Ferðamálabraut. Þá höfðu, áð-
ur en nýju lögin voru sett, verið
auknar inntökukröfur í skólann og í
samræmi við það höfum við verið
að fá nemendur með sterkari bak-
gmnn, þar á meðal með ágætis
grunn í búfræði.
Með nýju lögunum var auk þess
veitt leyfi fyrir kennslu á háskóla-
stigi í samstaifi við ýmsa háskóla,
svo sem Háskóla Islands, Háskól-
ann á Akureyri, Landbúnaðarhá-
skólann á Hvanneyri og raunar
einnig erlenda háskóla. Menn geta
m.ö.o. fengið nám sitt hér metið inn
í háskólanám.
í framhaldi af nýjum lögum gekk
í gildi ný námskrá skólans árið
2000.
Efvið tökum þetta nú í sömu röð,
þá nefndir þú fyrst námsbrautina
Hestamennska og hrossarœkt.
Já, hvað fjölda nemenda varðar
og þátt í rekstri skólans þá er hún
stærsta brautin og hefur verið það
um árabil. Þar er nú boðið upp á
þriggja ára nám. Á fyrsta ári út-
skrifast nemendur sem „Hestafræð-
ingar og leiðbeinendur”. Það líkist
að mörgu leyti náminu á hrossa-
Skúli Skúlason, skólameistari á Hól-
um. (Freysmyndir).
braut í gamla búfræðináminu. Á
öðm ári em kenndar tamningar og
menn útskrifast með „Diploma í
búnaðarfræði" og prófgráðuna
Tamningamaður. Hluti af því námi
er fimm mánaða verknám. Síðan er
þriðja árið reiðkennaranám og end-
ar með „Diploma í búnaðarfræði"
og prófgráðunni Reiðkennari og
þjálfari. Námið er núna metið inn í
Landbúnaðarháskólanám á Hvann-
eyri. Hestabrautin er þannig blanda
af framhaldsskóla- og háskóla-
námi.
Við skipulagningu þessa náms
var haft náið samstarf við ýmis fé-
lög og aðra sem vinna að hrossa-
rækt. Það er mikill áhugi hjá þeim
öllum á eflingu náms á þessu sviði.
Náið samstarf er við Félag tamn-
ingamanna og nám okkar veitir
réttindi til inngöngu í félagið. Þá
erum við í miklum tengslum við
skóla, félög og samtök um íslenska
hestinn erlendis. íslenska hestinn er
nú að finna í yfir 20 löndum og við
lítum á okkur sem tengilið við þessi
lönd. I því sambandi má nefna að
að jafnaði er um fjórðungur af
nemendum okkar í hrossanáminu
útlendur, og meirihluti þeirra
reyndar stúlkur. Ég held að þar
eignumst við marga góða talsmenn
íslands og íslenska hestsins í öðr-
um löndum.I raun er Hólaskóli
ákveðin miðstöð Islandshesta-
mennskunnar.
Á hrossabrautinni eru ýmsar
rannsóknir stundaðar og í gangi eru
spennandi þróunarverkefni, m.a.
verkefni með Hestamiðstöð ís-
lands, um eflingu gæðamála í
rekstri hrossabúa.
Fiskeldisbraut
Önnur námsbraut hér við skólann
er fiskeldisbraut. Það er eins árs
nám og útskrifast nemendur sem
Fiskeldisfræðingar, með „Diploma
4 - pR€VR 10/2001